Á vef Veðurstofunnar segir að áfram haldist þó bjart suðaustan og austanlands og allvíða norðantil.
„Þokkalegar hitatölur miðað við árstíð, hita 3 til 10 stig að deginum, en víða vægt næturfrost, einkum þar sem vindur er hægur og bjart yfir.
Reikna má með minniháttar éljagangi um tíma á morgun, en bæði verður hægur vindur og er útlit fyrir að þetta séu efnislítil él.
Síðan er búist er við sunnan- og suðvestanátt með rigningu eða súld sunnan- og vestanlands um helgina og mildu veðri um mest allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðvestan 8-13 m/s við suðurströndina, en annars hæg breytileg átt. Dálítil él á Norðaustantil fram eftir degi, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 5 stig, hlýjast syðst, en allavíða vægt frost inn til landsins.
Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og sums staðar dálítil væta um landið vestanvert, en skýjað og þurrt austanlands. Hiti 2 til 6 stig á láglendi.
Á laugardag, sunnudag og mánudag: Suðlæg átt 8-15 m/s og dálítil rigning eða súld, en hægari og bjart með köflum norðan- og austanlands. Milt veður.
Á þriðjudag: Útlit fyrir hægari austlæga átt en annars svipað veður.