Skarphéðinn til Sagafilm Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2025 12:56 Skarphéðinn Guðmundsson tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Kolbrún Vaka Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars. Í tilkynningu segir að Skarphéðinn hafi gegnt lykilstörfum í íslenskri menningar- og afþreyingariðnaði í áratugi. Hann starfaði sem dagskrárstjóri Sjónvarps RÚV í 12 ár og áður sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 í 6 ár. Hann var menningarblaðamaður á Morgunblaðinu og leiddi þar umfjöllun um kvikmyndir, sjónvarp, tónlist og dægurmenningu. „Ég hef í fyrri störfum mínum átt í náinni og afar gæfuríkri samvinnu við þetta elsta og afkastamesta framleiðslufyrirtæki landsins,“ er haft eftir Skarphéðni. „Spannar það samstarf hartnær tvo áratugi og nær yfir mjög fjölbreytta flóru gæðaefnis, allt frá leiknu seríunum á borð við Vaktirnar, Stelpurnar, Pressu, Ástríði og Ráðherrann, yfir í skemmtiefni á við Idol-Stjörnuleit, X-factor, Spurningabombuna, Loga í beinni og Óskalög þjóðarinnar og eins fjölbreytt heimildaefni og Out of Thin Air, Öldin hennar og Hvað höfum við gert? Í þeim störfum hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með mjög svo spennandi þróun og breytingum á áherslum Sagafilm, frá því að vera öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins - allt í senn á sviðið sjónvarps-, kvikmynda- heimildamynda- og auglýsingaframleiðslu, viðburðarstjórnun og þjónustu við erlendi kvikmyndaframleiðslu - yfir í að gerast þar á ofan afar framsækið og nafntogað alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki sem leiðir og tekur virkan þátt í framleiðslu á spennandi sjónvarpsseríum og kvikmyndum á Norðurlöndum, í Evrópu og vonandi víðar á komandi misserum. Eftir að hafa um árabil tekið virkan og beinan þátt í íslenskri dagskrár- og kvikmyndagerð þá hefur það heillað mig sífellt meira að koma enn frekar að framleiðslunni. Því stökk ég á tækifærið þegar mér bauðst að leggja þessari framsókn Sagafilm lið í samráði við stórhuga nýja eigendur hjá Skybound Entertainment sem hafa tileinkað sér nýja og afar spennandi nálgun á þróun, framleiðslu, sölu og dreifingu á sterkum sögum og afþreyingarefni þvert á form og miðla með ansi hreint eftirtektarverðum árangri svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Ég er afar spenntur fyrir því að að fá að leggja slíku frumkvöðlastarfi og nýsköpun lið. Um leið hlakka ég mikið til að vinna með öflugu og fádæma reynsluríku teymi Sagafilm lið við að styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar hér heima með vali, þróun og framleiðslu á sterkum, vönduðum og fjölbreyttum innlendum verkefnum og tækifærum sem hafa alla burði til að ná jafnt til íslenskra áhorfenda sem alþjóðlegra,“ segir Skarphéðinn. Ánægjulegt að fá Skarphéðinn til liðs við félagið Kjartan Þór Þórðarson framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic í Svíþjóð, segir það afar ánægjulegt að fá Skarphéðinn til liðs við Sagafilm . „Sú áratuga reynsla sem Skarphéðinn hefur í kvikmynda og sjónvarpsiðnaðinum mun nýtast okkur vel í áframhaldandi þróun félgasins bæði innanlands sem og erlendis,“ segir Kjartan Þór. Vistaskipti Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Útvarpsstjóri segir til standa að auglýsa á næstunni starf dagskrárstjóra Ríkisútvarps sjónvarps eftir að Skarphéðinn Guðmundsson lét af störfum um áramótin. 7. febrúar 2025 13:13 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Í tilkynningu segir að Skarphéðinn hafi gegnt lykilstörfum í íslenskri menningar- og afþreyingariðnaði í áratugi. Hann starfaði sem dagskrárstjóri Sjónvarps RÚV í 12 ár og áður sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 í 6 ár. Hann var menningarblaðamaður á Morgunblaðinu og leiddi þar umfjöllun um kvikmyndir, sjónvarp, tónlist og dægurmenningu. „Ég hef í fyrri störfum mínum átt í náinni og afar gæfuríkri samvinnu við þetta elsta og afkastamesta framleiðslufyrirtæki landsins,“ er haft eftir Skarphéðni. „Spannar það samstarf hartnær tvo áratugi og nær yfir mjög fjölbreytta flóru gæðaefnis, allt frá leiknu seríunum á borð við Vaktirnar, Stelpurnar, Pressu, Ástríði og Ráðherrann, yfir í skemmtiefni á við Idol-Stjörnuleit, X-factor, Spurningabombuna, Loga í beinni og Óskalög þjóðarinnar og eins fjölbreytt heimildaefni og Out of Thin Air, Öldin hennar og Hvað höfum við gert? Í þeim störfum hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með mjög svo spennandi þróun og breytingum á áherslum Sagafilm, frá því að vera öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins - allt í senn á sviðið sjónvarps-, kvikmynda- heimildamynda- og auglýsingaframleiðslu, viðburðarstjórnun og þjónustu við erlendi kvikmyndaframleiðslu - yfir í að gerast þar á ofan afar framsækið og nafntogað alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki sem leiðir og tekur virkan þátt í framleiðslu á spennandi sjónvarpsseríum og kvikmyndum á Norðurlöndum, í Evrópu og vonandi víðar á komandi misserum. Eftir að hafa um árabil tekið virkan og beinan þátt í íslenskri dagskrár- og kvikmyndagerð þá hefur það heillað mig sífellt meira að koma enn frekar að framleiðslunni. Því stökk ég á tækifærið þegar mér bauðst að leggja þessari framsókn Sagafilm lið í samráði við stórhuga nýja eigendur hjá Skybound Entertainment sem hafa tileinkað sér nýja og afar spennandi nálgun á þróun, framleiðslu, sölu og dreifingu á sterkum sögum og afþreyingarefni þvert á form og miðla með ansi hreint eftirtektarverðum árangri svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Ég er afar spenntur fyrir því að að fá að leggja slíku frumkvöðlastarfi og nýsköpun lið. Um leið hlakka ég mikið til að vinna með öflugu og fádæma reynsluríku teymi Sagafilm lið við að styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar hér heima með vali, þróun og framleiðslu á sterkum, vönduðum og fjölbreyttum innlendum verkefnum og tækifærum sem hafa alla burði til að ná jafnt til íslenskra áhorfenda sem alþjóðlegra,“ segir Skarphéðinn. Ánægjulegt að fá Skarphéðinn til liðs við félagið Kjartan Þór Þórðarson framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic í Svíþjóð, segir það afar ánægjulegt að fá Skarphéðinn til liðs við Sagafilm . „Sú áratuga reynsla sem Skarphéðinn hefur í kvikmynda og sjónvarpsiðnaðinum mun nýtast okkur vel í áframhaldandi þróun félgasins bæði innanlands sem og erlendis,“ segir Kjartan Þór.
Vistaskipti Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Útvarpsstjóri segir til standa að auglýsa á næstunni starf dagskrárstjóra Ríkisútvarps sjónvarps eftir að Skarphéðinn Guðmundsson lét af störfum um áramótin. 7. febrúar 2025 13:13 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Útvarpsstjóri segir til standa að auglýsa á næstunni starf dagskrárstjóra Ríkisútvarps sjónvarps eftir að Skarphéðinn Guðmundsson lét af störfum um áramótin. 7. febrúar 2025 13:13