Viðskipti innlent

Bein út­sending: Rök­styðja vaxtaákvörðunina

Árni Sæberg skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Vísir/Vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 8 prósent niður í 7,75 prósent.

Yfirlýsing peningastefnunefndar var birt í morgun og Seðlabankinn hefur boðað til fundar í Safnahúsinu klukkan 09:30.

Á kynningarfundinum munu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og svara spurningum fundargesta.

Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér að neðan:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×