Mikael Aron Vilhelmsson er Íslandsmeistari karla en hann hafði betur gegn Ísaki Birki Sævarssyni í frábærum úrslitaleik þar sem úrslit réðust í lokaramma. Reynsluboltinn Gunnar Þór Ásgeirsson hreppti bronsið.
Mikael Aron hefur farið mikinn síðustu misseri og helgina á undan tryggði hann sér sigur í úrvalsdeildinni í keilu. Hann var bestur alla helgina og náði meðal annars tveimur fullkomnum leikjum. Þeim fyrstu á hans ferli.
Hin sænsk/íslenska Olivia Clara Steinunn Lindén varð meistari kvennamegin. Hún hafði betur gegn Katrínu Fjólu Bragadóttur í skemmtilegum úrslitaleik. Hin þrautreynda Linda Hrönn Magnúsdóttir hreppti bronsið að þessu sinni.
Olivia Clara á íslenska móður en sænskan föður. Hún býr í Kalmar í Svíþjóð. Hún lýsti því yfir í viðtali eftir mótið að hún vilji spila fyrir landslið Íslands á komandi árum.