Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2025 08:18 Spaug í garð Donald Trump hefur kostað Goff starfið. Getty/Belinda Jiao Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu. Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler. Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð. „Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra. Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust. Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands. Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti. Nýja-Sjáland Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu. Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler. Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð. „Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra. Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust. Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands. Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti.
Nýja-Sjáland Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira