Handbolti

Valur tíma­bundið á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Val eru komnir á topp deildarinnar.
Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Val eru komnir á topp deildarinnar. vísir/Anton

Valsmenn eru komnir á topp Olís-deildar karla í handbolta eftir sigur á Gróttu. Það var svo engin bikarþynnka í Fram sem lagði HK.

Á Hlíðarenda vann Valur góðan þriggja marka sigur, lokatölur 29-26. Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur í liði Vals með átta mörk. Þar á eftir kom Allan Norðberg með sex mörk. Í markinu varði Björgvin Páll Gústavsson 11 skot.

Jón Ómar Gíslason var markahæstur í liði Gróttu með 10 mörk. Þá varði Magnús Gunnar Karlsson 10 skot í markinu.

Valur er nú með 30 stig að loknum 20 leikjum. FH er með stigi minna í 2. sæti ásamt því að Hafnfirðingar eiga leik til góða.

Í Kópavogi var Fram í heimsókn hjá HK. Fór það svo að gestirnir unnu fimm marka sigur, lokatölur 33-38.

Kári Tómas Hauksson, Sigurður Jefferson Guarino og Hjörtur Ingi Halldórsson voru markahæstir með sex mörk hver í liði HK. Í markinu vörðu Róbert Örn Karlsson og Jovan Kukubot samtals 14 skot.

Í liði Fram voru Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Ívar Logi Styrmisson markahæstir með átta mörk hver. Reynir Þór Stefánsson kom þar á eftir með sjö mörk. Í markinu vörðu Arnór Máni Daðason og Breki Hrafn Árnason samtals 19 skot.

Fram er í 3. sæti með 29 stig á meðan HK er með 16 stig í 8. sæti.


Tengdar fréttir

Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum

ÍR missti sigurinn úr höndunum á lokamínútu leiksins við ÍBV í Eyjum í dag, í Olís-deild karla í handbolta, er liðin gerðu 33-33 jafntefli. Haukar unnu risasigur gegn botnliði Fjölnis, 37-18, í Grafarvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×