Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 08:50 Vígamenn Íslamska ríkisins í Írak á árum áður. AFP/Al-Furqan Media Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu. Árásin mun hafa verið gerð þann 13. mars í samvinnu með leyniþjónustu og öryggissveitum Íraks og í samvinnu við héraðastjórn Kúrda í Írak. Í tilkynningu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu segir að eftir árásina hafi hermenn verið sendir á vettvang og þeir hafi fundið Abu Khadijah og hinn manninn klædda sprengjuvestum og með mörg vopn meðferðis. Kennsl voru borin á líkið með því að bera lífsýni saman við önnur sýni sem safnað var í áhlaupi sem leiðtoginn er sagður hafa sloppið naumlega frá. „Abu Khadijah var einn af mikilvægustu meðlimum Íslamska ríkisins á heimsvísu,“ er haft eftir herforingjanum Michael Erik Kurilla. „Við halda áfram að fella hryðjuverkamenn og brjóta áfram niður samtök þeirra sem ógna heimalandi okkar og bandamönnum.“ CENTCOM Forces Kill ISIS Chief of Global Operations Who Also Served as ISIS #2On March 13, U.S. Central Command forces, in cooperation with Iraqi Intelligence and Security Forces, conducted a precision airstrike in Al Anbar Province, Iraq, that killed the Global ISIS #2 leader,… pic.twitter.com/rWeEoUY7Lw— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði fyrstur frá dauða Abu Khadijah í gær. Hann sagði að Írakar myndu áfram sigra myrkraöfl og hryðjuverkasamtök og sagði að vígamaðurinn hefði verið einhver hættulegasti maður Íraks og heimsins. Donald Trump, forseti, tjáði sig um dauða Abu Khadijah í nótt. Hann sagði vígamanninn hafa verið eltan uppi og að endir hafi verið bundinn á „aumkunarvert“ líf hans. Trump sagði hryðjuverkaleiðtogann hafa verið felldan í gær, föstudag, en hið rétta er að árásin var gerð á fimmtudag. Tíð dauðsföll leiðtoga Frá því bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ og felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda Íslamska ríkisins, í áhlaupi í Sýrlandi árið 2019, hafa leiðtogar hryðjuverkasamtakanna ekki verið langlífir. Þeir hafa verið felldir í áhlaupum og loftárásum, hver á fætur öðrum, á undanförnum árum. Núverandi leiðtogi Íslamska ríkisins kallast Abu Hafs al-Hashimi al-Qurashi og varð hann kalífi í ágúst 2023. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir honum síðan þá. Samhliða þessari þróun hefur þungamiðja starfsemi hryðjuverkasamtakanna færst í auknu mæli til Afríku. Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Árásin mun hafa verið gerð þann 13. mars í samvinnu með leyniþjónustu og öryggissveitum Íraks og í samvinnu við héraðastjórn Kúrda í Írak. Í tilkynningu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu segir að eftir árásina hafi hermenn verið sendir á vettvang og þeir hafi fundið Abu Khadijah og hinn manninn klædda sprengjuvestum og með mörg vopn meðferðis. Kennsl voru borin á líkið með því að bera lífsýni saman við önnur sýni sem safnað var í áhlaupi sem leiðtoginn er sagður hafa sloppið naumlega frá. „Abu Khadijah var einn af mikilvægustu meðlimum Íslamska ríkisins á heimsvísu,“ er haft eftir herforingjanum Michael Erik Kurilla. „Við halda áfram að fella hryðjuverkamenn og brjóta áfram niður samtök þeirra sem ógna heimalandi okkar og bandamönnum.“ CENTCOM Forces Kill ISIS Chief of Global Operations Who Also Served as ISIS #2On March 13, U.S. Central Command forces, in cooperation with Iraqi Intelligence and Security Forces, conducted a precision airstrike in Al Anbar Province, Iraq, that killed the Global ISIS #2 leader,… pic.twitter.com/rWeEoUY7Lw— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði fyrstur frá dauða Abu Khadijah í gær. Hann sagði að Írakar myndu áfram sigra myrkraöfl og hryðjuverkasamtök og sagði að vígamaðurinn hefði verið einhver hættulegasti maður Íraks og heimsins. Donald Trump, forseti, tjáði sig um dauða Abu Khadijah í nótt. Hann sagði vígamanninn hafa verið eltan uppi og að endir hafi verið bundinn á „aumkunarvert“ líf hans. Trump sagði hryðjuverkaleiðtogann hafa verið felldan í gær, föstudag, en hið rétta er að árásin var gerð á fimmtudag. Tíð dauðsföll leiðtoga Frá því bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ og felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda Íslamska ríkisins, í áhlaupi í Sýrlandi árið 2019, hafa leiðtogar hryðjuverkasamtakanna ekki verið langlífir. Þeir hafa verið felldir í áhlaupum og loftárásum, hver á fætur öðrum, á undanförnum árum. Núverandi leiðtogi Íslamska ríkisins kallast Abu Hafs al-Hashimi al-Qurashi og varð hann kalífi í ágúst 2023. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir honum síðan þá. Samhliða þessari þróun hefur þungamiðja starfsemi hryðjuverkasamtakanna færst í auknu mæli til Afríku.
Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira