Erlent

Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lögregluyfirvöld höfðu varað við manninum deginum áður, en hann var ferðalangur frá Indiana-ríki.
Lögregluyfirvöld höfðu varað við manninum deginum áður, en hann var ferðalangur frá Indiana-ríki. Getty

Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna skaut vopnaðan mann fyrir utan Hvíta húsið í morgun. Lögregluyfirvöld höfðu varað við því að hætta stafaði af manninum, sem var ferðalangur frá Indiana-ríki.

Í frétt ABC segir að lífvarðarsveitin hafi fundið bíl mannsins á bílastæði rétt hjá Eisenhower skrifstofubyggingunni, sem er næsta bygging við Hvíta húsið.

„Þeir sáu þá fótgangandi mann sem rímaði við lýsingar á þeim sem hafði verið varað við,“ segir í tilkynningu.

Þá hafi maðurinn mundað skotvopn þegar lífverðir nálguðust hann, og átök brotist út í kjölfarið. Hann hafi verið skotinn af lífvarðarsveitinni og farið hafi verið með hann á spítala.

Enginn meðlimur lífvarðasveitarinnar særðist í átökunum.

Ástand mannsins er óþekkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×