Fjármálaleikar grunnskólanna – tekur þinn skóli þátt? Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa 7. mars 2025 10:32 Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. Keppnin hefur reynst góð leið til að kveikja áhuga ungs fólks á fjármálum. Það skiptir máli enda reynir á þekkingu á fjármálum þegar farið er út í lífið, til að mynda þegar kemur að launum, sparnaði, lántöku, tryggingum eða kaupum á húsnæði. Mistök snemma í fjármálum geta verið dýr og reynst erfitt að vinna sig út úr, því er mikilvægt að ungt fólk læri snemma um fjármál. Spurningarnar sem krakkarnir svara í gegnum netleik reyna einmitt á þekkingu á þessum atriðum og eru í samræmi við þekkingarramma PISA. Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun auk þess sem tveir fulltrúar frá þeim skóla sem ber sigur úr býtum ferðast til Brussel ásamt kennara og keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í vor. Á vef Fjármálavits geta allir áhugasamir spreytt sig á spurningunum frá Fjármálaleikum sem fóru fram á síðasta ári. Allur gangur á hvaða börn fá tækifæri til að læra fjármálalæsi Í dag er allur gangur á hve mikla fjármálalæsisfræðslu börn fá á sinni skólagöngu. Í sumum skólum er fjármálalæsi skylda, í öðrum valfag en algengast er að skólar tvinni fjármálalæsi inn í stærðfræði og lífsleikni. Of víða er fjármálalæsi hins vegar hvorki í boði sem hluti af skyldunáminu eða sem valfag. Það er undir hverjum skóla komið hversu mikið og með hvaða hætti kennslufyrirkomulagið er og fer það því eftir áhuga kennara og skólastjórnenda. Á sama tíma hafa bæði OECD og þónokkrir starfshópar stjórnvalda á síðustu árum lagt til að öll ungmenni fái tækifæri til að öðlast grunnfærni í fjármálum á sinni skólagöngu. Þá virðist almenningur vera á sömu skoðun. Í könnun Gallup sem gerð var fyrir SFF sögðust um 90% hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og einungis 10% segjast hafa lært um fjármál á þeim vettvangi. Þó fáir hafi lært um fjármál á sinni skólagöngu voru grunn- og framhaldsskólar oftast nefndir þegar spurt var hvar heppilegast væri að fólk lærði um fjármál. Flestir sögðust hafa fengið sína fræðslu um fjármál hjá foreldrum og svo á netinu eða á samfélagsmiðlum, þar sem áreiðanleiki upplýsinga getur verið misjafn og hætta er að lenda í svikum. Heimili eru einnig ólík og getur verið mikill munur hve mikið fjármál eru til umræðu innan veggja hemilsins. Að koma fjármálafræðslu fyrir í skyldunáminu í grunnskóla er því líður í að jafna tækifæri og aðstöðu milli ungmenna. Í aðalnámskrá grunnskóla sem var endurskoðuð á síðasta ári var fjármálalæsi ekki gert að skyldu en fær þó aðeins meira vægi inn í stærðfræði og lífsleiknifögum en áður. En betur má ef duga skal. Það sem hefur að mestu hindrað kennslu í fjármálalæsi hingað til er of lítið vægi í aðalnámskránni og því ekki nægur tími fyrir fagið, skortur á bæði samræmdu námsefni og þjálfun kennara í kennslu um fjármál. Fjármálavit hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar síðustu ár og boðið kennurum sem þess óska upp á námsefni og námskeið í kennslu á fjármálalæsi auk þess að gefa tæplega 19.000 bækur um fjármál einstaklinga til nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskólum. Að skilja sín fjármál jafn mikilvægt og að skilja umferðarreglurnar Líkt og OECD, starfshópar stjórnvalda og almenningur hafa kallað eftir, ætti fjármálalæsi að vera hluti af skyldunámi á skólagöngu hvers barns. Það er réttlætismál sem stuðla ætti að minni ójöfnuði og jafnari tækifærum í þjóðfélaginu. Engin börn ættu að fara út í lífið án grundvallar þekkingu á fjármálum, ekki frekar en að fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. Til að tryggja að öll börn fái jafna fræðslu um fjármál þarf fræðslan að eiga sér stað innan veggja skólanna og er það hlutverk stjórnvalda að móta skýra stefnu í fjármálalæsi, styðja kennara, bjóða gott námsefni og mæla árangur. Það er hagur allra. Margt ungt fólk mun taka sín fyrstu skref á þeirri braut í Fjármálaleiknum sem hefjast senn. Þar mun vonandi kvikna áhugi hjá einhverjum nemendum á fjármálum heimilisins sem fylgja mun þeim í gegnum lífið. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Fjármál heimilisins Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. Keppnin hefur reynst góð leið til að kveikja áhuga ungs fólks á fjármálum. Það skiptir máli enda reynir á þekkingu á fjármálum þegar farið er út í lífið, til að mynda þegar kemur að launum, sparnaði, lántöku, tryggingum eða kaupum á húsnæði. Mistök snemma í fjármálum geta verið dýr og reynst erfitt að vinna sig út úr, því er mikilvægt að ungt fólk læri snemma um fjármál. Spurningarnar sem krakkarnir svara í gegnum netleik reyna einmitt á þekkingu á þessum atriðum og eru í samræmi við þekkingarramma PISA. Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun auk þess sem tveir fulltrúar frá þeim skóla sem ber sigur úr býtum ferðast til Brussel ásamt kennara og keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í vor. Á vef Fjármálavits geta allir áhugasamir spreytt sig á spurningunum frá Fjármálaleikum sem fóru fram á síðasta ári. Allur gangur á hvaða börn fá tækifæri til að læra fjármálalæsi Í dag er allur gangur á hve mikla fjármálalæsisfræðslu börn fá á sinni skólagöngu. Í sumum skólum er fjármálalæsi skylda, í öðrum valfag en algengast er að skólar tvinni fjármálalæsi inn í stærðfræði og lífsleikni. Of víða er fjármálalæsi hins vegar hvorki í boði sem hluti af skyldunáminu eða sem valfag. Það er undir hverjum skóla komið hversu mikið og með hvaða hætti kennslufyrirkomulagið er og fer það því eftir áhuga kennara og skólastjórnenda. Á sama tíma hafa bæði OECD og þónokkrir starfshópar stjórnvalda á síðustu árum lagt til að öll ungmenni fái tækifæri til að öðlast grunnfærni í fjármálum á sinni skólagöngu. Þá virðist almenningur vera á sömu skoðun. Í könnun Gallup sem gerð var fyrir SFF sögðust um 90% hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og einungis 10% segjast hafa lært um fjármál á þeim vettvangi. Þó fáir hafi lært um fjármál á sinni skólagöngu voru grunn- og framhaldsskólar oftast nefndir þegar spurt var hvar heppilegast væri að fólk lærði um fjármál. Flestir sögðust hafa fengið sína fræðslu um fjármál hjá foreldrum og svo á netinu eða á samfélagsmiðlum, þar sem áreiðanleiki upplýsinga getur verið misjafn og hætta er að lenda í svikum. Heimili eru einnig ólík og getur verið mikill munur hve mikið fjármál eru til umræðu innan veggja hemilsins. Að koma fjármálafræðslu fyrir í skyldunáminu í grunnskóla er því líður í að jafna tækifæri og aðstöðu milli ungmenna. Í aðalnámskrá grunnskóla sem var endurskoðuð á síðasta ári var fjármálalæsi ekki gert að skyldu en fær þó aðeins meira vægi inn í stærðfræði og lífsleiknifögum en áður. En betur má ef duga skal. Það sem hefur að mestu hindrað kennslu í fjármálalæsi hingað til er of lítið vægi í aðalnámskránni og því ekki nægur tími fyrir fagið, skortur á bæði samræmdu námsefni og þjálfun kennara í kennslu um fjármál. Fjármálavit hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar síðustu ár og boðið kennurum sem þess óska upp á námsefni og námskeið í kennslu á fjármálalæsi auk þess að gefa tæplega 19.000 bækur um fjármál einstaklinga til nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskólum. Að skilja sín fjármál jafn mikilvægt og að skilja umferðarreglurnar Líkt og OECD, starfshópar stjórnvalda og almenningur hafa kallað eftir, ætti fjármálalæsi að vera hluti af skyldunámi á skólagöngu hvers barns. Það er réttlætismál sem stuðla ætti að minni ójöfnuði og jafnari tækifærum í þjóðfélaginu. Engin börn ættu að fara út í lífið án grundvallar þekkingu á fjármálum, ekki frekar en að fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. Til að tryggja að öll börn fái jafna fræðslu um fjármál þarf fræðslan að eiga sér stað innan veggja skólanna og er það hlutverk stjórnvalda að móta skýra stefnu í fjármálalæsi, styðja kennara, bjóða gott námsefni og mæla árangur. Það er hagur allra. Margt ungt fólk mun taka sín fyrstu skref á þeirri braut í Fjármálaleiknum sem hefjast senn. Þar mun vonandi kvikna áhugi hjá einhverjum nemendum á fjármálum heimilisins sem fylgja mun þeim í gegnum lífið. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar