Nú er komið að úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Sextán liða úrslitin hefjast í kvöld með fjórum leikjum og þeir verða allir sýndir beint.
Stórleikur kvöldsins í Meistaradeildinni er án vafa Spánarslagur Real Madrid og Atletico Madrid á Santiago Bernabeu.
Augu íslensks knattspyrnuáhugafólks verða eflaust á leik Borussia Dortmund og Lille þar sem Hákon Arnar Haraldsson verður í eldlínunni með franska félaginu.
Arsenal heimsækir hollenska félagið PSV Eindhovev og Aston Villa er á útivelli á móti belgíska félaginu Club Brugge.
Extra þáttur Bónus deildar karla er á dagskrá og leikur verður sýndur beint í Bónus deild kvenna í körfubolta. Einnig verður sýnt frá unglingadeild UEFA í fótbolta, Lengjudeild kvenna í fótbolta og NHL-deildinni í íshokkí.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og Hamars/Þórs í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Klukkan 20.15 hefst Extra þáttur Bónus deildar karla í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 12.55 hefst útsending frá leik Salzburg og Atletico Madrid í unglingadeild UEFA.
Klukkan 14.55 hefst útsending frá leik Aston Villa og Barcelona í unglingadeild UEFA.
Klukkan 19.25 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik PSV Eindhoven og Arsenal í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.
Klukkan 22.00 hefjast Meistaradeildarmörkin þar sem farið er yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Borussia Dortmund og Lille í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 15.50 hefst útsending frá leik Vals og Tindastóls í Lengjubikar kvenna í fótbolta.
Vodafone Sport
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Club Brugge og Aston Villa í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Real Madrid og Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.
Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Boston Bruins og Nashville Predators í NHL-deildinni í íshokkí.