Sjáðu Albert skora gegn Juventus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2025 10:03 Albert Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Fiorentina á einni viku. ap/Alfredo Falcone Albert Guðmundsson kemur væntanlega fullur sjálfstrausts til móts við íslenska fótboltalandsliðið eftir að hafa skorað í síðustu þremur leikjum sínum fyrir Fiorentina. Albert var á skotskónum í gær þegar Fiorentina sigraði Juventus, 3-0, á heimavelli. Þetta var þriðja mark hans í þremur leikjum fyrir Flórensliðið. Hann skoraði einnig í 2-1 tapi fyrir Napoli og 3-1 sigri á Panathinaikos í síðustu viku. Fiorentina náði forystunni gegn Juventus þegar Robin Gosens skoraði eftir hornspyrnu á 15. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar juku heimamenn muninn í 2-0 með marki Rolandos Mandragora. Staðan var 2-0 í hálfleik en á 53. mínútu negldi Albert síðasta naglann í kistu Gömlu konunnar. Hann fékk þá boltann inn á miðjum vallarhelmingi Juventus, einn og yfirgefinn. Albert lét ekki bjóða sér það tvisvar, rakti boltann aðeins áfram og skoraði svo með hárnákvæmu skoti framhjá Michele Di Gregorio í marki gestanna. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F4cbpzl7LJo">watch on YouTube</a> Albert hefur nú skorað sex mörk í sautján leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og samtals átta mörk í öllum keppnum. Fiorentina er í 8. sæti deildarinnar með 48 stig eftir 29 umferðir. Næstu leikir Alberts eru með íslenska landsliðinu gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram í Pristína í Kósovó á fimmtudaginn en sá seinni verður í Murcia á Spáni á sunnudaginn. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30 Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55 Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01 Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Albert var á skotskónum í gær þegar Fiorentina sigraði Juventus, 3-0, á heimavelli. Þetta var þriðja mark hans í þremur leikjum fyrir Flórensliðið. Hann skoraði einnig í 2-1 tapi fyrir Napoli og 3-1 sigri á Panathinaikos í síðustu viku. Fiorentina náði forystunni gegn Juventus þegar Robin Gosens skoraði eftir hornspyrnu á 15. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar juku heimamenn muninn í 2-0 með marki Rolandos Mandragora. Staðan var 2-0 í hálfleik en á 53. mínútu negldi Albert síðasta naglann í kistu Gömlu konunnar. Hann fékk þá boltann inn á miðjum vallarhelmingi Juventus, einn og yfirgefinn. Albert lét ekki bjóða sér það tvisvar, rakti boltann aðeins áfram og skoraði svo með hárnákvæmu skoti framhjá Michele Di Gregorio í marki gestanna. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F4cbpzl7LJo">watch on YouTube</a> Albert hefur nú skorað sex mörk í sautján leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og samtals átta mörk í öllum keppnum. Fiorentina er í 8. sæti deildarinnar með 48 stig eftir 29 umferðir. Næstu leikir Alberts eru með íslenska landsliðinu gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram í Pristína í Kósovó á fimmtudaginn en sá seinni verður í Murcia á Spáni á sunnudaginn.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30 Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55 Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01 Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30
Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55
Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01
Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33