Formúla 1

Cadillac verður með lið í for­múlu 1

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cadillac hefur tekið þátt í öðrum akstursíþróttakeppnum eins og þeirri á Daytona International Speedway.
Cadillac hefur tekið þátt í öðrum akstursíþróttakeppnum eins og þeirri á Daytona International Speedway. Getty/ James Gilbert

Formúla 1 hefur staðfest að Cadillac verði ellefta liðið í heimsmeistarakeppni formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu.

Bandaríski bílaframleiðandinn hefur unnið að því undanfarin misseri að komast að í formúlu 1 og nú er það orðið að veruleika.

Formúla 1 hefur verið að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum og nýtt bandarísk lið kemur því sterkt inn þegar kemur að því að reyna að auka þær enn frekar.

Það var vitað að þetta var mjög líklegt eftir að formúla 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, náðu samkomulagi í fyrr.

Cadillac mun fá vél frá Ferrari til að byrja með en General Motors, framleiðslufyrirtæki Cadillac bílanna, setur síðan stefnuna á það að framleiða eigin vélar fyrir lok áratugarins.

Cadillac hefur heimsstöðvar sínar til að byrja með nálægt Silverstone brautinni í Englandi en ætlar sér að byggja upp aðstöðu í Charlotte í Norður Karólínufylki.

Cadillac á eftir að tilkynna hvaða ökumenn munu keyra bílana en það verður örugglega pressa á það að einn þeirra verði Bandaríkjamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×