QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 13:02 Þorri Stefán Þorbjörnsson nefbrotnaði snemma á síðustu leiktíð en lét það ekki stöðva sig og spilaði með grímu. vísir/Anton Enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers, sem leikur í næstefstu deild, gerði tilboð í miðvörðinn unga Þorra Stefán Þorbjörnsson í vetur en Fram hafnaði tilboðinu. Frá þessu greinir Fótbolti.net og hefur eftir Sigurði Hrannari Björnssyni, formanni meistaraflokksráðs karla hjá Fram, að tilboð hafi borist frá QPR í desember. Sigurður segir Fram hafa sent móttilboð og liðin átt í viðræðum næstu vikurnar, auk þess sem QPR bauð Þorra út til að sýna honum aðstæður. Á endanum hafi hins vegar ekki náðst samkomulag um kaupverð. Sigurður vildi þó ekki fara út í það hvort og þá hve miklu hefði munað á að félögin næðu saman. Það væri hins vegar ljóst að aðeins tímaspursmál væri hvenær Þorri færi utan í atvinnumennsku. Þorri er 18 ára, örvfættur miðvörður sem er uppalinn hjá Fram en fór til FH í ársbyrjun 2022. Þaðan fór hann svo til Lyngby í Danmörku 2023 en Þorri sneri svo aftur til Fram fyrir síðustu leiktíð og lék sitt fyrsta heila tímabil í efstu deild, alls 25 leiki. Þorri er sonur Þorbjörns Atla Sveinssonar og Ragnheiðar Arnardóttur. Þorbjörn Atli spilaði með Fram í kringum aldamótin en lék fremst á vellinum, öfugt við soninn sem spilar í vörninni. QPR lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en hefur síðan þá verið í næstefstu deild. Liðið er sem stendur í 14. sæti deildarinnar. Besta deild karla Fram Enski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Frá þessu greinir Fótbolti.net og hefur eftir Sigurði Hrannari Björnssyni, formanni meistaraflokksráðs karla hjá Fram, að tilboð hafi borist frá QPR í desember. Sigurður segir Fram hafa sent móttilboð og liðin átt í viðræðum næstu vikurnar, auk þess sem QPR bauð Þorra út til að sýna honum aðstæður. Á endanum hafi hins vegar ekki náðst samkomulag um kaupverð. Sigurður vildi þó ekki fara út í það hvort og þá hve miklu hefði munað á að félögin næðu saman. Það væri hins vegar ljóst að aðeins tímaspursmál væri hvenær Þorri færi utan í atvinnumennsku. Þorri er 18 ára, örvfættur miðvörður sem er uppalinn hjá Fram en fór til FH í ársbyrjun 2022. Þaðan fór hann svo til Lyngby í Danmörku 2023 en Þorri sneri svo aftur til Fram fyrir síðustu leiktíð og lék sitt fyrsta heila tímabil í efstu deild, alls 25 leiki. Þorri er sonur Þorbjörns Atla Sveinssonar og Ragnheiðar Arnardóttur. Þorbjörn Atli spilaði með Fram í kringum aldamótin en lék fremst á vellinum, öfugt við soninn sem spilar í vörninni. QPR lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en hefur síðan þá verið í næstefstu deild. Liðið er sem stendur í 14. sæti deildarinnar.
Besta deild karla Fram Enski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira