Menntakerfi með ómarktækar einkunnir Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 7. mars 2025 07:01 Frumvarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, um námsmat er nú til meðferðar á Alþingi. Í frumvarpinu leggur hún til að skólaeinkunnir verði notaðar sem lokamat grunnskóla á færni nemenda þegar þeir klára 10. bekk. Þetta sætir furðu í ljósi þess að skólaeinkunnir eru ósamanburðarhæfar á milli skóla. Þannig segir rannsókn Menntamálastofnunar frá 2022 að „35% nemenda búa við það að [skólaeinkunn] þeirra er líklega umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla. [...] Ósamræmi er í hvernig námsmati er beitt eftir skólum.“ Önnur rannsókn sömu stofnunar staðfesti þráláta einkunnaverðbólgu skólaeinkunna jafnvel þótt skipt hefði verið úr tölustöfum yfir í bókstafi til að reyna að sporna við henni. Frumvarp ráðherra þýðir því að enginn samanburðarhæfur mælikvarði verður til um gæði skólastarfs eða færni barna við lok grunnskólagöngu. Þá verður umsóknum barna um framhaldsskólavist forgangsraðað út frá einkunnum sem eru ósamanburðarhæfar. Afleiðingin er að brotið verður gegn reglu um jafnræði óháð búsetu, bæði á meðan grunnskólagöngu stendur og einnig við innritun í framhaldsskóla. Hver eru rök ráðherrans fyrir þessu? Í umræðum um málið á Alþingi nefnir hún tvö atriði: „Svo er það náttúrlega líka ekki gott að vera með samræmd próf í 10. bekk því að þá fer allur veturinn í að kenna út frá því. [...] Svo er líka hætta á því að samræmd lokapróf [...] leiði til einsleits nemendahóps [...] Framhaldsskólar verða líka að taka ábyrgð á því að stuðla að fjölbreyttu samfélagi.“ Fyrri röksemdin stenst ekki skoðun. Samræmd próf kanna færni nemenda samkvæmt aðalnámskrá, til dæmis í lestri, reikningi og náttúruvísindum. Ef kennsla snýst um að tryggja að nemendur nái hæfniviðmiðum aðalnámskrár er það einmitt til marks um að prófin virki sem skyldi. Heilbrigt skólastarf byggir á skýrum hæfniviðmiðum og kennarar stýra síðan sinni kennslu með þau í huga. Seinni röksemdin gengur út frá því að yfirvöld eigi að tryggja „fjölbreytni“ í nemendahópum frekar en að einstaklingar komist áfram á eigin verðleikum. Þessi afstaða virðist byggja á úreltum hugmyndum um jafnar útkomur fremur en jöfn tækifæri. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að stýra samsetningu nemendahópa framhaldsskóla út frá óskýrum hugmyndafræðilegum markmiðum. Stjórnvöld eiga að tryggja jafnræði: öll börn eiga að njóta sanngjarns og gagnsæs mats á færni sinni og hafa sömu tækifæri til að komast áfram á eigin verðleikum. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fjallar nú um frumvarp ráðherra. Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn þar sem við leggjum til að samræmd próf verði notuð sem lokamat grunnskóla í stað skólaeinkunna. Vonandi verður sú breyting að veruleika. Færni og framtíðartækifæri grunnskólabarna eiga að vera undir þeim sjálfum komin. Það leiðir til betri árangurs bæði fyrir nemendur og skólakerfið í heild. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frumvarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, um námsmat er nú til meðferðar á Alþingi. Í frumvarpinu leggur hún til að skólaeinkunnir verði notaðar sem lokamat grunnskóla á færni nemenda þegar þeir klára 10. bekk. Þetta sætir furðu í ljósi þess að skólaeinkunnir eru ósamanburðarhæfar á milli skóla. Þannig segir rannsókn Menntamálastofnunar frá 2022 að „35% nemenda búa við það að [skólaeinkunn] þeirra er líklega umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla. [...] Ósamræmi er í hvernig námsmati er beitt eftir skólum.“ Önnur rannsókn sömu stofnunar staðfesti þráláta einkunnaverðbólgu skólaeinkunna jafnvel þótt skipt hefði verið úr tölustöfum yfir í bókstafi til að reyna að sporna við henni. Frumvarp ráðherra þýðir því að enginn samanburðarhæfur mælikvarði verður til um gæði skólastarfs eða færni barna við lok grunnskólagöngu. Þá verður umsóknum barna um framhaldsskólavist forgangsraðað út frá einkunnum sem eru ósamanburðarhæfar. Afleiðingin er að brotið verður gegn reglu um jafnræði óháð búsetu, bæði á meðan grunnskólagöngu stendur og einnig við innritun í framhaldsskóla. Hver eru rök ráðherrans fyrir þessu? Í umræðum um málið á Alþingi nefnir hún tvö atriði: „Svo er það náttúrlega líka ekki gott að vera með samræmd próf í 10. bekk því að þá fer allur veturinn í að kenna út frá því. [...] Svo er líka hætta á því að samræmd lokapróf [...] leiði til einsleits nemendahóps [...] Framhaldsskólar verða líka að taka ábyrgð á því að stuðla að fjölbreyttu samfélagi.“ Fyrri röksemdin stenst ekki skoðun. Samræmd próf kanna færni nemenda samkvæmt aðalnámskrá, til dæmis í lestri, reikningi og náttúruvísindum. Ef kennsla snýst um að tryggja að nemendur nái hæfniviðmiðum aðalnámskrár er það einmitt til marks um að prófin virki sem skyldi. Heilbrigt skólastarf byggir á skýrum hæfniviðmiðum og kennarar stýra síðan sinni kennslu með þau í huga. Seinni röksemdin gengur út frá því að yfirvöld eigi að tryggja „fjölbreytni“ í nemendahópum frekar en að einstaklingar komist áfram á eigin verðleikum. Þessi afstaða virðist byggja á úreltum hugmyndum um jafnar útkomur fremur en jöfn tækifæri. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að stýra samsetningu nemendahópa framhaldsskóla út frá óskýrum hugmyndafræðilegum markmiðum. Stjórnvöld eiga að tryggja jafnræði: öll börn eiga að njóta sanngjarns og gagnsæs mats á færni sinni og hafa sömu tækifæri til að komast áfram á eigin verðleikum. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fjallar nú um frumvarp ráðherra. Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn þar sem við leggjum til að samræmd próf verði notuð sem lokamat grunnskóla í stað skólaeinkunna. Vonandi verður sú breyting að veruleika. Færni og framtíðartækifæri grunnskólabarna eiga að vera undir þeim sjálfum komin. Það leiðir til betri árangurs bæði fyrir nemendur og skólakerfið í heild. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar