„Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. mars 2025 16:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins Vísir/Anton Brink Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í framboðsræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði áherslu á sameiningu flokksins í ræðu sinni. „Það er nákvæmlega þetta sem vinstri menn hræðist, fullur salur af kraftmiklu fólki sem hefur trú á Sjálfstæðisstefnunni,“ hóf Áslaug ræðu sína á. „Verkefni okkar er skýrt, við eigum að tala skýrar fyrir Sjálfstæðisstefnunni, vera óhrædd og stolt í að sýna Sjálfstæðisstefnuna í verki. Þannig verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur stór, þannig náum við árangri fyrir Ísland,“ sagði hún. Hún skautaði ekkert fram hjá niðurstöðum nýjustu Alþingiskosninga og sagði fylgið í sögulegu lágmarki þar sem að kjósendur hefðu ekki næga trú á flokknum. Ekki væri hægt að kenna neinum um en þeim sjálfum en þá væri það líka í þeirra höndum að laga stöðuna. Margt ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að kenna „Við vitum að sterkara efnahagslíf hvílir á öflugum atvinnurekstri,“ sagði Áslaug. Þá var ýmislegt annað sem hún taldi Sjálfstæðismenn vita og vilja gera, svo sem að verðlauna dugnað. „Við verðlaunum dugnað, hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar ekki bara að hækka skatta heldur líka handvelja hvaða atvinnugreinar fá að blómstra og hverjar ekki. Við vitum að hér eru einstök tækifæri til að ýta undir hagvöxt, varðveita sjálfstæði okkar og einfalda regluverk. Hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar að beita brögðum til að koma okkur hratt inn Evrópusamband þar sem hagvöxtur er sagnfræðilegt hugtak,“ segir hún. „Það kemur á daginn að planið var að fórna fullveldi okkar, auðlindum og sjálfstæði með inngöngu í Evrópusambandið og við höfnum slíkum hugmyndum.“ Þá sé það einnig ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, ásamt flokki hennar í borgarstjórn, að kenna að ungt fólk fái ekki húsnæði né græn svæði. Ríkisstjórnin komi þá einnig í veg fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu eldri borgara, skilvirkari aðferðir í málefni hælisleitenda og betra menntakerfi í grunnskólum landsins. „Ég er viss um að þessi ríkisstjórn standi nú þegar á öndinni og ég efast að eitthvert þeirra kunni að beita Heimlich aðferðinni,“ segir Áslaug sem bjargaði kafnandi konu á Kastrup veitingastaðnum með Heimlich aðferðinni í desember. „Við stjórnarflokkanna sem emja undan því að við veitum þeim eðlilegt aðhald segi ég, afsakið það sem þið hafið nú þegar kynnst eru hveitibrauðsdagarnir, við erum rétt að byrja.“ Þurfi að snúa bökum saman Áslaug Arna lagði líka áherslu á sameiningu innan flokksins og mikilvægi þessi að tala fyrir stefnu hans. „Tímabili dýrkeyptra málamiðlana við vinstri flokkana er lokið,“ sagði hún og hlaut standandi lófaklapp frá landsfundargestum. Hún segir vandamál að fólki þori ekki að viðurkenna að þau styðji flokkinn en hún hafi samt trú á að hægt sé að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins. „Verkefnið núna er að virkja og sameina flokksmenn alla og færa starfið inn í nútímann,“ sagði Áslaug. Flokksmenn þurfi að snúa saman bökum og þétta raðirnar. Þá hafi flokknum alltaf gengið vel þegar hann nær til ungs fólks. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það að það hefur verið farsælt þegar hann treystir ungu fólki,“ segir hún. Að lokum segist hún tilbúin að leggja allt undir og hvetur flokksmenn að fresta ekki framtíðinni. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
„Það er nákvæmlega þetta sem vinstri menn hræðist, fullur salur af kraftmiklu fólki sem hefur trú á Sjálfstæðisstefnunni,“ hóf Áslaug ræðu sína á. „Verkefni okkar er skýrt, við eigum að tala skýrar fyrir Sjálfstæðisstefnunni, vera óhrædd og stolt í að sýna Sjálfstæðisstefnuna í verki. Þannig verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur stór, þannig náum við árangri fyrir Ísland,“ sagði hún. Hún skautaði ekkert fram hjá niðurstöðum nýjustu Alþingiskosninga og sagði fylgið í sögulegu lágmarki þar sem að kjósendur hefðu ekki næga trú á flokknum. Ekki væri hægt að kenna neinum um en þeim sjálfum en þá væri það líka í þeirra höndum að laga stöðuna. Margt ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að kenna „Við vitum að sterkara efnahagslíf hvílir á öflugum atvinnurekstri,“ sagði Áslaug. Þá var ýmislegt annað sem hún taldi Sjálfstæðismenn vita og vilja gera, svo sem að verðlauna dugnað. „Við verðlaunum dugnað, hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar ekki bara að hækka skatta heldur líka handvelja hvaða atvinnugreinar fá að blómstra og hverjar ekki. Við vitum að hér eru einstök tækifæri til að ýta undir hagvöxt, varðveita sjálfstæði okkar og einfalda regluverk. Hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar að beita brögðum til að koma okkur hratt inn Evrópusamband þar sem hagvöxtur er sagnfræðilegt hugtak,“ segir hún. „Það kemur á daginn að planið var að fórna fullveldi okkar, auðlindum og sjálfstæði með inngöngu í Evrópusambandið og við höfnum slíkum hugmyndum.“ Þá sé það einnig ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, ásamt flokki hennar í borgarstjórn, að kenna að ungt fólk fái ekki húsnæði né græn svæði. Ríkisstjórnin komi þá einnig í veg fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu eldri borgara, skilvirkari aðferðir í málefni hælisleitenda og betra menntakerfi í grunnskólum landsins. „Ég er viss um að þessi ríkisstjórn standi nú þegar á öndinni og ég efast að eitthvert þeirra kunni að beita Heimlich aðferðinni,“ segir Áslaug sem bjargaði kafnandi konu á Kastrup veitingastaðnum með Heimlich aðferðinni í desember. „Við stjórnarflokkanna sem emja undan því að við veitum þeim eðlilegt aðhald segi ég, afsakið það sem þið hafið nú þegar kynnst eru hveitibrauðsdagarnir, við erum rétt að byrja.“ Þurfi að snúa bökum saman Áslaug Arna lagði líka áherslu á sameiningu innan flokksins og mikilvægi þessi að tala fyrir stefnu hans. „Tímabili dýrkeyptra málamiðlana við vinstri flokkana er lokið,“ sagði hún og hlaut standandi lófaklapp frá landsfundargestum. Hún segir vandamál að fólki þori ekki að viðurkenna að þau styðji flokkinn en hún hafi samt trú á að hægt sé að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins. „Verkefnið núna er að virkja og sameina flokksmenn alla og færa starfið inn í nútímann,“ sagði Áslaug. Flokksmenn þurfi að snúa saman bökum og þétta raðirnar. Þá hafi flokknum alltaf gengið vel þegar hann nær til ungs fólks. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það að það hefur verið farsælt þegar hann treystir ungu fólki,“ segir hún. Að lokum segist hún tilbúin að leggja allt undir og hvetur flokksmenn að fresta ekki framtíðinni. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10