Erlent

Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Gisèle Pelicot og Caroline Darian hafa nú báðar kært Dominique Pelicot fyrir kynferðisofbeldi. 
Gisèle Pelicot og Caroline Darian hafa nú báðar kært Dominique Pelicot fyrir kynferðisofbeldi.  EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO

Caroline Darian, dóttir Dominique og Gisèle Pelicot, hefur kært föður sinn fyrir að hafa byrlað sér og beitt hana kynferðisofbeldi.

Dominique Pelicot var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa byrlað og nauðgað Gisèle konunni sinni yfir tíu ára skeið. Ásamt því leyfði hann að minnsta kosti 83 öðrum mönnum að nauðga henni á meðan hún var meðvitundarlaus. Dominique tók verknaðinn upp á myndband.

Réttarhöldin vöktu mikla athygli í Frakklandi og um heim allan þar sem að Gisèle fór fram á að réttarhöldin yrði opin. 

Caroline hefur áður sagst sannfærð að faðir hennar hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Við rannsókn málsins fundust ljósmyndir af henni fáklæddri og meðvitundarlausri í tölvu Dominique. 

„Ég veit að hann byrlaði mér, líklega fyrir kynferðislega misnotkun. En ég hef engar sannanir fyrir því,“ sagði hún í viðtali við BBC.

Þá hefur Caroline lýst sér sem gleymda fórnarlambi réttarhaldanna og segir kæruna vera táknræna samkvæmt umfjöllun BBC.

Dominique hefur alltaf neitað því að hafa beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi.


Tengdar fréttir

Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot

Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 

Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi

Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×