Segir Arnór líta ruddalega vel út Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 13:31 Arnór Sigurðsson er mættur aftur til Svíþjóðar en nú með Malmö. Malmö FF Þjálfari Arnórs Sigurðssonar hjá sænska meistaraliðinu Malmö er afskaplega spenntur fyrir því að geta brátt farið að nýta krafta íslenska landsliðsmannsins sem félagið lagði allt í sölurnar til að klófesta í febrúar. Arnór sneri aftur í sænska boltann eftir að hafa verið bolað út úr leikmannahópi Blackburn og fengið samningi sínum við félagið rift. Hann hafði glímt við erfið veikindi og meiðsli en það stoppaði Malmö ekki í að greiða Arnóri jafnvirði um tvö hundruð milljóna íslenska króna til að fá hann, enda orðspor Arnórs afar gott Svíþjóð eftir tíma hans hjá Norrköping. Arnór er ekki byrjaður að spila með Malmö og var því ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar, vegna komandi leikja við Kósovó, en er þó á réttri leið. Henrik Rydström, þjálfari Malmö, segir að Arnór hefði alveg getað spilað bikarleikinn við IFK Gautaborg í gær, sem Malmö vann 3-2 í framlengingu eftir að Kolbeinn Þórðarson hafði jafnað metin fyrir Gautaborg á 87. mínútu. Klæjar í puttana að tefla Arnóri fram „Núna er Arnór tilbúinn. Við vorum með hann í hópnum en ákváðum svo að hafa hann ekki á bekknum því við viljum að hann geti fyrst æft af fullum krafti í tvær vikur,“ sagði Rydström við Fotbollskanalen og var þá spurður hvernig Arnór hefði litið út á æfingum hingað til: „Síðustu vikuna hefur hann að mestu verið með í öllum æfingum en hugsunin er sú að núna verði hann með að fullu. Ég verð að segja að hann lítur ruddalega vel út,“ sagði Rydström og bætti við: „Þannig að sem þjálfari þá klæjar mann auðvitað í puttana að hafa hann með í hópnum en ég ákvað að gera það ekki fyrir skammvinnan árangur í bikarnum. Ég hef frekar kosið að menn æfi vel og ekki valið leikmenn sem eru eitthvað tæpir. Við hugsum til lengri tíma, jafnvel með Arnór,“ sagði Rydström. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í Arnór eftir valið á landsliðshópnum í síðustu viku og sagði þá við Vísi: „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon [Arnar Haraldsson] spila við Liverpool [21. janúar í Meistaradeild Evrópu]. Hann er kominn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni.“ Sænski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Arnór sneri aftur í sænska boltann eftir að hafa verið bolað út úr leikmannahópi Blackburn og fengið samningi sínum við félagið rift. Hann hafði glímt við erfið veikindi og meiðsli en það stoppaði Malmö ekki í að greiða Arnóri jafnvirði um tvö hundruð milljóna íslenska króna til að fá hann, enda orðspor Arnórs afar gott Svíþjóð eftir tíma hans hjá Norrköping. Arnór er ekki byrjaður að spila með Malmö og var því ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar, vegna komandi leikja við Kósovó, en er þó á réttri leið. Henrik Rydström, þjálfari Malmö, segir að Arnór hefði alveg getað spilað bikarleikinn við IFK Gautaborg í gær, sem Malmö vann 3-2 í framlengingu eftir að Kolbeinn Þórðarson hafði jafnað metin fyrir Gautaborg á 87. mínútu. Klæjar í puttana að tefla Arnóri fram „Núna er Arnór tilbúinn. Við vorum með hann í hópnum en ákváðum svo að hafa hann ekki á bekknum því við viljum að hann geti fyrst æft af fullum krafti í tvær vikur,“ sagði Rydström við Fotbollskanalen og var þá spurður hvernig Arnór hefði litið út á æfingum hingað til: „Síðustu vikuna hefur hann að mestu verið með í öllum æfingum en hugsunin er sú að núna verði hann með að fullu. Ég verð að segja að hann lítur ruddalega vel út,“ sagði Rydström og bætti við: „Þannig að sem þjálfari þá klæjar mann auðvitað í puttana að hafa hann með í hópnum en ég ákvað að gera það ekki fyrir skammvinnan árangur í bikarnum. Ég hef frekar kosið að menn æfi vel og ekki valið leikmenn sem eru eitthvað tæpir. Við hugsum til lengri tíma, jafnvel með Arnór,“ sagði Rydström. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í Arnór eftir valið á landsliðshópnum í síðustu viku og sagði þá við Vísi: „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon [Arnar Haraldsson] spila við Liverpool [21. janúar í Meistaradeild Evrópu]. Hann er kominn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni.“
Sænski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira