„Rosalega íslensk umræða“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. febrúar 2025 12:10 Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Íþróttamaður ársins/Mummi Lú Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. Klukkan hálf fimm mun Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formlega setja landsfund Sjálfstæðisflokksins með sinni síðustu ræðu sem formaður flokksins. Á sunnudaginn mun koma í ljós hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eða Guðrún Hafsteinsdóttir taki við keflinu af Bjarna. Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir mikla stemmningu vera í Laugardalshöllinni og að fólk hafi hrannast inn um leið og dyrnar voru opnar í morgun. „Hér voru dyrnar opnar klukkan hálf níu í morgun og fylltist strax salurinn af fólki að ná sér í pakkana sína. Það er gríðarleg spenna fyrir þessum landsfundi, eðlilega. Sem stefnir í að vera sá stærsti í sögunni og ein stærsta pólitíska samkoma sem sést hefur með 2.200 manns sem verða hér þegar mest verður um helgina.“ „Fólk var að tala um holt og heiðar“ Tómas bætir við að allir bíði mjög spenntir eftir því að sjá setningarræðu Bjarna. „Það gæti verið ansi þröngt á þingi þó að Laugardalshöllin rúmi marga. Það er opinn viðburður og ekki bara fyrir þá sem eru skráðir landsfundarfulltrúar. Það er fyrir sjálfstæðismenn og í rauninni hvern sem er sem vill sjá þetta. Það verður væntanlega margt um manninn þegar þessi stórmerkilegi formaður og pólitíkus setur landsfund og kveður um leið.“ Til umræðu var innan Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi meðal annars með vísun til slæmra veðurskilyrða í febrúar. Jens Garðar Helgason, þingmaður sem býður fram til varaformanns, sagði við fréttastofu í desember að formenn málefnanefnda flokksins hefðu rætt mögulega frestun fundarins. Jens Garðar sagði helstu ástæðuna vera þá að brugðið gæti til beggja vona varðandi verður og færð á vegum seint í febrúar. Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Tómas segir alla þó hafa komist leiðar sinnar á fundinn. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því.“ Of snemmt að útiloka varaformannsframboð Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður ræddu baráttuna um formannsembættið í bítinu í morgun. Þórður sagði að um drengilega baráttu væri að ræða hingað til. „Auðvitað færist hiti í leikinn svona síðustu daganna, fyrir helgina. Það eru einhverjar blammeringar á samfélagsmiðlum og það er oft meiri hiti í baklandi frambjóðenda en í frambjóðendum sjálfum.“ Vísar Þórður þar með í Facebook-færslu Jóns Gunnarssonar þar sem hann gagnrýndi Guðrúnu. Ómögulegt sé að segja til um hver muni bera sigur úr býtum. „Það áhugaverða er að það er engin leið að átta sig á hvernig landið liggur. Menn eru að reyna telja þetta út út frá flokksfélögunum sem eru tilnefndir á fundinn en af því sem ég heyri og hlera þá eru menn algjörlega í myrkrinu.“ Dilja Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þingmenn Sjálfstæðisflokksins sækjast ein eftir varaformannsembættinu en of snemmt sé að útiloka hvort Áslaug eða Guðrún blandi sér í þá baráttu. „Ef það er tæplega hálfur landsfundur sem vill fá þig sem formann, þá gæti sú sem lýtur í lægra haldi nýtt sér það áfram í varaformannskjörið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Klukkan hálf fimm mun Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formlega setja landsfund Sjálfstæðisflokksins með sinni síðustu ræðu sem formaður flokksins. Á sunnudaginn mun koma í ljós hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eða Guðrún Hafsteinsdóttir taki við keflinu af Bjarna. Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir mikla stemmningu vera í Laugardalshöllinni og að fólk hafi hrannast inn um leið og dyrnar voru opnar í morgun. „Hér voru dyrnar opnar klukkan hálf níu í morgun og fylltist strax salurinn af fólki að ná sér í pakkana sína. Það er gríðarleg spenna fyrir þessum landsfundi, eðlilega. Sem stefnir í að vera sá stærsti í sögunni og ein stærsta pólitíska samkoma sem sést hefur með 2.200 manns sem verða hér þegar mest verður um helgina.“ „Fólk var að tala um holt og heiðar“ Tómas bætir við að allir bíði mjög spenntir eftir því að sjá setningarræðu Bjarna. „Það gæti verið ansi þröngt á þingi þó að Laugardalshöllin rúmi marga. Það er opinn viðburður og ekki bara fyrir þá sem eru skráðir landsfundarfulltrúar. Það er fyrir sjálfstæðismenn og í rauninni hvern sem er sem vill sjá þetta. Það verður væntanlega margt um manninn þegar þessi stórmerkilegi formaður og pólitíkus setur landsfund og kveður um leið.“ Til umræðu var innan Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi meðal annars með vísun til slæmra veðurskilyrða í febrúar. Jens Garðar Helgason, þingmaður sem býður fram til varaformanns, sagði við fréttastofu í desember að formenn málefnanefnda flokksins hefðu rætt mögulega frestun fundarins. Jens Garðar sagði helstu ástæðuna vera þá að brugðið gæti til beggja vona varðandi verður og færð á vegum seint í febrúar. Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Tómas segir alla þó hafa komist leiðar sinnar á fundinn. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því.“ Of snemmt að útiloka varaformannsframboð Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður ræddu baráttuna um formannsembættið í bítinu í morgun. Þórður sagði að um drengilega baráttu væri að ræða hingað til. „Auðvitað færist hiti í leikinn svona síðustu daganna, fyrir helgina. Það eru einhverjar blammeringar á samfélagsmiðlum og það er oft meiri hiti í baklandi frambjóðenda en í frambjóðendum sjálfum.“ Vísar Þórður þar með í Facebook-færslu Jóns Gunnarssonar þar sem hann gagnrýndi Guðrúnu. Ómögulegt sé að segja til um hver muni bera sigur úr býtum. „Það áhugaverða er að það er engin leið að átta sig á hvernig landið liggur. Menn eru að reyna telja þetta út út frá flokksfélögunum sem eru tilnefndir á fundinn en af því sem ég heyri og hlera þá eru menn algjörlega í myrkrinu.“ Dilja Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þingmenn Sjálfstæðisflokksins sækjast ein eftir varaformannsembættinu en of snemmt sé að útiloka hvort Áslaug eða Guðrún blandi sér í þá baráttu. „Ef það er tæplega hálfur landsfundur sem vill fá þig sem formann, þá gæti sú sem lýtur í lægra haldi nýtt sér það áfram í varaformannskjörið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent