Vitskert veröld Einar Helgason skrifar 13. mars 2025 16:00 Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir á gamals aldri að horfa upp á svona klikkaða veröld eins og hún virðist vera orðin. Það er ekki nóg með að heimurinn þurfi að glíma við geðsjúkling austur í Rússlandi með einhverjar brjálæðislegar hugmyndir um að hann geti bara tekið heilu löndin ef heimurinn er ekki eins og hann vill hafa hann. Heldur kviknar á öðrum klikkhaus vestur í Ameríku sem milljónir kjósa yfir sig og virðist hafa vald til að umturna heiminum eins og honum sýnist. Og ekki nóg með að vera furðu lostin yfir þessum bjánum sem dettur í hug að kjósa þetta yfir sig heldur virðist svo vera að það séu einstaklingar hérna heima á Íslandi sem halda ekki vatni að aðdáun á þessu fyrirbæri. Jafnvel fólk sem er svo nálægt manni að maður þekkir það persónulega og auglýsir heimsku sýna með því að flagga höfuðfati sem tákni um fylgispekt sína við þetta viðrini. Ég hélt í minni einfeldni að vitsmunastig fólks væri þroskaðra heldur en þetta. Meðal framármanna hérna heima á Íslandi virðist klikkunin vera síst minni þótt kannski á öðru sviði sé. Hér horfir maður upp á hvern toppinn á fætur öðrum í samfélaginu velta sér upp úr milljóna vinnulaunum, eða biðlaunum, eða starfslokasamningum eða hvern fjandinn þetta heitir allt saman. Reglur sem þessir sömu toppar hafa leitt í lög með taumlausri græðgi að leiðarljósi. Svo horfir maður upp á ef einhver vinstri gæðingurinn fær einhverjar milljónagreiðslur þá verður hægra liðið yfirmáta hneykslað á þessari svívirðu. Sama fólkið sem hefur leitt þetta í lög sem spilað er eftir og veltir sér svo sjálft upp úr milljónagreiðslum. Eða finnst fólki það ekkert skrítið að dagblað eins og Morgunblaðið skuli velta sér upp úr hneykslan yfir því að Inga Sæland eða Ragnar Ingólfsson fái himinháar greiðslur úr ríkissjóði. Áróðurssnepill sem haldið er gangandi af örfáum fjölskyldum sem hafa fengið upp í hendurnar dýrmætustu auðlindir þessa lands og geta braskað með þær eins og þeim sýnist. Auk þess sem handhafar þessara auðlindar geta arfleitt afkomendur sína af þessari auðlind sem á að heita eign þjóðarinnar. Svo vita auðvita allir að sá stjórnmálaflokkur sem hefur verið ríkjandi á Íslandi í tæplega hundrað ár hefur átt stærstan hlut í að skapa þetta þjóðfélag sem við lifum í. Fyrir einhverjum dögum heyrði ég viðtal við hinn nýkjörna formann Sjálfstæðisflokksins Guðrúnu Hafsteinsdóttir. Þar lét hún í ljós þá visku sína að Ísland væri svo moldríkt samfélag að hér hefðu allir það svo glimrandi gott. Mér datt í hug þar sem ég sat og hlustaði á þetta hvort þessi kona hefði átt við þann vanda að glíma að undanförnu að vera í vandræðum með að endurnýja þvottavélina eða að kaupa ný dekk undir heimilisbílinn. En líklegast hefur hún ekki það mikið ímyndunarafl að henni detti þvílík farstæða í hug í jöfnunarsamfélaginu á Íslandi. Annar náungi af sama sauðarhúsi og Guðrún skrifar grein á þessum vettvangi fyrir skömmu, en hann heitir Jón Pétur Zimsen og liggur ekki á skoðunum sínum um sæluríkið Ísland. Og þar er ekki spöruð stóru lýsingarorðin. Hann jafnvel talar um ofgnótt hér á landi og hérna drjúpi smjör af hverju strái. Síðan talar hann hreina loftið og auðvita hreina vatnið bæði heitt og kalt ásamt raforkunni og sjávarauðlindinni. Af orðum hans má ráða að ríkidæmi Íslendinga sé svo stórkostlegt að við hefðum ekki gott af því aukning verði þar á. Auðvita hrekkur maður ekkert við að heyra svona málflutning frá fólki úr þessari áttinni og ekki í fyrsta skipti. En verst þykir mér þó að verða vitni af því þegar fólk sem búið er að vera í stjórnarandstöðu og hefur talað með grátstafinn í kverkunnum um kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu falla inn í sama milljónakúltúrinn og steinhalda kjafti eftir það. Kannski er það of snemmt að dæma þessa nýbyrjuðu stjórn svona hart en því miður hef ég oft orðið vitni af slíku áður í Íslensku samfélagi. Höfundur er eldri borgari sem dirfðist að vinna fyrir nokkrum krónum á síðasta ári og er þess vegna skertur nú um hver mánaðarmót á þessu nýbyrjaða ári. En launin eru þrjú hundruð og tíu þús. á mán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir á gamals aldri að horfa upp á svona klikkaða veröld eins og hún virðist vera orðin. Það er ekki nóg með að heimurinn þurfi að glíma við geðsjúkling austur í Rússlandi með einhverjar brjálæðislegar hugmyndir um að hann geti bara tekið heilu löndin ef heimurinn er ekki eins og hann vill hafa hann. Heldur kviknar á öðrum klikkhaus vestur í Ameríku sem milljónir kjósa yfir sig og virðist hafa vald til að umturna heiminum eins og honum sýnist. Og ekki nóg með að vera furðu lostin yfir þessum bjánum sem dettur í hug að kjósa þetta yfir sig heldur virðist svo vera að það séu einstaklingar hérna heima á Íslandi sem halda ekki vatni að aðdáun á þessu fyrirbæri. Jafnvel fólk sem er svo nálægt manni að maður þekkir það persónulega og auglýsir heimsku sýna með því að flagga höfuðfati sem tákni um fylgispekt sína við þetta viðrini. Ég hélt í minni einfeldni að vitsmunastig fólks væri þroskaðra heldur en þetta. Meðal framármanna hérna heima á Íslandi virðist klikkunin vera síst minni þótt kannski á öðru sviði sé. Hér horfir maður upp á hvern toppinn á fætur öðrum í samfélaginu velta sér upp úr milljóna vinnulaunum, eða biðlaunum, eða starfslokasamningum eða hvern fjandinn þetta heitir allt saman. Reglur sem þessir sömu toppar hafa leitt í lög með taumlausri græðgi að leiðarljósi. Svo horfir maður upp á ef einhver vinstri gæðingurinn fær einhverjar milljónagreiðslur þá verður hægra liðið yfirmáta hneykslað á þessari svívirðu. Sama fólkið sem hefur leitt þetta í lög sem spilað er eftir og veltir sér svo sjálft upp úr milljónagreiðslum. Eða finnst fólki það ekkert skrítið að dagblað eins og Morgunblaðið skuli velta sér upp úr hneykslan yfir því að Inga Sæland eða Ragnar Ingólfsson fái himinháar greiðslur úr ríkissjóði. Áróðurssnepill sem haldið er gangandi af örfáum fjölskyldum sem hafa fengið upp í hendurnar dýrmætustu auðlindir þessa lands og geta braskað með þær eins og þeim sýnist. Auk þess sem handhafar þessara auðlindar geta arfleitt afkomendur sína af þessari auðlind sem á að heita eign þjóðarinnar. Svo vita auðvita allir að sá stjórnmálaflokkur sem hefur verið ríkjandi á Íslandi í tæplega hundrað ár hefur átt stærstan hlut í að skapa þetta þjóðfélag sem við lifum í. Fyrir einhverjum dögum heyrði ég viðtal við hinn nýkjörna formann Sjálfstæðisflokksins Guðrúnu Hafsteinsdóttir. Þar lét hún í ljós þá visku sína að Ísland væri svo moldríkt samfélag að hér hefðu allir það svo glimrandi gott. Mér datt í hug þar sem ég sat og hlustaði á þetta hvort þessi kona hefði átt við þann vanda að glíma að undanförnu að vera í vandræðum með að endurnýja þvottavélina eða að kaupa ný dekk undir heimilisbílinn. En líklegast hefur hún ekki það mikið ímyndunarafl að henni detti þvílík farstæða í hug í jöfnunarsamfélaginu á Íslandi. Annar náungi af sama sauðarhúsi og Guðrún skrifar grein á þessum vettvangi fyrir skömmu, en hann heitir Jón Pétur Zimsen og liggur ekki á skoðunum sínum um sæluríkið Ísland. Og þar er ekki spöruð stóru lýsingarorðin. Hann jafnvel talar um ofgnótt hér á landi og hérna drjúpi smjör af hverju strái. Síðan talar hann hreina loftið og auðvita hreina vatnið bæði heitt og kalt ásamt raforkunni og sjávarauðlindinni. Af orðum hans má ráða að ríkidæmi Íslendinga sé svo stórkostlegt að við hefðum ekki gott af því aukning verði þar á. Auðvita hrekkur maður ekkert við að heyra svona málflutning frá fólki úr þessari áttinni og ekki í fyrsta skipti. En verst þykir mér þó að verða vitni af því þegar fólk sem búið er að vera í stjórnarandstöðu og hefur talað með grátstafinn í kverkunnum um kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu falla inn í sama milljónakúltúrinn og steinhalda kjafti eftir það. Kannski er það of snemmt að dæma þessa nýbyrjuðu stjórn svona hart en því miður hef ég oft orðið vitni af slíku áður í Íslensku samfélagi. Höfundur er eldri borgari sem dirfðist að vinna fyrir nokkrum krónum á síðasta ári og er þess vegna skertur nú um hver mánaðarmót á þessu nýbyrjaða ári. En launin eru þrjú hundruð og tíu þús. á mán.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar