Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar 4. mars 2025 17:01 Það er afar leitt að sjá að „meirihlutinn“ sem vill ekki láta kalla sig meirihluta heldur „samstarfsflokka“ hafi ákveðið að láta kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. Það kemur kannski ekki á óvart en nýr meirihluti hefur ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla sem Framsókn reyndi að fá samþykktar í síðasta meirihluta. Þessir flokkar, Samfylking, Píratar, VG, Flokkur fólksins og Sósíalistar skulda því barnafjölskyldum skýr svör um hversvegna þeir vilja ekki skjóta fleiri stoðum undir leikskólakerfið. Það eina sem sést í nýjum samstarfssáttmála um leikskólamál er að skipa „spretthóp“. En verkefni spretthópsins er einfaldlega að taka við nær fullbúnum tillögum frá hópi sem ég hef leitt frá því í október. Þar unnum við Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar þétt saman. Ég boðaði til mín nær vikulega þá sem máli skiptu innan borgarkerfisins og úr varð aðgerðaáætlun sem hraða mun uppbyggingu plássa um alla borg auk ný forgangsröðun viðhaldsframkvæmda sem miðar að því að koma eldri skólum aftur í rekstur. Hryggjarstykkið í þeim tillögum var að kaupa einingahús undir leikskóladeildir, bjóða út strax og setja niður á lóðum við leikskóla í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest eftir plássum. Þessi áætlun er þegar kostnaðarmetin, fjármögnuð og tímasett og unnin undir minni forystu. Þess vegna er þetta fullkomlega marklaus spretthópur meirihlutans. Tillögurnar eru tilbúnar. Það sem barnafjölskyldur þurfa að vita um áform meirihlutans er að hann er búinn að loka á hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech en viðræður við þessa vinnustaði hafa gengið vel og eru langt komnar. Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er afar leitt að sjá að „meirihlutinn“ sem vill ekki láta kalla sig meirihluta heldur „samstarfsflokka“ hafi ákveðið að láta kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. Það kemur kannski ekki á óvart en nýr meirihluti hefur ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla sem Framsókn reyndi að fá samþykktar í síðasta meirihluta. Þessir flokkar, Samfylking, Píratar, VG, Flokkur fólksins og Sósíalistar skulda því barnafjölskyldum skýr svör um hversvegna þeir vilja ekki skjóta fleiri stoðum undir leikskólakerfið. Það eina sem sést í nýjum samstarfssáttmála um leikskólamál er að skipa „spretthóp“. En verkefni spretthópsins er einfaldlega að taka við nær fullbúnum tillögum frá hópi sem ég hef leitt frá því í október. Þar unnum við Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar þétt saman. Ég boðaði til mín nær vikulega þá sem máli skiptu innan borgarkerfisins og úr varð aðgerðaáætlun sem hraða mun uppbyggingu plássa um alla borg auk ný forgangsröðun viðhaldsframkvæmda sem miðar að því að koma eldri skólum aftur í rekstur. Hryggjarstykkið í þeim tillögum var að kaupa einingahús undir leikskóladeildir, bjóða út strax og setja niður á lóðum við leikskóla í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest eftir plássum. Þessi áætlun er þegar kostnaðarmetin, fjármögnuð og tímasett og unnin undir minni forystu. Þess vegna er þetta fullkomlega marklaus spretthópur meirihlutans. Tillögurnar eru tilbúnar. Það sem barnafjölskyldur þurfa að vita um áform meirihlutans er að hann er búinn að loka á hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech en viðræður við þessa vinnustaði hafa gengið vel og eru langt komnar. Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar