Skoðun

Kjara­mál eru annað tungu­mál Þor­steins Skúla

Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Síðustu vikur hef ég fylgt Þorsteini Skúla í ótal vinnustaðaheimsóknir og fylgst með honum tala við félagsmenn VR. Að horfa á hann tala með slíkri sannfæringu, ástríðu og skýrleika var hreint út sagt stórkostlegt. Það var eins og hann hefði gert þetta alla ævi. Kjaramál eru augljóslega annað móðurtungumál hans. Þorsteinn Skúli var ekki bara að tala – hann var að tengjast, hlusta og sýna fólki djúpan skilning á því sem þarf að gera fyrir félagsmenn VR

Þorsteinn Skúli væri ekki bara frábær formaður, heldur einnig er hann einn hjálpsamasti maður sem ég þekki. Það skiptir engu máli hvaða verkefni er um að ræða, hann er alltaf tilbúinn að hjálpa. Þarftu að flytja sófa? Þorsteinn mætir. Þarftu ráðleggingar um stéttarfélagsmál? Hann hefur svörin og ef reynsla skiptir máli, þá hefur Þorsteinn hana í massavís. Hann starfaði hjá VR í 14 ár og þekkir félagið eins og handarbakið á sér. Hann veit hvaða áskoranir eru fram undan, hvaða tækifæri eru til staðar og hvað þarf til að gera VR enn sterkara fyrir félagsmenn sína

Þorsteinn Skúli er ekki bara annar frambjóðandi – hann er formaðurinn sem VR þarf. Hann hefur reynsluna og eljuna. Hann hefur hæfileika til að tala, hvetja og grípa til aðgerða sem munu styrkja VR og tryggja að rödd félagsmanna heyrist hátt og skýrt

Það er þess vegna sem ég styð mág minn hann Þorsteinn Skúla í framboði hans til formanns VR. Þorsteinn er heiðarlegur, harðduglegur og sjálfum sér trúr. Hann er einstaklingur sem setur hagsmuni annarra í forgang, hann hefur skýra framtíðarsýn sem gerir hann að réttu manneskjunni til að leiða og berjast fyrir réttindum félagsmanna VR

Höfundur er félagsmaður VR til margra ára og mágkona.




Skoðun

Skoðun

Lokum.is

Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Sjá meira


×