Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2025 08:52 Andreas Babler, leiðtogi Jafnaðarmanna, Christian Stocker frá Þjóðarflokknum og Beate Meinl-Reisinger, leiðtogi Neos, á fréttamannafundinum í gær. AP Leiðtogar þriggja miðjuflokka í Austurríki hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, fimm mánuðum eftir þingkosningar fóru fram í landinu. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum og hlaut flest atkvæði í kosningunum, stendur utan nýrrar stjórnar. Leiðtogar Þjóðarflokksins (ÖVP), Jafnaðarmannaflokksins (SPÖ) og Neos-flokksins greindu frá stjórnarmynduninni á fréttamannafundi í gær. Þar var greint fá áætlunum nýrrar stjórnar um að berja niður verðbólgu, að koma á sérstöku leiguþaki og strangari reglum um innflytjendur, sérstaklega hvað varðar fjölskyldusameiningar. Þá stendur til að koma á banni við að stúlkur yngri en fjórtán ára klæðist hijab. Christian Stocker, leiðtogi Þjóðarflokksins, sagði stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa verið erfiðar og að leiðtogar flokkanna hafi skynjað óþreyju austurríski þjóðarinnar eftir nýrri stjórn. Aldrei hafa stjórnarmyndunarviðræður tekið svo langan tíma í Austurríki frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stocker sagði leiðtogana þó ánægða og stolta af samkomulaginu og að „málamiðlun væri austurrísk dyggð“. Um er að ræða fyrsta þriggja flokka stjórn landsins frá fimmta áratug síðustu aldar, en flokkarnir þrír eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Frelsisflokkurinn hlaut 28,8 prósenta fylgi í þingkosningunum og bætti við sig fylgi. Leiðtogar Frelsisflokksins reyndu að fá aðra flokka til samstarfs en þær stjórnarmyndunarviðræður sigldu í strand fyrr í mánuðinum. Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Sjá meira
Leiðtogar Þjóðarflokksins (ÖVP), Jafnaðarmannaflokksins (SPÖ) og Neos-flokksins greindu frá stjórnarmynduninni á fréttamannafundi í gær. Þar var greint fá áætlunum nýrrar stjórnar um að berja niður verðbólgu, að koma á sérstöku leiguþaki og strangari reglum um innflytjendur, sérstaklega hvað varðar fjölskyldusameiningar. Þá stendur til að koma á banni við að stúlkur yngri en fjórtán ára klæðist hijab. Christian Stocker, leiðtogi Þjóðarflokksins, sagði stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa verið erfiðar og að leiðtogar flokkanna hafi skynjað óþreyju austurríski þjóðarinnar eftir nýrri stjórn. Aldrei hafa stjórnarmyndunarviðræður tekið svo langan tíma í Austurríki frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stocker sagði leiðtogana þó ánægða og stolta af samkomulaginu og að „málamiðlun væri austurrísk dyggð“. Um er að ræða fyrsta þriggja flokka stjórn landsins frá fimmta áratug síðustu aldar, en flokkarnir þrír eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Frelsisflokkurinn hlaut 28,8 prósenta fylgi í þingkosningunum og bætti við sig fylgi. Leiðtogar Frelsisflokksins reyndu að fá aðra flokka til samstarfs en þær stjórnarmyndunarviðræður sigldu í strand fyrr í mánuðinum.
Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57