Skoðun

Silja Bára rektor Há­skóla Ís­lands

Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Framboð Silju Báru Ómarsdóttur til rektors Háskóla Íslands fyllir mig von og bjartsýni fyrir íslenskt háskólasamfélag. Með Silju sem rektor getum við haldið áfram að efla Háskóla Íslands fyrir enn betra samfélag. Engin er betur til þess fallin til að leiða háskólasamfélagið, virkja samtakamátt þess og megin, til að mæta þeim áskorunum sem Háskóli Íslands stendur frammi fyrir en einmitt Silja Bára.

Ein af stærstu ógnum háskóla er aðför að akademísku frelsi. Víða um heim ef því ógnað og samkvæmt árlegri vöktun á vegum Evrópusambandsins, á mælikvörðum sem ætlað er að mæla akademískt frelsi, er full ástæða er til að hafa áhyggjur af því að þeim gildum sem það byggir á sé ógnað, einnig í ríkjum Evrópu. Þegar vegið er að akademísku frelsi er ekki aðeins vegið að sjálfstæði háskóla til að skipuleggja starf sitt, heldur einnig að sjálfstæðri fræðimennsku, og grunnhugmyndinni um gagnrýna hugsun sem háskólaumhverfið næri og verndi er á ógnað. Áherslan á óháða háskóla og rannsóknarfrelsi er samofin gildum lýðræðisríkja og stofnun Háskóla Íslands árið 1911 var samofin baráttunni fyrir sjálfstæði Íslands.

Akademískt frelsi er ekki aðeins tískuorð sem við setjum á blað heldur er hjarta háskólasamfélagsins. Án þess verður ekki tryggt að kennsla og rannsóknir séu óháðar þrýstingi utanaðkomandi afla. Frelsi fylgir ábyrgð og ég treysti Silju Báru best allra frambjóðenda til að leiða bráttu fyrir sjálfstæði og akademísku frelsi Háskóla Íslands.

Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.




Skoðun

Skoðun

Við kjósum Silju Báru í dag!

Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×