Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 13:32 George Simion, leiðtogi næststærsta flokks Rúmeníu, fékk framboð sitt staðfest. Hann og annar fulltrúa hægri jaðarsins höfðu ákveðið að annar þeirri viki ef þeir kæmust báðir á kjörseðilinn. AP/Vadim Ghirda Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. Forsetakosningarnar verða endurteknar 4. og 18. maí í kjölfar þess að hæstiréttur Rúmeníu ógilti kosningarnar sem fóru fram í desember. Stjórnvöld í Kreml voru sökuð um að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar til þess að hjálpa Calin Georgescu, frambjóðanda ysta hægrisins, sem var með forskot í skoðanakönnunum. Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Tveir harðlínumenn af hægri jaðrinum gáfu kost á sér í stað Georgescu og gerðu með sér samkomulag um að annar stigi til hliðar ef framboð þeirra beggja yrði samþykkt. Yfirkjörstjórn hefur nú samþykkt framboð bæði George Simion og Önumaríu Gavrila. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi enn ekki ákveðið hvort þeirra dregur sig í hlé. Simion er leiðtogi næststærsta flokks landsins, Bandalags um sameiningu Rúmena. Hann sætir nú sakamálarannsókn fyrir að æsa til ofbeldis í kjölfar þess að Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Hann neitar sök og segir rannsóknina eiga sér pólitískar rætur. Simion hlaut 13,8 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í kosningunum í desember. Hann er mikill aðdáandi sitjandi Bandaríkjaforseta. Gavrila er leiðtogi Flokks unga fólksins. Bæði studdu þau framboð Georgescu og hafa líkt og hann haldið uppi hörðum þjóðernisáróðri. Skoðanakannanir benda til þess að hvort þeirra sem er gæti fengið rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Nicusor Dan, borgarstjóri höfuðborgarinnar Búkarest af miðju rúmenskra stjórnmála, sigraði líklega hvort þeirra sem hann mætti í seinni umferð. Hallir undir Kreml Hægrijaðarflokkar Rúmeníu eru almennt hallir undir Rússland í utanríkismálum og eru á móti því að styðja varnir nágrannaríkisins Úkraínu. Fyrir vikið eru það ekki aðeins rússnesk stjórnvöld sem hafa reynt að hlutast til um kosningarnar í Rúmeníu heldur fulltrúar ófrjálslyndra afla í vestrænum ríkjum, þar á meðal Elon Musk, ríkasti maður heims og nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Á meðal þess sem Simion hefur talað um í kosningabaráttunni er að sameinast nágrannaríkinu Moldóvu. Honum er fyrir vikið bannað að ferðast til landsins. Þá er hann ekki velkominn í Úkraínu en þarlend stjórnvöld telja Simion öryggisógn, að sögn AP-fréttastofunnar. Rúmenía Tengdar fréttir Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Forsetakosningarnar verða endurteknar 4. og 18. maí í kjölfar þess að hæstiréttur Rúmeníu ógilti kosningarnar sem fóru fram í desember. Stjórnvöld í Kreml voru sökuð um að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar til þess að hjálpa Calin Georgescu, frambjóðanda ysta hægrisins, sem var með forskot í skoðanakönnunum. Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Tveir harðlínumenn af hægri jaðrinum gáfu kost á sér í stað Georgescu og gerðu með sér samkomulag um að annar stigi til hliðar ef framboð þeirra beggja yrði samþykkt. Yfirkjörstjórn hefur nú samþykkt framboð bæði George Simion og Önumaríu Gavrila. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi enn ekki ákveðið hvort þeirra dregur sig í hlé. Simion er leiðtogi næststærsta flokks landsins, Bandalags um sameiningu Rúmena. Hann sætir nú sakamálarannsókn fyrir að æsa til ofbeldis í kjölfar þess að Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Hann neitar sök og segir rannsóknina eiga sér pólitískar rætur. Simion hlaut 13,8 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í kosningunum í desember. Hann er mikill aðdáandi sitjandi Bandaríkjaforseta. Gavrila er leiðtogi Flokks unga fólksins. Bæði studdu þau framboð Georgescu og hafa líkt og hann haldið uppi hörðum þjóðernisáróðri. Skoðanakannanir benda til þess að hvort þeirra sem er gæti fengið rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Nicusor Dan, borgarstjóri höfuðborgarinnar Búkarest af miðju rúmenskra stjórnmála, sigraði líklega hvort þeirra sem hann mætti í seinni umferð. Hallir undir Kreml Hægrijaðarflokkar Rúmeníu eru almennt hallir undir Rússland í utanríkismálum og eru á móti því að styðja varnir nágrannaríkisins Úkraínu. Fyrir vikið eru það ekki aðeins rússnesk stjórnvöld sem hafa reynt að hlutast til um kosningarnar í Rúmeníu heldur fulltrúar ófrjálslyndra afla í vestrænum ríkjum, þar á meðal Elon Musk, ríkasti maður heims og nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Á meðal þess sem Simion hefur talað um í kosningabaráttunni er að sameinast nágrannaríkinu Moldóvu. Honum er fyrir vikið bannað að ferðast til landsins. Þá er hann ekki velkominn í Úkraínu en þarlend stjórnvöld telja Simion öryggisógn, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rúmenía Tengdar fréttir Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52