Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. mars 2025 12:33 Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda. Við vorum nokkrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem kvöddum okkur hljóðs og lýstum yfir stuðningi okkar við málaflokkinn og ánægju með aðkomu ríkisvaldsins að honum. Enda þótt ekki sé um stóran hóp barna að ræða sem glímir við fjölþættan vanda, þarfnast hann víðtækra úrræða bæði til lengri og skemmri tíma. Það hefur reynst sveitarfélögum erfitt að þjóna þessum hópi svo vel sé. Mörg barnanna þarfnast þriðja stigs þjónustu. Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Barn með fjölþættan vanda kann að hafa þörf fyrir viðamikið úrræði s.s. vistun utan heimilis tímabundið og því flókið fyrir sveitarfélög að setja á fót úrræði fyrir svo umfangsmikla þjónustu tímabundið og hvað þá að halda úti slíku úrræði í lengri tíma. Það er ákveðinn hluti foreldra sem getur ekki verið með börn sín heima sem glíma við svo flókinn vanda þrátt fyrir ríkan vilja. Vísað er í tiltölulega nýlega í skýrslu stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Í henni eru að finna tillögur um úrræðin, fyrirkomulag þjónustunnar og tillögur um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Í dag er til talsvert af skammtímaúrræðum sem börn með fjölþættan vanda hafa farið í gegnum en þar sem vandinn er viðvarandi er kannski viðbúið að slík skammtímaúrræði skili ekki tilætluðum árangri. Því ber að fagna að ríkisstjórnin undirbúi nú breytingar og aðgerðir í þessum málum. Þegar ábyrgð og framkvæmd þjónustunnar verður kominn á einn aðila aukast möguleikarnir á að ná fram skynsamlegri nýtingu á störfum sérfræðinga og fjármuna fyrir svo viðkvæman hóp barna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Börn og uppeldi Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda. Við vorum nokkrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem kvöddum okkur hljóðs og lýstum yfir stuðningi okkar við málaflokkinn og ánægju með aðkomu ríkisvaldsins að honum. Enda þótt ekki sé um stóran hóp barna að ræða sem glímir við fjölþættan vanda, þarfnast hann víðtækra úrræða bæði til lengri og skemmri tíma. Það hefur reynst sveitarfélögum erfitt að þjóna þessum hópi svo vel sé. Mörg barnanna þarfnast þriðja stigs þjónustu. Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Barn með fjölþættan vanda kann að hafa þörf fyrir viðamikið úrræði s.s. vistun utan heimilis tímabundið og því flókið fyrir sveitarfélög að setja á fót úrræði fyrir svo umfangsmikla þjónustu tímabundið og hvað þá að halda úti slíku úrræði í lengri tíma. Það er ákveðinn hluti foreldra sem getur ekki verið með börn sín heima sem glíma við svo flókinn vanda þrátt fyrir ríkan vilja. Vísað er í tiltölulega nýlega í skýrslu stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Í henni eru að finna tillögur um úrræðin, fyrirkomulag þjónustunnar og tillögur um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Í dag er til talsvert af skammtímaúrræðum sem börn með fjölþættan vanda hafa farið í gegnum en þar sem vandinn er viðvarandi er kannski viðbúið að slík skammtímaúrræði skili ekki tilætluðum árangri. Því ber að fagna að ríkisstjórnin undirbúi nú breytingar og aðgerðir í þessum málum. Þegar ábyrgð og framkvæmd þjónustunnar verður kominn á einn aðila aukast möguleikarnir á að ná fram skynsamlegri nýtingu á störfum sérfræðinga og fjármuna fyrir svo viðkvæman hóp barna. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar