Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar 17. mars 2025 15:02 Á þriggja til fjögurra ára fresti skipast veður í lofti þar sem vindar almennings ákvarða stefnu skipsins að nýju. Þjóðinni er lofuð búbót, endurbótum á stefni skipsins og nýjum seglum sjái fólk sér fært að blása skipinu til vinstri eða hægri hverju sinni. Allt virðist þetta þó fyrst og fremst gert til þess að tryggja einn hlut framar öðrum þar sem flestir hásetar skipsins eru hálfgerðir sjóðræningjar; annars konar kerfisfræðingar innan hins opinbera. Undanfarin ár höfum við fylgst með nýjum einstaklingum stíga fram undir yfirskrift breytinga, núna síðast í borginni, sem er vissulega kunnuglegt stef í lands- og sveitarstjórnarpólitík. Það sem hefur þó borið hæst er hvernig þessi verðandi umbreytingaröfl, þessir beyttu hnífar sem vildu skera á óréttláta strengi sérhagsmuna verða bitlausir þegar þau fá loksins sæti við borðið. Orðræðan verður önnur þegar þau átta sig á því að þau eru brynvarin, þótt það sé ekki nema til nokkurra ára og stundum mánaða í senn. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir ólgusjó er lífið oftast nokkuð gott í brúnni. Ný borgarstjórn hefur því valdið mér miklu hugarangri undanfarna daga í ljósi umræðunnar um kaup kjörinna aðila sem eru í engu samræmi við stöðuna í borginni. Ef við skoðum stjórnunaraðferðir Reykjavíkurborgar út frá sjónarhorni atvinnurekandans ætti það alltaf að vera fyrsta verk að tryggja reksturinn, launagreiðslur og annað sem snýr að almennu utanumhaldi á verkefnum svo allt standi undir sér áður en eigin hagur er skoðaður. Á einfaldri íslensku má segja að enginn ætti að greiða sér ofurlaun þegar illa gengur, hvað þá þegar brimið sem brotnar á fleyinu er við það að sökkva sjálfu skipinu. Það skýtur því skökku við að sjá forsvarsmenn sem starfa í okkar þágu greiða sér laun með almannafé þar sem upphæðirnar samsvarar sér einungis meðal bankastjóra og atvinnufjárfesta ofarlega í tekjublaði Frjálsrar verslunar eða á topplista Forbes yfir tekjuhæstu opinberu starfsmenn heims. Pælum aðeins í því. Þessi laun endurspegla engan veginn hvernig borginni hefur verið stýrt og ef reksturinn stendur ekki undir sér þarf að endurskoða alla þætti sem setja svip sinn á kostnaðarliði hans. Er innri áttavitinn rétt stilltur? Lausnin við leikskóla vandamáli landsins liggur þó vissulega ekki í því að afnema launagreiðslur til borgarstjóra eða annarra stjórnanda innan borgarinnar, rétt eins og við endurreisum ekki heilbrigðiskerfið með því að fella niður laun landlæknis. Þegar tvöföld mánaðarlaun æðsta stjórnanda borgarinnar eru aftur á móti á við árslaun leikskólakennara á meðan rík mannekla er hjá þeirri starfsstétt spyr maður sig hvort núverandi borgarstjóri sé með rétt stilltan áherslu áttavita. Væri þetta ekki hið opinbera mætti færa rök fyrir því að reksturinn stæði ekki undir sér með svona háum stjórnunarkostnað miðað við stöðu fyrirtækisins, raunar væri löngu búið að taka félagið til gjaldþrotaskipta. Rót vangaveltna minna liggur þó í einfaldri spurningu: starfar þetta fólk raunverulega fyrir okkur eða eru þau fyrst og fremst að hugsa um sinn eigin starfsferil á sviði stjórnmála? Það gleymist nefnilega gjarnan að rétt eins og aðilar sem sinna störfum fjarri hinu opinbera er þetta allt fólk sem er að reyna vinna sér upp ákveðinn metorðastiga. Að mínu mati fer þessi stjórnartíð nýrrar borgarstjórnar ekki vel af stað en dæmið sem sannar regluna er hversu miklu þau koma í verk út kjörtímabilið og því verður áhugavert að sjá hvernig næstu vikur og mánuðir þróast. Munu þau beita sér fyrir raunverulegum umbætum á kerfinu, styttingu biðtíma leikskóla og þar eftir götum eða erum við komin á þann stað að valdaseta og viðbótar greiðslur vegna nefndarstarfa skipta þau meira máli? Lærum af reynslunni, svona einu sinni. Munum það næst þegar gengið er til kosninga hver skilgreining þeirra sem starfa í okkar þágu er á árangri og umbætum. Hlustum ekki á loforð um breytta tíma, horfum frekar til baka og lærum af reynslunni. Vegna þess að þegar þau sem halda í stjórntaumana í dag sækjast eftir sæti um borð í bátnum að nýju vilja þau skiljanlega vera á besta stað aftur. Þau segja það sem segja þarf til þess að skila sér á fyrsta farrými en gleyma því svo jafnóðum þegar þau setjast í brakandi leðrið hvernig það er að sitja í tausætis-þrengslunum meðal almennings. Það hefur alltaf verið okkar hlutverk að benda á brotalamirnar og kalla eftir breytingum. Við vitum það öll að úrbætur og stórtækar umbreytingar gerast ekki yfir nóttu en ef við sættum okkur ávallt við status-quo stemninguna sem hefur lengi vel snúist fyrst og fremst um ofgreiðslur til þeirra sem illa standa sig við umsjón á okkar almannafé mun þetta aldrei breytast. Höfundur er óflokksbundinn símsmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Á þriggja til fjögurra ára fresti skipast veður í lofti þar sem vindar almennings ákvarða stefnu skipsins að nýju. Þjóðinni er lofuð búbót, endurbótum á stefni skipsins og nýjum seglum sjái fólk sér fært að blása skipinu til vinstri eða hægri hverju sinni. Allt virðist þetta þó fyrst og fremst gert til þess að tryggja einn hlut framar öðrum þar sem flestir hásetar skipsins eru hálfgerðir sjóðræningjar; annars konar kerfisfræðingar innan hins opinbera. Undanfarin ár höfum við fylgst með nýjum einstaklingum stíga fram undir yfirskrift breytinga, núna síðast í borginni, sem er vissulega kunnuglegt stef í lands- og sveitarstjórnarpólitík. Það sem hefur þó borið hæst er hvernig þessi verðandi umbreytingaröfl, þessir beyttu hnífar sem vildu skera á óréttláta strengi sérhagsmuna verða bitlausir þegar þau fá loksins sæti við borðið. Orðræðan verður önnur þegar þau átta sig á því að þau eru brynvarin, þótt það sé ekki nema til nokkurra ára og stundum mánaða í senn. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir ólgusjó er lífið oftast nokkuð gott í brúnni. Ný borgarstjórn hefur því valdið mér miklu hugarangri undanfarna daga í ljósi umræðunnar um kaup kjörinna aðila sem eru í engu samræmi við stöðuna í borginni. Ef við skoðum stjórnunaraðferðir Reykjavíkurborgar út frá sjónarhorni atvinnurekandans ætti það alltaf að vera fyrsta verk að tryggja reksturinn, launagreiðslur og annað sem snýr að almennu utanumhaldi á verkefnum svo allt standi undir sér áður en eigin hagur er skoðaður. Á einfaldri íslensku má segja að enginn ætti að greiða sér ofurlaun þegar illa gengur, hvað þá þegar brimið sem brotnar á fleyinu er við það að sökkva sjálfu skipinu. Það skýtur því skökku við að sjá forsvarsmenn sem starfa í okkar þágu greiða sér laun með almannafé þar sem upphæðirnar samsvarar sér einungis meðal bankastjóra og atvinnufjárfesta ofarlega í tekjublaði Frjálsrar verslunar eða á topplista Forbes yfir tekjuhæstu opinberu starfsmenn heims. Pælum aðeins í því. Þessi laun endurspegla engan veginn hvernig borginni hefur verið stýrt og ef reksturinn stendur ekki undir sér þarf að endurskoða alla þætti sem setja svip sinn á kostnaðarliði hans. Er innri áttavitinn rétt stilltur? Lausnin við leikskóla vandamáli landsins liggur þó vissulega ekki í því að afnema launagreiðslur til borgarstjóra eða annarra stjórnanda innan borgarinnar, rétt eins og við endurreisum ekki heilbrigðiskerfið með því að fella niður laun landlæknis. Þegar tvöföld mánaðarlaun æðsta stjórnanda borgarinnar eru aftur á móti á við árslaun leikskólakennara á meðan rík mannekla er hjá þeirri starfsstétt spyr maður sig hvort núverandi borgarstjóri sé með rétt stilltan áherslu áttavita. Væri þetta ekki hið opinbera mætti færa rök fyrir því að reksturinn stæði ekki undir sér með svona háum stjórnunarkostnað miðað við stöðu fyrirtækisins, raunar væri löngu búið að taka félagið til gjaldþrotaskipta. Rót vangaveltna minna liggur þó í einfaldri spurningu: starfar þetta fólk raunverulega fyrir okkur eða eru þau fyrst og fremst að hugsa um sinn eigin starfsferil á sviði stjórnmála? Það gleymist nefnilega gjarnan að rétt eins og aðilar sem sinna störfum fjarri hinu opinbera er þetta allt fólk sem er að reyna vinna sér upp ákveðinn metorðastiga. Að mínu mati fer þessi stjórnartíð nýrrar borgarstjórnar ekki vel af stað en dæmið sem sannar regluna er hversu miklu þau koma í verk út kjörtímabilið og því verður áhugavert að sjá hvernig næstu vikur og mánuðir þróast. Munu þau beita sér fyrir raunverulegum umbætum á kerfinu, styttingu biðtíma leikskóla og þar eftir götum eða erum við komin á þann stað að valdaseta og viðbótar greiðslur vegna nefndarstarfa skipta þau meira máli? Lærum af reynslunni, svona einu sinni. Munum það næst þegar gengið er til kosninga hver skilgreining þeirra sem starfa í okkar þágu er á árangri og umbætum. Hlustum ekki á loforð um breytta tíma, horfum frekar til baka og lærum af reynslunni. Vegna þess að þegar þau sem halda í stjórntaumana í dag sækjast eftir sæti um borð í bátnum að nýju vilja þau skiljanlega vera á besta stað aftur. Þau segja það sem segja þarf til þess að skila sér á fyrsta farrými en gleyma því svo jafnóðum þegar þau setjast í brakandi leðrið hvernig það er að sitja í tausætis-þrengslunum meðal almennings. Það hefur alltaf verið okkar hlutverk að benda á brotalamirnar og kalla eftir breytingum. Við vitum það öll að úrbætur og stórtækar umbreytingar gerast ekki yfir nóttu en ef við sættum okkur ávallt við status-quo stemninguna sem hefur lengi vel snúist fyrst og fremst um ofgreiðslur til þeirra sem illa standa sig við umsjón á okkar almannafé mun þetta aldrei breytast. Höfundur er óflokksbundinn símsmiður.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar