Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2025 15:51 Ráðherrabíll kemur sér í gegnum mótmælin við Skuggasund. Vísir/Elín Margrét Lögreglumenn mega tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir, og ekki á að túlka slík orðaskipti bókstaflega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli níu mótmælenda sem lutu í lægra haldi gegn ríkinu í dag. Lögmaður mótmælendanna segir ýmis atriði í dómnum stinga í stúf. Það er mat héraðsdóms að valdbeiting lögreglunnar á mótmælum við Skuggasund, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram í fyrrasumar, hafi ekki verið saknæm eða ólögmæt. Heldur hafi hún verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Sjá nánar: Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Mótmælendurnir níu, sem voru beitt piparúða umræddan dag, voru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir. Þau kröfðust hvert um sig 800 þúsund króna í miskabætur. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Grafík/Sara Nauðsynlegt að beita piparúðanum Í dómnum segir að atburðarásinni sem lýst var fyrir dómi bendi ótvírætt til þess að lögregla hafi átt fullt í fangi með að halda uppi allsherjarreglu, og henni ekki tekist að afstýra því að öllu leyti að fólk myndi skaðast. Fram kemur að mótmælendurnir hafi hindrað það að ráðherrar kæmust af fundinum með því að loka á útgönguleiðir ráðherrabílanna. Í dómnum segir að það hafi strax gefið lögreglu tilefni til að ætla að tilgangur mótmælanna hefði ekki bara verið sá að koma tilteknum skilaboðum á framfæri, heldur einnig að hindra för ráðherra. Þá segir að mótmælendunum hefði átt að vera ljóst að þeir yrðu fjarlægðir myndu þeir ekki hlíða fyrirmælum lögreglu. Tilraunir lögreglu til þess að flytja mótmælendur af götunni með handafli hefðu verið fullreyndar, og búið að gera þeim „rækilega“ grein fyrir því að þeir ættu að halda sig frá götunni. Einnig hefðu hefðu lögreglumennirnir bæði gefið það til kynna með orðum og með því að halda úðabrúsunum á lofti með áberandi hætti, að þeir myndu beita piparúða. Dómurinn féllst á að notkun piparúðans hafi við þessar aðstæður verið nauðsynlegur þáttur í mannfjöldastjórnun. Það hafi verið vegna þess að fyrirmælum lögreglu hafi ekki verið sinnt. Ekki friðsamleg mótmæli Þá komst dómurinn að því að mótmælin hafi ekki getað talist friðsamleg. Upptökur úr búkmyndavélum og önnur gögn málsins sýni þegar mótmælendur stóðu í vegi fyrir akandi umferð, og lágu jafnvel í jörðinni. Þegar lögreglan hafi fjarlægt mótmælendurna hafi þeir komið sér fyrir á götunni jafnhraðan aftur, eða aðrir mótmælendur komið sér fyrir aftur á þeirra stað. Að mati dómsins fóru mótmælendurnir því bæði út fyrir eðlilegar tillitsskyldur og brutu gegn lögreglulögum. Því var ekki fallist á að mótmælin hafi verið friðsamleg. Ummæli lögreglunnar skoðuð Mikið af myndböndum voru til skoðunar fyrir dómi. Fimm ummæli sem lögreglumenn höfðu sín á milli voru sérstaklega til umfjöllunar í málinu. Mótmælendunum þótti þau sýna „sláandi afstöðu“ lögreglumannanna í sinn garð. Ummælin voru eftirfarandi: „Þeir voru nú eiginlega búnir að biðja um það nokkrir. Það er líf og fjör.“ „Verður ekki bara að gasa fólkið sem er hérna fyrir neðan?“ „Ég held að það hafi fengið smá lexíu.“ „Leiðinlegt að hafa misst af þessu.“ „Ert þú með nóg að gasi. Við þurfum að taka fund greinilega.“ Í niðurstöðu dómsins kom fram að fyrstu, fjórðu og fimmtu ummælin hefðu fallið eftir að búið væri að beita piparúðanum, og tvenn þeirra í raun eftir að allri atburðarásinni væri lokið. Að mati dómsins virðist lítil alvara hafa verið að baki ummælanna, og þá verði lögreglumenn að geta rætt sín á milli af alvöruleysi eins og aðrir. „Um er að ræða samstarfsmenn sem eru að ræða sín á milli eftir að hafa staðið í mjög krefjandi aðstæðum. Þegar hlustað er á þessi ummæli er ekki hægt að merkja að mikil alvara sé á bak við þau. Það er þekkt að einstaklingar undir álagi beiti mismunandi aðferðum við að draga úr streitu og verða lögreglumenn eins og aðrir að geta rætt sín á milli af vissu alvöruleysi án þess að þau orðaskipti séu tekin of bókstaflega,“ segir í dómnum. Ekki hægt að draga þá ályktun að þörfin hafi ekki verið metin Önnur og þriðju ummælin voru milli stjórnanda lögregluaðgerðanna og starfsmanns embættis ríkislögreglustjóra. Í dómnum kemur fram að skömmu eftir að ummælin „Verður ekki bara að gasa fólkið sem er hérna fyrir neðan?“ féllu hafi stjórnandi aðgerðanna gefið fyrirmæli til lögreglumanna um að „hugsanlega“ þyrfti að beita piparúða til að „koma fólki í burtu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Síðan hafi hann farið ásamt nokkrum lögreglumönnum og gefið ítrekuð fyrirmæli um að mótmælendurnir ættu að fara af götunni, annars yrði piparúða beitt. „Þegar þessi samskipti eru virt í heild sinni verður ekki dregin sú ályktun að þau gefi til kynna að lögregla hafi ekki metið þörf eða nauðsyn til að beita piparúða áður en það var gert,“ segir í dómnum. Það sem var sagt skipti ekki máli heldur það sem var gert Þriðju ummælin, þau sem vörðuðu að mótmælendurnir hefðu „lært smá lexíu“, hefði stjórnandi aðgerðanna látið falla eftir að atburðarásin var um garð gengin. Því segir dómurinn að þau „skipta engu máli“. Þá segist dómurinn ekki geta fallist á að þessi samskipti lögreglumannanna gefi til kynna að huglæg afstaða þeirra til mótmælenda hefði ráðið för. „Það sem skiptir máli er ekki hvað var sagt í samtölum milli lögreglumanna heldur hvað var gert og hvort þær aðgerðir hafi verið nauðsynlegar og í samræmi við meðalhófsreglur,“ segir í dómnum. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, les dóminn.Vísir/Anton Brink „Þessi mótmæli voru sannarlega friðsamleg“ Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, segir í samtali við fréttastofu að enn sé ekki búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað, enda eru stefnendurnir nokkuð margir. „En ég sé ýmislegt sem má gera athugasemdir við í rökstuðningi dómsins sem mér finnst sérstaklega standa upp úr við fyrstu sýn,“ segir Oddur. Að hans mati er alvarlegt að héraðsdómur komist að þeirri niðurstöðu að mótmælin hafi ekki verið friðsamleg. „Þessi mótmæli eru flokkuð sem ófriðsamleg í þessum dómi, það er hluti niðurstöðunnar. Það er að mínu viti skýrlega í bága við alla dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um sama atriði. Þessi mótmæli voru sannarlega friðsamleg. Það var enginn sem sýndi af sér neina ofbeldistilburði eða neitt slíkt, eða hafði ásetning til þess.“ Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Það er mat héraðsdóms að valdbeiting lögreglunnar á mótmælum við Skuggasund, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram í fyrrasumar, hafi ekki verið saknæm eða ólögmæt. Heldur hafi hún verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Sjá nánar: Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Mótmælendurnir níu, sem voru beitt piparúða umræddan dag, voru þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Elía Hörpu Önundarson, Lea María Lemarquis, Nerea Enriquez Santos, Pétur Eggerz Pétursson, Qussay Odeh og Steinunn Lukka Sigurðardóttir. Þau kröfðust hvert um sig 800 þúsund króna í miskabætur. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Grafík/Sara Nauðsynlegt að beita piparúðanum Í dómnum segir að atburðarásinni sem lýst var fyrir dómi bendi ótvírætt til þess að lögregla hafi átt fullt í fangi með að halda uppi allsherjarreglu, og henni ekki tekist að afstýra því að öllu leyti að fólk myndi skaðast. Fram kemur að mótmælendurnir hafi hindrað það að ráðherrar kæmust af fundinum með því að loka á útgönguleiðir ráðherrabílanna. Í dómnum segir að það hafi strax gefið lögreglu tilefni til að ætla að tilgangur mótmælanna hefði ekki bara verið sá að koma tilteknum skilaboðum á framfæri, heldur einnig að hindra för ráðherra. Þá segir að mótmælendunum hefði átt að vera ljóst að þeir yrðu fjarlægðir myndu þeir ekki hlíða fyrirmælum lögreglu. Tilraunir lögreglu til þess að flytja mótmælendur af götunni með handafli hefðu verið fullreyndar, og búið að gera þeim „rækilega“ grein fyrir því að þeir ættu að halda sig frá götunni. Einnig hefðu hefðu lögreglumennirnir bæði gefið það til kynna með orðum og með því að halda úðabrúsunum á lofti með áberandi hætti, að þeir myndu beita piparúða. Dómurinn féllst á að notkun piparúðans hafi við þessar aðstæður verið nauðsynlegur þáttur í mannfjöldastjórnun. Það hafi verið vegna þess að fyrirmælum lögreglu hafi ekki verið sinnt. Ekki friðsamleg mótmæli Þá komst dómurinn að því að mótmælin hafi ekki getað talist friðsamleg. Upptökur úr búkmyndavélum og önnur gögn málsins sýni þegar mótmælendur stóðu í vegi fyrir akandi umferð, og lágu jafnvel í jörðinni. Þegar lögreglan hafi fjarlægt mótmælendurna hafi þeir komið sér fyrir á götunni jafnhraðan aftur, eða aðrir mótmælendur komið sér fyrir aftur á þeirra stað. Að mati dómsins fóru mótmælendurnir því bæði út fyrir eðlilegar tillitsskyldur og brutu gegn lögreglulögum. Því var ekki fallist á að mótmælin hafi verið friðsamleg. Ummæli lögreglunnar skoðuð Mikið af myndböndum voru til skoðunar fyrir dómi. Fimm ummæli sem lögreglumenn höfðu sín á milli voru sérstaklega til umfjöllunar í málinu. Mótmælendunum þótti þau sýna „sláandi afstöðu“ lögreglumannanna í sinn garð. Ummælin voru eftirfarandi: „Þeir voru nú eiginlega búnir að biðja um það nokkrir. Það er líf og fjör.“ „Verður ekki bara að gasa fólkið sem er hérna fyrir neðan?“ „Ég held að það hafi fengið smá lexíu.“ „Leiðinlegt að hafa misst af þessu.“ „Ert þú með nóg að gasi. Við þurfum að taka fund greinilega.“ Í niðurstöðu dómsins kom fram að fyrstu, fjórðu og fimmtu ummælin hefðu fallið eftir að búið væri að beita piparúðanum, og tvenn þeirra í raun eftir að allri atburðarásinni væri lokið. Að mati dómsins virðist lítil alvara hafa verið að baki ummælanna, og þá verði lögreglumenn að geta rætt sín á milli af alvöruleysi eins og aðrir. „Um er að ræða samstarfsmenn sem eru að ræða sín á milli eftir að hafa staðið í mjög krefjandi aðstæðum. Þegar hlustað er á þessi ummæli er ekki hægt að merkja að mikil alvara sé á bak við þau. Það er þekkt að einstaklingar undir álagi beiti mismunandi aðferðum við að draga úr streitu og verða lögreglumenn eins og aðrir að geta rætt sín á milli af vissu alvöruleysi án þess að þau orðaskipti séu tekin of bókstaflega,“ segir í dómnum. Ekki hægt að draga þá ályktun að þörfin hafi ekki verið metin Önnur og þriðju ummælin voru milli stjórnanda lögregluaðgerðanna og starfsmanns embættis ríkislögreglustjóra. Í dómnum kemur fram að skömmu eftir að ummælin „Verður ekki bara að gasa fólkið sem er hérna fyrir neðan?“ féllu hafi stjórnandi aðgerðanna gefið fyrirmæli til lögreglumanna um að „hugsanlega“ þyrfti að beita piparúða til að „koma fólki í burtu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Síðan hafi hann farið ásamt nokkrum lögreglumönnum og gefið ítrekuð fyrirmæli um að mótmælendurnir ættu að fara af götunni, annars yrði piparúða beitt. „Þegar þessi samskipti eru virt í heild sinni verður ekki dregin sú ályktun að þau gefi til kynna að lögregla hafi ekki metið þörf eða nauðsyn til að beita piparúða áður en það var gert,“ segir í dómnum. Það sem var sagt skipti ekki máli heldur það sem var gert Þriðju ummælin, þau sem vörðuðu að mótmælendurnir hefðu „lært smá lexíu“, hefði stjórnandi aðgerðanna látið falla eftir að atburðarásin var um garð gengin. Því segir dómurinn að þau „skipta engu máli“. Þá segist dómurinn ekki geta fallist á að þessi samskipti lögreglumannanna gefi til kynna að huglæg afstaða þeirra til mótmælenda hefði ráðið för. „Það sem skiptir máli er ekki hvað var sagt í samtölum milli lögreglumanna heldur hvað var gert og hvort þær aðgerðir hafi verið nauðsynlegar og í samræmi við meðalhófsreglur,“ segir í dómnum. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, les dóminn.Vísir/Anton Brink „Þessi mótmæli voru sannarlega friðsamleg“ Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, segir í samtali við fréttastofu að enn sé ekki búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað, enda eru stefnendurnir nokkuð margir. „En ég sé ýmislegt sem má gera athugasemdir við í rökstuðningi dómsins sem mér finnst sérstaklega standa upp úr við fyrstu sýn,“ segir Oddur. Að hans mati er alvarlegt að héraðsdómur komist að þeirri niðurstöðu að mótmælin hafi ekki verið friðsamleg. „Þessi mótmæli eru flokkuð sem ófriðsamleg í þessum dómi, það er hluti niðurstöðunnar. Það er að mínu viti skýrlega í bága við alla dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um sama atriði. Þessi mótmæli voru sannarlega friðsamleg. Það var enginn sem sýndi af sér neina ofbeldistilburði eða neitt slíkt, eða hafði ásetning til þess.“
Ummælin voru eftirfarandi: „Þeir voru nú eiginlega búnir að biðja um það nokkrir. Það er líf og fjör.“ „Verður ekki bara að gasa fólkið sem er hérna fyrir neðan?“ „Ég held að það hafi fengið smá lexíu.“ „Leiðinlegt að hafa misst af þessu.“ „Ert þú með nóg að gasi. Við þurfum að taka fund greinilega.“
Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira