Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar 4. mars 2025 21:02 Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra fræðimanna á sviði næringarfræði og heilsu. Sem prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur hún haft veruleg áhrif á þróun og stefnu næringarfræðirannsókna á Íslandi. Hennar faglega nálgun, metnaður og frumkvæði hafa gert hana að einum af lykilpersónum í þessari fræðigrein og háskólasamfélaginu. Rannsóknir Ingibjargar hafa m.a. beinst að mikilvægi næringar fyrir almenna heilsu, áhrifum fæðuvenja á sjúkdóma og næringarstöðu íslensks almennings. Hún hefur leitt ráðgjafar- og rannsóknaverkefi sem hafa haft bein áhrif á stefnumótun í heilsueflingu, hvort sem er í tengslum við almenningsheilsu eða stefnu stjórnvalda um næringu og mataræði. Sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur Ingibjörg gegnt lykilhlutverki við að efla rannsóknir, vísindamiðlun og samvinnu milli fræðigreina innan Háskóla Íslands og utan. Hún hefur lagt mikla áherslu á að styrkja vísindalega þekkingu innan Háskóla Íslands og tryggja að íslenskar rannsóknir standist alþjóðlegan samanburð. Einnig hefur hún verið ötul í að miðla niðurstöðum sínum til almennings með fjölbreyttum hætti, meðal annars í fjölmiðlum og gegnum faglegar ráðstefnur. Árið 2023 hlaut Ingibjörg titilinn Heiðursvísindamaður Landspítala, sem er viðurkenning á framúrskarandi vísindastörfum hennar og áhrifum á íslenskt heilbrigðiskerfi og undirstrikar mikilvægi rannsókna hennar í íslensku samfélagi. Með sterka framtíðarsýn fyrir íslenskt vísinda- og háskólasamfélag er Ingibjörg Gunnarsdóttir hæfur leiðtogi og fræðimaður til að stýra Háskóla Íslands. Hún hefur sýnt fram á skýra stefnu í vísindum og menntamálum, ásamt því að hafa hæfileika til að leiða stórar stofnanir með öflugri stjórnunarhæfni og þekkingu að leiðarljósi. Ingibjörg Gunnarsdóttir er ekki aðeins frábær fræðimaður heldur einnig áhrifamikill leiðtogi í íslensku vísindasamfélagi. Hún hefur unnið að nýjungum í rannsóknum á sviði næringarfræði og heilbrigðisvísinda, auk þess sem hún hefur markað sér spor í akademískri stjórnun. Hún er ómetanleg fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir vísindamanna, kennara og nemenda, því treysti ég henni til að leiða Háskóla Íslands sem Rektor hvar hún mun áfram stuðla að framförum fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er eldfjallafræðingur og rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra fræðimanna á sviði næringarfræði og heilsu. Sem prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur hún haft veruleg áhrif á þróun og stefnu næringarfræðirannsókna á Íslandi. Hennar faglega nálgun, metnaður og frumkvæði hafa gert hana að einum af lykilpersónum í þessari fræðigrein og háskólasamfélaginu. Rannsóknir Ingibjargar hafa m.a. beinst að mikilvægi næringar fyrir almenna heilsu, áhrifum fæðuvenja á sjúkdóma og næringarstöðu íslensks almennings. Hún hefur leitt ráðgjafar- og rannsóknaverkefi sem hafa haft bein áhrif á stefnumótun í heilsueflingu, hvort sem er í tengslum við almenningsheilsu eða stefnu stjórnvalda um næringu og mataræði. Sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur Ingibjörg gegnt lykilhlutverki við að efla rannsóknir, vísindamiðlun og samvinnu milli fræðigreina innan Háskóla Íslands og utan. Hún hefur lagt mikla áherslu á að styrkja vísindalega þekkingu innan Háskóla Íslands og tryggja að íslenskar rannsóknir standist alþjóðlegan samanburð. Einnig hefur hún verið ötul í að miðla niðurstöðum sínum til almennings með fjölbreyttum hætti, meðal annars í fjölmiðlum og gegnum faglegar ráðstefnur. Árið 2023 hlaut Ingibjörg titilinn Heiðursvísindamaður Landspítala, sem er viðurkenning á framúrskarandi vísindastörfum hennar og áhrifum á íslenskt heilbrigðiskerfi og undirstrikar mikilvægi rannsókna hennar í íslensku samfélagi. Með sterka framtíðarsýn fyrir íslenskt vísinda- og háskólasamfélag er Ingibjörg Gunnarsdóttir hæfur leiðtogi og fræðimaður til að stýra Háskóla Íslands. Hún hefur sýnt fram á skýra stefnu í vísindum og menntamálum, ásamt því að hafa hæfileika til að leiða stórar stofnanir með öflugri stjórnunarhæfni og þekkingu að leiðarljósi. Ingibjörg Gunnarsdóttir er ekki aðeins frábær fræðimaður heldur einnig áhrifamikill leiðtogi í íslensku vísindasamfélagi. Hún hefur unnið að nýjungum í rannsóknum á sviði næringarfræði og heilbrigðisvísinda, auk þess sem hún hefur markað sér spor í akademískri stjórnun. Hún er ómetanleg fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir vísindamanna, kennara og nemenda, því treysti ég henni til að leiða Háskóla Íslands sem Rektor hvar hún mun áfram stuðla að framförum fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er eldfjallafræðingur og rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun