Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar 8. mars 2025 14:30 Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? Þeir eru karlar á áttræðisaldri, einvaldar á heimavelli, ágirnast nágrannalönd og eru pólitískir ofbeldismenn. Putin og Jinping náðu alræðisvöldum um sama leyti, á árunum 2012-13, og á hvorugum þeirra er fararsnið. Og þótt Trump hafi komist til valda nokkrum árum síðar, virðist hann ætla að bæta það upp með enn einbeittari brotavilja. Ný heimsmynd Bandaríkin hafa haft bæði vilja og getu til að hafa forgöngu um reglur og stofnanir sem hafa mótað alþjóðasamskipti allt frá lokum seinni heimstyrjaldar, Og þótt á ýmsu hafi gengið þessi 80 ár, og ekki allt með friðsemd, hafa bandamenn þeirra getað reitt sig á stuðning þegar á hólminn var komið. En í hvaða liði ætlar Trump nú að spila? Nýlega var viðtal við Sir Alex Younger, fyrrverandi forstjóra bresku leyniþjónustunnar (MI6) á sjónvarpsttöðinni BBC. Hann taldi að við værum að stíga inn í nýtt tímabil þar sem framvinda heimssögunnar muni ekki ráðast af fjölþjóðareglum og -samkomum, heldur ráðabruggi fárra, sterkra leiðtoga. Bandaríkin hafi hvorki vilja né getu til að ráða ferðinni eins og áður. Margt er líkt með skyldum Þremenningarnir, Putin, Jinping og Trump, höfða allir til sögunnar, fornrar frægðar þjóða sinna og heita því að gera þær voldugar aftur, „great again“. Á leið sinni fram á við horfa þeir í baksýnisspegilinn. Rússneski draumurinn er gamla Sovétveldið. Í kínverska draumnum lifnar tími keisaraættanna, glæstur en týndur og þarf að finnast aftur. Og ameríski draumurinn er um almætti fyrstu áratuga eftirstríðsáranna. Putin telur sig hafa hefðarrétt á gömlum þjóðlendum Stóra Rússlands. Hann er í stríði í Úkraínu, í Hvíta Rússlandi ríkir leppur hans, Alexander Lukashenko og í Moldovu og Georgíu gegnsýra áróðursmenn hans alla umræðu. Jinping ógnar Taíwan daglega með herjum sínum og og segir innlimun eyjarinnar í Kína óumflýjanlega. Hann á í harðvítugum deilum við Filippseyinga um yfirráð á Suður-Kínahafi og hefur beitt hervaldi í þeim átökum. Og þótt sambúð hans við Víetnam á hafsvæðinu sé friðsamleg á yfirborðinu, er ljóst hver ræður ferðinni. Trump hefur blygðunarlaust lýst því yfir að hann telji Grænland og Panamaskurðinn á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hann beitir efnahagslegu ofbeldi gegn nágrönnum sínum í Mexikó sem og Kanada, sem hann telur að ætti betur heima sem fylki hjá sér og kallar forsætisráðherrann, Justin Trudeau, iðulega fylkisstjóra.. Með framferði sínu hefur Trump stimplað kröfur Putins og Jinpings eðlilegar og lögmætar. Í hinni nýju heimsmynd þeirra kumpána munu reglur ekki ráða ferð, heldur aflsmunur. Nú er komið að Evrópu að standa sig Trump hefur tekist á tveimur vikum það sem Rússum tókst ekki á 75 árum; að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Hann svipti það trúverðugleikanum. Hver treystir varnarbandalagi, sem fellst á rök innrásarliðsins? Hver treystir slökkviliði, sem stýrt er af brennuvargi? Atlantshafsbandalagið er búið að vera, enda verður sjálft hafið ekki til eftir að Trump breytir nafninu og og kennir það við Ameríku, eins og hann gerði við Mexikóflóann. Evrópa mun ekki passa í hina nýju heimsmynd karlanna Trumps, Putins og Jinpings. Henni verður ekki stýrt af einum þorpara á pólitískum sterum. Þjóðir hennar búa yfir biturri reynslu slíkra stjórnarhátta og hafa fundið leiðir til friðsamlegra lausna ágreiningsmála sinna. Og nú er hún að sameinast um myndarlegt átak til að bera loks ábyrgð á eigin vörnum, undir forystu konu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og var yfirmaður skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? Þeir eru karlar á áttræðisaldri, einvaldar á heimavelli, ágirnast nágrannalönd og eru pólitískir ofbeldismenn. Putin og Jinping náðu alræðisvöldum um sama leyti, á árunum 2012-13, og á hvorugum þeirra er fararsnið. Og þótt Trump hafi komist til valda nokkrum árum síðar, virðist hann ætla að bæta það upp með enn einbeittari brotavilja. Ný heimsmynd Bandaríkin hafa haft bæði vilja og getu til að hafa forgöngu um reglur og stofnanir sem hafa mótað alþjóðasamskipti allt frá lokum seinni heimstyrjaldar, Og þótt á ýmsu hafi gengið þessi 80 ár, og ekki allt með friðsemd, hafa bandamenn þeirra getað reitt sig á stuðning þegar á hólminn var komið. En í hvaða liði ætlar Trump nú að spila? Nýlega var viðtal við Sir Alex Younger, fyrrverandi forstjóra bresku leyniþjónustunnar (MI6) á sjónvarpsttöðinni BBC. Hann taldi að við værum að stíga inn í nýtt tímabil þar sem framvinda heimssögunnar muni ekki ráðast af fjölþjóðareglum og -samkomum, heldur ráðabruggi fárra, sterkra leiðtoga. Bandaríkin hafi hvorki vilja né getu til að ráða ferðinni eins og áður. Margt er líkt með skyldum Þremenningarnir, Putin, Jinping og Trump, höfða allir til sögunnar, fornrar frægðar þjóða sinna og heita því að gera þær voldugar aftur, „great again“. Á leið sinni fram á við horfa þeir í baksýnisspegilinn. Rússneski draumurinn er gamla Sovétveldið. Í kínverska draumnum lifnar tími keisaraættanna, glæstur en týndur og þarf að finnast aftur. Og ameríski draumurinn er um almætti fyrstu áratuga eftirstríðsáranna. Putin telur sig hafa hefðarrétt á gömlum þjóðlendum Stóra Rússlands. Hann er í stríði í Úkraínu, í Hvíta Rússlandi ríkir leppur hans, Alexander Lukashenko og í Moldovu og Georgíu gegnsýra áróðursmenn hans alla umræðu. Jinping ógnar Taíwan daglega með herjum sínum og og segir innlimun eyjarinnar í Kína óumflýjanlega. Hann á í harðvítugum deilum við Filippseyinga um yfirráð á Suður-Kínahafi og hefur beitt hervaldi í þeim átökum. Og þótt sambúð hans við Víetnam á hafsvæðinu sé friðsamleg á yfirborðinu, er ljóst hver ræður ferðinni. Trump hefur blygðunarlaust lýst því yfir að hann telji Grænland og Panamaskurðinn á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hann beitir efnahagslegu ofbeldi gegn nágrönnum sínum í Mexikó sem og Kanada, sem hann telur að ætti betur heima sem fylki hjá sér og kallar forsætisráðherrann, Justin Trudeau, iðulega fylkisstjóra.. Með framferði sínu hefur Trump stimplað kröfur Putins og Jinpings eðlilegar og lögmætar. Í hinni nýju heimsmynd þeirra kumpána munu reglur ekki ráða ferð, heldur aflsmunur. Nú er komið að Evrópu að standa sig Trump hefur tekist á tveimur vikum það sem Rússum tókst ekki á 75 árum; að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Hann svipti það trúverðugleikanum. Hver treystir varnarbandalagi, sem fellst á rök innrásarliðsins? Hver treystir slökkviliði, sem stýrt er af brennuvargi? Atlantshafsbandalagið er búið að vera, enda verður sjálft hafið ekki til eftir að Trump breytir nafninu og og kennir það við Ameríku, eins og hann gerði við Mexikóflóann. Evrópa mun ekki passa í hina nýju heimsmynd karlanna Trumps, Putins og Jinpings. Henni verður ekki stýrt af einum þorpara á pólitískum sterum. Þjóðir hennar búa yfir biturri reynslu slíkra stjórnarhátta og hafa fundið leiðir til friðsamlegra lausna ágreiningsmála sinna. Og nú er hún að sameinast um myndarlegt átak til að bera loks ábyrgð á eigin vörnum, undir forystu konu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og var yfirmaður skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun