Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 12. mars 2025 08:30 Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk. Vísindi á óvissutímum Framtíðaráskoranir snúast að miklu leyti um sjálfbærni. Sjaldgæfir málmar, nauðsynlegir fyrir orkuskiptin, knýja yfirstandandi baráttu stórveldanna um landvinninga. Einnig eru yfirstandandi menningarátök, þar sem ekki er aðeins vegið að frjálslyndum lífsgildum sem ríkt hafa á Vesturlöndum undanfarna áratugi heldur er vegið að vísindalegri starfsemi og þekkingu. Það birtist ekki aðeins í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum og ávinningi bólusetninga heldur í vísindaafneitun almennt. Meira að segja Bandaríkin - sem hingað til hafa verið leiðandi í vísindum og nýsköpun - eru nú kerfisbundið að loka rannsóknarstofnunum. Í slíku ástandi eykst upplýsingaóreiða og æ erfiðara verður að greina hvað er satt og hvað er logið. Því hefur þjálfun í gagnrýnni hugsun og vísindagreiningu aldrei verið mikilvægari – og háskólar aldrei þýðingarmeiri! Þess vegna er mikilvægt að tilvonandi rektor Háskóla Íslands, flaggskips þekkingar á Íslandi, sé með djúpan skilning á alþjóðaværingum. Sjálfbærni í menntun og rannsóknum Háskólar gegna lykilhlutverki í því að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar eru stundaðar rannsóknir á rótum loftslagsvandans og lausnum til takast á við hann. Háskólar geta stutt betur við bakið á á þeim sem vinna rannsóknir á þessu aðkallandi sviði án þess þó að hefta akademískt frelsi rannsakenda. Ég tel mikilvægt að móta langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þannig tryggja að við sem samfélag höfum nauðsynlega þekkingu til þess að bregðast við framtíðaráskorunum. Skapa þarf víðtæka samstöðu um mikilvægi málaflokksins og virkja allar deildir til þátttöku í breytingum í þágu sjálfbærni. Til þess þarf háskólinn að auðvelda fræðasviðum og deildum háskólans að taka þátt í þverfræðilegu námi í sjálfbærnimálum og styðja við rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Einnig getur háskólinn með rektor í fararbroddi, með auknum fjárframlögum og stuðningi, eflt starfsemi eininga innan Háskóla Íslands, sem nú þegar vinnur gríðarmikilvægt starf með sjálfbærni að leiðarljósi. Háskóli Íslands getur liðkað fyrir samvinnu sérfræðinga skólans og stjórnvalda, til dæmis með tilfærslum í matskerfi opinberra háskóla. Þannig getur sú mikla þekking sem til er innan HÍ nýst stjórnvöldum við að þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir hjá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og aðilum vinnumarkaðarins. Háskóli Íslands sem drifkraftur breytinga Rektor þarf að vera öflugur talsmaður sjálfbærni- og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Þá verður næsti rektor Háskóla Íslands að standa þétt við bakið á sínu starfsfólki sem verður fyrir aðkasti þeirra þjóðfélagshópa sem afneita staðreyndum og þarf þess vegna að geta átt markvisst samtal við almenning um hvers vegna afneitun vísinda og þekkingar er hættuleg og hve mikilvæg vísindi eru til þess að auka nýsköpun, tækniþróun og auka velferð samfélaga. Ég býð mig fram til þess að vera sá rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Loftslagsmál Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk. Vísindi á óvissutímum Framtíðaráskoranir snúast að miklu leyti um sjálfbærni. Sjaldgæfir málmar, nauðsynlegir fyrir orkuskiptin, knýja yfirstandandi baráttu stórveldanna um landvinninga. Einnig eru yfirstandandi menningarátök, þar sem ekki er aðeins vegið að frjálslyndum lífsgildum sem ríkt hafa á Vesturlöndum undanfarna áratugi heldur er vegið að vísindalegri starfsemi og þekkingu. Það birtist ekki aðeins í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum og ávinningi bólusetninga heldur í vísindaafneitun almennt. Meira að segja Bandaríkin - sem hingað til hafa verið leiðandi í vísindum og nýsköpun - eru nú kerfisbundið að loka rannsóknarstofnunum. Í slíku ástandi eykst upplýsingaóreiða og æ erfiðara verður að greina hvað er satt og hvað er logið. Því hefur þjálfun í gagnrýnni hugsun og vísindagreiningu aldrei verið mikilvægari – og háskólar aldrei þýðingarmeiri! Þess vegna er mikilvægt að tilvonandi rektor Háskóla Íslands, flaggskips þekkingar á Íslandi, sé með djúpan skilning á alþjóðaværingum. Sjálfbærni í menntun og rannsóknum Háskólar gegna lykilhlutverki í því að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar eru stundaðar rannsóknir á rótum loftslagsvandans og lausnum til takast á við hann. Háskólar geta stutt betur við bakið á á þeim sem vinna rannsóknir á þessu aðkallandi sviði án þess þó að hefta akademískt frelsi rannsakenda. Ég tel mikilvægt að móta langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þannig tryggja að við sem samfélag höfum nauðsynlega þekkingu til þess að bregðast við framtíðaráskorunum. Skapa þarf víðtæka samstöðu um mikilvægi málaflokksins og virkja allar deildir til þátttöku í breytingum í þágu sjálfbærni. Til þess þarf háskólinn að auðvelda fræðasviðum og deildum háskólans að taka þátt í þverfræðilegu námi í sjálfbærnimálum og styðja við rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Einnig getur háskólinn með rektor í fararbroddi, með auknum fjárframlögum og stuðningi, eflt starfsemi eininga innan Háskóla Íslands, sem nú þegar vinnur gríðarmikilvægt starf með sjálfbærni að leiðarljósi. Háskóli Íslands getur liðkað fyrir samvinnu sérfræðinga skólans og stjórnvalda, til dæmis með tilfærslum í matskerfi opinberra háskóla. Þannig getur sú mikla þekking sem til er innan HÍ nýst stjórnvöldum við að þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir hjá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og aðilum vinnumarkaðarins. Háskóli Íslands sem drifkraftur breytinga Rektor þarf að vera öflugur talsmaður sjálfbærni- og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Þá verður næsti rektor Háskóla Íslands að standa þétt við bakið á sínu starfsfólki sem verður fyrir aðkasti þeirra þjóðfélagshópa sem afneita staðreyndum og þarf þess vegna að geta átt markvisst samtal við almenning um hvers vegna afneitun vísinda og þekkingar er hættuleg og hve mikilvæg vísindi eru til þess að auka nýsköpun, tækniþróun og auka velferð samfélaga. Ég býð mig fram til þess að vera sá rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun