Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar 3. mars 2025 08:16 Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Á fyrstu vikum kjörtímabils nýs Bandaríkjaforseta hefur óvissa einnig tekið við af stöðuleika og vissu varðandi afstöðu Bandaríkjaforseta til nánustu bandamanna Bandaríkjanna síðustu áratugi, hvort heldur sem horft er til Kanada, Danmerkur eða Grænlands eða ríkja Evrópu yfirleitt, innan NATO og utan. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa þétt raðirnar með ítrekuðum fundahöldum um þessa breyttu stöðu og hvernig eigi að bregðast við henni, ýmist með eða án þátttöku Íslands. Óvissa í varnarmálum Stefnubreyting Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir landið og þróun stríðsins þar. Yfirlýsingar Trump og skortur á yfirlýsingum um öryggistryggingar fyrir Úkraínu að stríði loknu opna fyrir þann möguleika að Rússar geti séð sér leik á borði, ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig gagnvart öðrum nágrannaþjóðum, vina og bandalagsþjóðum okkar Íslendinga. Skilaboð Trump til Evrópu og bandalagsríkja Bandaríkjanna eru öll á þá leið að Evrópa þurfi að búa sig undir breyttan veruleika, í varnarmálum og samskiptum við Bandaríkin. Óvissa um alþjóðakerfið Eftir síðari heimstyrjöldina voru ótal alþjóðastofnanir stofnaðar, stundum kallaðar einu nafni alþjóðakerfið, til að stuðla að eðlilegum samskiptum ríkja og tryggja frið. Dæmi um þetta eru Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og NATO. Það hriktir víða í þessu alþjóðakerfi þessar vikurnar. Útganga Bandaríkjanna úr Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) og öðru lykilsamstarfi er eitt og sér stóralvarleg tíðindi. Varnarsamstarf vestrænna ríkja, Bandaríkjanna og Evrópu, þarfnast svo sérstakrar umræðu. Hornsteinar íslenskrar varnar- og utanríkisstefnu hafa verið herleysi, varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild Íslands að NATO. Ísland á mikið undir því að ekki verði grundvallarbreytingar í þessu efni. Bæði varnarsamningurinn og stofnsamningur NATO byggir á hugsun um samstarf og samvinnu fullvalda bandalagsríkja. Það að eitt NATO-ríki hafi í hótunum við annað eða geri kröfu um landsvæði þess hefði áður verið óhugsandi. Hingað til hefur NATO talið Rússland undir stjórn Pútíns vera helstu ógnina við bandalagið og heimsfriðinn. Það setur samstarfið í uppnám ef Bandaríkin og Evrópuríki reynast ósammála um þetta mat. Styrkur NATO hefur ekki síst byggt á fullvissu um að sameiginlegar ófrávíkjanlegar varnarskuldbindingar séu fyrir hendi. Skapist óvissa um það, af hálfu Bandaríkjanna, veikist bandalagið gríðarlega. Óvissa um alþjóðalög og leikreglur í samskiptum ríkja Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta á fyrstu vikum hans í embætti setja einnig stórt spurningamerki við virðingu hans fyrir alþjóðalögum, fullveldisrétti og hefðbundnum reglum í samskiptum ríkja. Þessar undirstöður í alþjóðasamskiptum eru gríðarlega mikilvægar, ekki síst fyrir smáríki einsog Ísland. Minni ríki eiga tilvist sína beinlínis undir þessum leikreglum alþjóðasamfélagsins. Um þær hafa Bandaríkin hingað til staðið dyggan vörð. Nú virðist það koma í hlut Evrópu. Til þess verks er ljóst að það þarf sameinaða Evrópu. Það var eftir því tekið að forsætisráðherra Danmerkur fór í fundaferð um álfuna og hitti aðra leiðtoga hennar í kjölfar yfirlýsinga Trumps um Grænland. Ekki stóð á stuðningi þar. Svona þarf að vinna. Evrópusambandið með sinn sameiginlega styrk getur verið minni ríkjum það skjól sem þau þurfa. Tími alvörunnar Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa haldið vel á málstað Íslands og skipað sér í sveit með öðrum vina og bandalagsríkjum okkar í Evrópu í umræðunni að undanförnu. Breið samstaða virðist einnig ríkja á Alþingi um fyrstu viðbrögð við breyttum aðstæðum. Fylgjast þarf vel með þróun mála og endurmeta stöðuna. Hún virðist vera að breytast hratt. Athygli vakti að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fráfarandi varaformaður og fyrrverandi utanríkisráðherra flutti afdráttarlausa ræðu á landsfundi flokksins um helgina. Þar sagði hún að tími alvörunnar væri runninn upp og að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum væru ekki talsmenn raunverulegs frelsis. Þau væru að leika sér að eldinum. Þessi nýi veruleiki kallaði á nýjar ákvarðanir og breytingar, sem væru áskorun, jafnvel innan hennar eigin flokks. Ekki var skýrt til hvers verið væri að vísa en Þórdís sagði að gæta þurfi að sjálfstæði en um leið væri ljóst að Ísland hefði aldrei þurft á meira samstarfi við önnur ríki en einmitt nú. Utanríkis – og varnarstefna Íslands – næstu skref Ég lýsti þeirri skoðun í Silfrinu fyrir síðustu alþingiskosningar að ef Donald Trump næði kjöri sem forseti Bandaríkjanna þá hlytu að vakna stórar spurningar um hvar við Íslendingar ættum heima í samfélagi þjóðanna. Þær spurningar hafa því miður orðið aðkallandi miklu fyrr, af meiri alvöru og háska en hægt var að vonast eftir. Sú mynd sem er að teiknast upp í heimsmálunum og þau ský sem hrannast upp á sjóndeildarhringnum kallar á að íslensk stjórnmál hefji sig upp úr hefðbundinni flokkapólitík. Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur setti fram í samstarfsyfirlýsingu sinni að utanríkisstefna hennar byggði á mannréttindum, friði og virðingu fyrir alþjóðalögum. Allir þessir þættir eru nú í uppnámi. Ríkisstjórnin einsetti sér einnig að eiga í náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Um þetta eiga allir Íslendingar að geta sameinast. Ákveðið var að mótuð verði öryggis- og varnarmálastefna, til viðbótar við núverandi þjóðaröryggisstefnu. Þessari vinnu þarf að flýta, að mínu mati, og vinna þvert á flokka, einsog kostur er. Samhliða mótun varnar- og öryggisstefnu þurfa ríkisstjórn og Alþingi þegar í stað að greina fjárfestingarþörf vegna innviða og annarra verkefna sem af stefnunni leiða og breytt hættumat kalla á. Augljóst er að bæði þarf að taka tekju- og útgjaldahlið fjárlaga til skoðunar af þessum sökum. Efla þarf samfélagslega innviði, s.s. á sviði heilbrigðismála og almannavarna. Setja þarf sameiginlega miðstöð viðbragðs- og björgunaraðila aftur á dagskrá. Efla þarf Landhelgisgæsluna. Meira en áratugur er síðan gerðar voru tillögur um eflingu sjúkra- og björgunarflugs með flugvélum og þyrlum og lagt til að rekstur þessarar mikilvægu starfsemi yrði á hendi Landhelgisgæslunnar. Átta ár eru síðan að rökstutt álit kom fram í skýrslu um að brýnt væri að koma upp nýjum varaflugvelli á SV-horninu sem lið í öryggiskerfi landsins. Nauðsynlegar ákvarðanir þar um hafa ekki enn verið teknar. Löggæslu þarf að efla og þannig mætti áfram telja. Síðast en ekki síst. Allir ábyrgir stjórnmálaflokkar hljóta einnig að þurfa að ræða sín á milli þá breyttu stöðu sem uppi er og ræða Evrópumálin í miklu víðara samhengi en áður. Það sama á við um allan almenning og hagsmunaaðila. Evrópumálin eru ekki aðeins efnahagsmál og sameiginlegur markaður, heldur einnig öryggismál fyrir Ísland á breiðum grunni. Evrópa talar fyrir mannréttindum, friði, frelsi og alþjóðalögum, rétt einsog við. Ísland þarf að eiga nána og trausta bandamenn og sæti við borðið þegar stefnan til framtíðar er mörkuð. Ríki Evrópu eru slíkir bandamenn. Við hljótum því að þurfa að ræða hvort ekki séu þjóðarhagsmunir í því að flýta skoðun á kostum þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu og að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna fari fram sem allra fyrst. Um það ætti að geta náðst breiðari sátt í ljósi alvarlegrar stöðu heimsmálanna. Höfundur er alþingismaður og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Öryggis- og varnarmál Utanríkismál NATO Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Á fyrstu vikum kjörtímabils nýs Bandaríkjaforseta hefur óvissa einnig tekið við af stöðuleika og vissu varðandi afstöðu Bandaríkjaforseta til nánustu bandamanna Bandaríkjanna síðustu áratugi, hvort heldur sem horft er til Kanada, Danmerkur eða Grænlands eða ríkja Evrópu yfirleitt, innan NATO og utan. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa þétt raðirnar með ítrekuðum fundahöldum um þessa breyttu stöðu og hvernig eigi að bregðast við henni, ýmist með eða án þátttöku Íslands. Óvissa í varnarmálum Stefnubreyting Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir landið og þróun stríðsins þar. Yfirlýsingar Trump og skortur á yfirlýsingum um öryggistryggingar fyrir Úkraínu að stríði loknu opna fyrir þann möguleika að Rússar geti séð sér leik á borði, ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig gagnvart öðrum nágrannaþjóðum, vina og bandalagsþjóðum okkar Íslendinga. Skilaboð Trump til Evrópu og bandalagsríkja Bandaríkjanna eru öll á þá leið að Evrópa þurfi að búa sig undir breyttan veruleika, í varnarmálum og samskiptum við Bandaríkin. Óvissa um alþjóðakerfið Eftir síðari heimstyrjöldina voru ótal alþjóðastofnanir stofnaðar, stundum kallaðar einu nafni alþjóðakerfið, til að stuðla að eðlilegum samskiptum ríkja og tryggja frið. Dæmi um þetta eru Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og NATO. Það hriktir víða í þessu alþjóðakerfi þessar vikurnar. Útganga Bandaríkjanna úr Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) og öðru lykilsamstarfi er eitt og sér stóralvarleg tíðindi. Varnarsamstarf vestrænna ríkja, Bandaríkjanna og Evrópu, þarfnast svo sérstakrar umræðu. Hornsteinar íslenskrar varnar- og utanríkisstefnu hafa verið herleysi, varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild Íslands að NATO. Ísland á mikið undir því að ekki verði grundvallarbreytingar í þessu efni. Bæði varnarsamningurinn og stofnsamningur NATO byggir á hugsun um samstarf og samvinnu fullvalda bandalagsríkja. Það að eitt NATO-ríki hafi í hótunum við annað eða geri kröfu um landsvæði þess hefði áður verið óhugsandi. Hingað til hefur NATO talið Rússland undir stjórn Pútíns vera helstu ógnina við bandalagið og heimsfriðinn. Það setur samstarfið í uppnám ef Bandaríkin og Evrópuríki reynast ósammála um þetta mat. Styrkur NATO hefur ekki síst byggt á fullvissu um að sameiginlegar ófrávíkjanlegar varnarskuldbindingar séu fyrir hendi. Skapist óvissa um það, af hálfu Bandaríkjanna, veikist bandalagið gríðarlega. Óvissa um alþjóðalög og leikreglur í samskiptum ríkja Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta á fyrstu vikum hans í embætti setja einnig stórt spurningamerki við virðingu hans fyrir alþjóðalögum, fullveldisrétti og hefðbundnum reglum í samskiptum ríkja. Þessar undirstöður í alþjóðasamskiptum eru gríðarlega mikilvægar, ekki síst fyrir smáríki einsog Ísland. Minni ríki eiga tilvist sína beinlínis undir þessum leikreglum alþjóðasamfélagsins. Um þær hafa Bandaríkin hingað til staðið dyggan vörð. Nú virðist það koma í hlut Evrópu. Til þess verks er ljóst að það þarf sameinaða Evrópu. Það var eftir því tekið að forsætisráðherra Danmerkur fór í fundaferð um álfuna og hitti aðra leiðtoga hennar í kjölfar yfirlýsinga Trumps um Grænland. Ekki stóð á stuðningi þar. Svona þarf að vinna. Evrópusambandið með sinn sameiginlega styrk getur verið minni ríkjum það skjól sem þau þurfa. Tími alvörunnar Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa haldið vel á málstað Íslands og skipað sér í sveit með öðrum vina og bandalagsríkjum okkar í Evrópu í umræðunni að undanförnu. Breið samstaða virðist einnig ríkja á Alþingi um fyrstu viðbrögð við breyttum aðstæðum. Fylgjast þarf vel með þróun mála og endurmeta stöðuna. Hún virðist vera að breytast hratt. Athygli vakti að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fráfarandi varaformaður og fyrrverandi utanríkisráðherra flutti afdráttarlausa ræðu á landsfundi flokksins um helgina. Þar sagði hún að tími alvörunnar væri runninn upp og að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum væru ekki talsmenn raunverulegs frelsis. Þau væru að leika sér að eldinum. Þessi nýi veruleiki kallaði á nýjar ákvarðanir og breytingar, sem væru áskorun, jafnvel innan hennar eigin flokks. Ekki var skýrt til hvers verið væri að vísa en Þórdís sagði að gæta þurfi að sjálfstæði en um leið væri ljóst að Ísland hefði aldrei þurft á meira samstarfi við önnur ríki en einmitt nú. Utanríkis – og varnarstefna Íslands – næstu skref Ég lýsti þeirri skoðun í Silfrinu fyrir síðustu alþingiskosningar að ef Donald Trump næði kjöri sem forseti Bandaríkjanna þá hlytu að vakna stórar spurningar um hvar við Íslendingar ættum heima í samfélagi þjóðanna. Þær spurningar hafa því miður orðið aðkallandi miklu fyrr, af meiri alvöru og háska en hægt var að vonast eftir. Sú mynd sem er að teiknast upp í heimsmálunum og þau ský sem hrannast upp á sjóndeildarhringnum kallar á að íslensk stjórnmál hefji sig upp úr hefðbundinni flokkapólitík. Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur setti fram í samstarfsyfirlýsingu sinni að utanríkisstefna hennar byggði á mannréttindum, friði og virðingu fyrir alþjóðalögum. Allir þessir þættir eru nú í uppnámi. Ríkisstjórnin einsetti sér einnig að eiga í náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Um þetta eiga allir Íslendingar að geta sameinast. Ákveðið var að mótuð verði öryggis- og varnarmálastefna, til viðbótar við núverandi þjóðaröryggisstefnu. Þessari vinnu þarf að flýta, að mínu mati, og vinna þvert á flokka, einsog kostur er. Samhliða mótun varnar- og öryggisstefnu þurfa ríkisstjórn og Alþingi þegar í stað að greina fjárfestingarþörf vegna innviða og annarra verkefna sem af stefnunni leiða og breytt hættumat kalla á. Augljóst er að bæði þarf að taka tekju- og útgjaldahlið fjárlaga til skoðunar af þessum sökum. Efla þarf samfélagslega innviði, s.s. á sviði heilbrigðismála og almannavarna. Setja þarf sameiginlega miðstöð viðbragðs- og björgunaraðila aftur á dagskrá. Efla þarf Landhelgisgæsluna. Meira en áratugur er síðan gerðar voru tillögur um eflingu sjúkra- og björgunarflugs með flugvélum og þyrlum og lagt til að rekstur þessarar mikilvægu starfsemi yrði á hendi Landhelgisgæslunnar. Átta ár eru síðan að rökstutt álit kom fram í skýrslu um að brýnt væri að koma upp nýjum varaflugvelli á SV-horninu sem lið í öryggiskerfi landsins. Nauðsynlegar ákvarðanir þar um hafa ekki enn verið teknar. Löggæslu þarf að efla og þannig mætti áfram telja. Síðast en ekki síst. Allir ábyrgir stjórnmálaflokkar hljóta einnig að þurfa að ræða sín á milli þá breyttu stöðu sem uppi er og ræða Evrópumálin í miklu víðara samhengi en áður. Það sama á við um allan almenning og hagsmunaaðila. Evrópumálin eru ekki aðeins efnahagsmál og sameiginlegur markaður, heldur einnig öryggismál fyrir Ísland á breiðum grunni. Evrópa talar fyrir mannréttindum, friði, frelsi og alþjóðalögum, rétt einsog við. Ísland þarf að eiga nána og trausta bandamenn og sæti við borðið þegar stefnan til framtíðar er mörkuð. Ríki Evrópu eru slíkir bandamenn. Við hljótum því að þurfa að ræða hvort ekki séu þjóðarhagsmunir í því að flýta skoðun á kostum þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu og að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna fari fram sem allra fyrst. Um það ætti að geta náðst breiðari sátt í ljósi alvarlegrar stöðu heimsmálanna. Höfundur er alþingismaður og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun