Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. mars 2025 15:14 Íbúar Laugardals hafa ítrekað kvartað yfir Sunnutorgi vegna þess hve mikið lýti það er á hverfinu í núverandi mynd. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg mun gera húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagasamtökin Veraldarvini um hið sögufræga Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Húsið verður endurbyggt í upprunalegri mynd og mun meðal annars hýsa fræðslustarf í umhverfismálum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi auglýst eftir aðila til að byggja upp Sunnutorg með útboði þann 22. september 2023. Engin gild tilboð hafi borist svo ákveðið var að fara í samningskaup við Veraldarvini sem skiluðu inn tilboði eftir að frestur var runninn út. Húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagið var samþykktur í borgarráði í dag. „Gert er ráð fyrir að Veraldarvinir geti hafið framkvæmdir við húsnæðið, sem verður endurbyggt í upprunalegri mynd, innan við þremur mánuðum frá undirritun samnings og að starfsemi hefjist í húsnæðinu eigi síðar en á vormánuðum 2026,“ segir í tilkynningunni. Samtökin munu fjármagna framkvæmdirnar að fullu og er gildistími leigusamnings fimmtán ár. Að þeim tíma liðnum beri Veraldarvinum að skila eigninni til Reykjavíkurborgar og verði allar fastar framkvæmdir og viðbætur eign borgarinnar við lok leigutíma. Lífrænn markaður og fræðsla fyrir grunnskólabörn Í tilkynningunni kemur fram að Veraldarvinir sjái fyrir sér að Sunnutorg verði „staður þar sem íbúar hverfisins og aðrir Reykvíkingar geti sótt sér fræðslu um sjálfbærni og allt sem henni fylgir.“ Félagið ætlar að bjóða nemendum í grunnskólum hverfisins í fræðsluheimsóknir en auk þess verði fræðsla í boði fyrir aðra hópa. „Húsið verður endurbyggt og rekið af sjálfboðaliðum Veraldarvina, sem sjá einnig fyrir sér að setja upp markað á Sunnutorgi fyrir lífrænt ræktaðar afurðir og aðstöðu fyrir listamenn til að sýna og jafnvel selja, list sína,“ segir í tilkynningunni. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi auglýst eftir aðila til að byggja upp Sunnutorg með útboði þann 22. september 2023. Engin gild tilboð hafi borist svo ákveðið var að fara í samningskaup við Veraldarvini sem skiluðu inn tilboði eftir að frestur var runninn út. Húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagið var samþykktur í borgarráði í dag. „Gert er ráð fyrir að Veraldarvinir geti hafið framkvæmdir við húsnæðið, sem verður endurbyggt í upprunalegri mynd, innan við þremur mánuðum frá undirritun samnings og að starfsemi hefjist í húsnæðinu eigi síðar en á vormánuðum 2026,“ segir í tilkynningunni. Samtökin munu fjármagna framkvæmdirnar að fullu og er gildistími leigusamnings fimmtán ár. Að þeim tíma liðnum beri Veraldarvinum að skila eigninni til Reykjavíkurborgar og verði allar fastar framkvæmdir og viðbætur eign borgarinnar við lok leigutíma. Lífrænn markaður og fræðsla fyrir grunnskólabörn Í tilkynningunni kemur fram að Veraldarvinir sjái fyrir sér að Sunnutorg verði „staður þar sem íbúar hverfisins og aðrir Reykvíkingar geti sótt sér fræðslu um sjálfbærni og allt sem henni fylgir.“ Félagið ætlar að bjóða nemendum í grunnskólum hverfisins í fræðsluheimsóknir en auk þess verði fræðsla í boði fyrir aðra hópa. „Húsið verður endurbyggt og rekið af sjálfboðaliðum Veraldarvina, sem sjá einnig fyrir sér að setja upp markað á Sunnutorgi fyrir lífrænt ræktaðar afurðir og aðstöðu fyrir listamenn til að sýna og jafnvel selja, list sína,“ segir í tilkynningunni.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01
Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15