Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Arnar Skúli Atlason skrifar 6. mars 2025 22:23 Sigtryggur Arnar Björnsson með bros á vör. vísir/Jón Gautur Tindastóll steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Bónus deild karla í körfubolta og gerði leið Keflvíkinga að úrslitakeppninni enn grýttari með stórsigri í leik liðanna í Síkinu í kvöld. Stólarnir voru komnir 23 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 32-9, og unnu að lokum með 37 stiga mun, 116-79. Frammistaða Keflvíkinga í kvöld var andlegt gjaldþrot miðað við hvað mikið er undir hjá liðinu þessa dagana. Heimamenn hjá Stólunum sýndu aftur á móti að þeir eru komnir í Íslandsmeistaragírinn. Frekari umfjöllun um leikinn og viðtöl koma inn á Vísi á eftir. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Tindastóll steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Bónus deild karla í körfubolta og gerði leið Keflvíkinga að úrslitakeppninni enn grýttari með stórsigri í leik liðanna í Síkinu í kvöld. Stólarnir voru komnir 23 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 32-9, og unnu að lokum með 37 stiga mun, 116-79. Frammistaða Keflvíkinga í kvöld var andlegt gjaldþrot miðað við hvað mikið er undir hjá liðinu þessa dagana. Heimamenn hjá Stólunum sýndu aftur á móti að þeir eru komnir í Íslandsmeistaragírinn. Frekari umfjöllun um leikinn og viðtöl koma inn á Vísi á eftir.