Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2025 09:32 Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. Þessi úrvinnsla heilans framkallar meðvitaða upplifun okkar á því sem við horfum á, eða sjón í daglegu tali. Þegar skaði verður á heilastöðvum sem sjá um sjónúrvinnslu verður til sjónskerðing, jafnvel þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing getur verið meðfædd eða komið í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Birtingamyndir hennar eru margvíslegar, allt frá algerri blindu eða skertu sjónsviði að annarskonar vanda, til dæmis erfiðleikum við að skilja hvað horft er á, að greina í sundur og þekkja hluti, eða að greina hluti frá bakgrunninum, að fókusera á og fylgja hlutum eftir með augunum og að sjá eða skynja fleiri en einn hlut í einu. Sumir hafa það sem kallast blindrasýn, en þá geta þeir t.d. rétt út höndina og gripið það sem að þeim er rétt, jafnvel þó þeir hafi enga meðvitaða upplifun af því að sjá hvað er að gerast. Annað dæmi um heilatengda sjónskerðingu er andlitsblinda, en það er það þegar fólk á erfitt með að greina í sundur og þekkja andlit. Þegar andlitsblinda er mikil getur fólk átt erfitt með að þekkja börnin sín í sjón eða jafnvel eigin spegilmynd. Þrátt fyrir heitið andlitsblinda þá sjá andlitsblindir alveg andlit, erfiðleikar þeirra felast í að greina á milli mismunandi andlita. Upplifun andlitsblindra og erfiðleikar við að greina á milli fólks út frá andlitinu einu saman hefur verið líkt við það að reyna að þekkja fólk í sundur með því að horfa aðeins á olnboga þess eða hné. Heilatengd sjónskerðing getur verið afar dulið vandamál og oft getur reynst erfitt að greina hana. Erfiðleikar eins og að rekast mikið utan í hluti og hrasa eru þá oft skrifaðir á klaufaskap og vandamál við lestur, stærðfræði eða annað nám skrifuð á lesblindu eða almenna námsörðugleika. Þar sem börn með heilatengda sjónskerðingu eiga mörg hver erfitt með að þekkja andlit, halda augnsambandi og skilja látbragð eru þau jafnframt oft ranglega talin vera einhverf. Margvíslegar birtingarmyndir hennar auka svo flækjustig við greiningu enn frekar og greining fæst því oft seint. Dagbjört Andrésdóttir fæddist með heilatengda sjónskerðingu og er sjón hennar í dag metin um 4%. Hún fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Af tilefni Alþjóðlegu heilavikunnar (e. International Brain Awareness Week) sem í ár er haldin dagana 10.-16. mars, mun Dagbjört fræða gesti í Háskólanum í Reykjavík stuttlega um heilatengda sjónskerðingu. Í kjölfarið verður sýnd heimildamynd um líf hennar, Acting Normal with CVI, eftir Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Elínu Sigurðardóttur. Viðburðurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. mars klukkan 16:15-17:45, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Heimildir: Dutton, G.N. & Bax, M. (2010). Visual impairment in children due to damage to the brain. Clinics in Developmental Medicine No 186. MacKeith Press, London. Fazzi E., Signorini S.G., Bova, S.M., La Piana, R., Ondei, P., Bertone, C., Misefari, W., Bianchi, P.E., (2007). Spectrum of visual disorders in children with cerebral visual impairment. Journal of Child Neurology, 22, 294-301 Good, W. V., Jan, J. E., DeSa, L., Barkovich, A. J., & Groenveld, M. (1994). Cortical visual impairment in children. Survey of ophthalmology, 38(4), 351-364. Hoyt, C. S. (2003). Visual function in the brain-damaged child. Eye, 17(3), 369-384. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. Þessi úrvinnsla heilans framkallar meðvitaða upplifun okkar á því sem við horfum á, eða sjón í daglegu tali. Þegar skaði verður á heilastöðvum sem sjá um sjónúrvinnslu verður til sjónskerðing, jafnvel þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing getur verið meðfædd eða komið í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Birtingamyndir hennar eru margvíslegar, allt frá algerri blindu eða skertu sjónsviði að annarskonar vanda, til dæmis erfiðleikum við að skilja hvað horft er á, að greina í sundur og þekkja hluti, eða að greina hluti frá bakgrunninum, að fókusera á og fylgja hlutum eftir með augunum og að sjá eða skynja fleiri en einn hlut í einu. Sumir hafa það sem kallast blindrasýn, en þá geta þeir t.d. rétt út höndina og gripið það sem að þeim er rétt, jafnvel þó þeir hafi enga meðvitaða upplifun af því að sjá hvað er að gerast. Annað dæmi um heilatengda sjónskerðingu er andlitsblinda, en það er það þegar fólk á erfitt með að greina í sundur og þekkja andlit. Þegar andlitsblinda er mikil getur fólk átt erfitt með að þekkja börnin sín í sjón eða jafnvel eigin spegilmynd. Þrátt fyrir heitið andlitsblinda þá sjá andlitsblindir alveg andlit, erfiðleikar þeirra felast í að greina á milli mismunandi andlita. Upplifun andlitsblindra og erfiðleikar við að greina á milli fólks út frá andlitinu einu saman hefur verið líkt við það að reyna að þekkja fólk í sundur með því að horfa aðeins á olnboga þess eða hné. Heilatengd sjónskerðing getur verið afar dulið vandamál og oft getur reynst erfitt að greina hana. Erfiðleikar eins og að rekast mikið utan í hluti og hrasa eru þá oft skrifaðir á klaufaskap og vandamál við lestur, stærðfræði eða annað nám skrifuð á lesblindu eða almenna námsörðugleika. Þar sem börn með heilatengda sjónskerðingu eiga mörg hver erfitt með að þekkja andlit, halda augnsambandi og skilja látbragð eru þau jafnframt oft ranglega talin vera einhverf. Margvíslegar birtingarmyndir hennar auka svo flækjustig við greiningu enn frekar og greining fæst því oft seint. Dagbjört Andrésdóttir fæddist með heilatengda sjónskerðingu og er sjón hennar í dag metin um 4%. Hún fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Af tilefni Alþjóðlegu heilavikunnar (e. International Brain Awareness Week) sem í ár er haldin dagana 10.-16. mars, mun Dagbjört fræða gesti í Háskólanum í Reykjavík stuttlega um heilatengda sjónskerðingu. Í kjölfarið verður sýnd heimildamynd um líf hennar, Acting Normal with CVI, eftir Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Elínu Sigurðardóttur. Viðburðurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. mars klukkan 16:15-17:45, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Heimildir: Dutton, G.N. & Bax, M. (2010). Visual impairment in children due to damage to the brain. Clinics in Developmental Medicine No 186. MacKeith Press, London. Fazzi E., Signorini S.G., Bova, S.M., La Piana, R., Ondei, P., Bertone, C., Misefari, W., Bianchi, P.E., (2007). Spectrum of visual disorders in children with cerebral visual impairment. Journal of Child Neurology, 22, 294-301 Good, W. V., Jan, J. E., DeSa, L., Barkovich, A. J., & Groenveld, M. (1994). Cortical visual impairment in children. Survey of ophthalmology, 38(4), 351-364. Hoyt, C. S. (2003). Visual function in the brain-damaged child. Eye, 17(3), 369-384.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar