Fótbolti

Chelsea vann en Tottenham tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reese James fagnar marki sínu fyrir Chelsea á Parken í kvöld.
Reese James fagnar marki sínu fyrir Chelsea á Parken í kvöld. AP/Liselotte Sabroe

Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í kvöld en niðurstaðan var ólík.

Tottenham tapaði 1-0 á útivelli á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Tottenham í næstu viku.

Eina mark leiksins var sjálfsmark Svíans Lucas Bergvall strax á 18. mínútu leiksins.

Chelsea átti aftur á móti góða ferð til Kaupmannahafnar í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Chelsea vann 2-1 sigur á FC Kaupmannahöfn eftir að hafa komist 2-0 yfir.

Mörk Chelsea skoruðu þeir Reece James á 46. mínútu eftir sendingu Marc Cucurella og Enzo Fernández á 65. mínútu eftir sendingu frá Tyrique George.

Gabriel Pereira minnkaði muninn fyrir danska liðið á 79. mínútu og gaf því smá von í seinni leiknum á Stamford Bridge.

Í öðrum úrslitum í Evrópudeildinni þá vann Lyon 3-1 útisigur á FCSB, Rangers vann 3-1 útisigur á Fenerbahce og þá gerðu Real Sociedad og Man United 1-1 jafntefli.

Í öðrum úrslitum í Samabandsdeildinni þá vann Molde 3-2 heimasigur á Legia Varsjá, Panathinaikos vann 3-2 heimasigur á Fiorentina og þá gerðu Real Betis og Vitoria de Guimaraes 2-2 jafntefli á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×