Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. mars 2025 14:16 Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag. Lögfesting samningsins verður gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk hér á landi og sannkallaður stóráfangi í réttindabaráttunni. ÖBÍ hefur barist fyrir lögfestingunni í 27 ár og er mikið gleðiefni að nú sjái fyrir endann á þeirri baráttu. Hvað er þessi samningur? SRFF var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum í mars 2007. Samningurinn var svo fullgiltur hér á landi í september 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra og efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þess. Þetta er fyrst og fremst jafnréttissamningur og gengur út á að aðildarríki samningsins skuldbindi sig til að vinna að jöfnum rétti og tækifærum allra óháð fötlun. Lesa má íslenska þýðingu samningsins með því að smella á þennan hlekk. Lögfesting samningsins, sem nú er komin til meðferðar á Alþingi, snýst um að festa ákvæði SRFF í íslensk lög. Þannig verður tryggt að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti, til dæmis fyrir dómstólum. Undanfarin ár hefur ÖBÍ unnið markvisst með beinum og óbeinum hætti að tryggja öllu fötluðu fólki á Íslandi, óháð skerðingum, kynjum, aldri eða stöðu að öðru leiti, öll þau réttindi sem felast í samningnum. Það hefur verið gert með ýmsum hætti eins og með fræðslu, fundum og bréfaskriftum til ráðamanna, umsögnum, undirskriftasöfnunum, kynningum, markaðsherferðum, alþjóðlegu samstarfi og ritun svokallaðrar skuggaskýrslu. Og hvað svo? Þótt lögfesting SRFF sé mikið framfaraskref er ekki þar með sagt að með henni vinnist fullnaðarsigur í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Enn þarf að tryggja að ríki og sveitarfélög uppfylli ákvæði samningsins. Þingsályktun um landsáætlun um innleiðingu á SRFF var samþykkt á Alþingi í mars 2024 og innihélt hún 60 aðgerðir. Þetta var í fyrsta sinn sem samþykkt var heildstæð stefna í málefnum fatlaðs fólks. Staða fatlaðs fólks í íslensku samfélagi er almennt verri en annarra, skýrar niðurstöður um það hafa birst í rannsóknum sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök og þá endurspeglar skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks alvarlega stöðu þess í samfélaginu. Nýlegar skýrslur Ríkisendurskoðunar og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála varpa sömuleiðis alvarlegu ljósi á stöðu lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga til handa fötluðu fólki, eða öllu heldur skorti á þjónustu. Því er mikilvægt að halda áfram vinnu að því að tryggja lögbundna þjónustu, raunverulegt jafnrétti og réttlæti fyrir fatlað fólk á Íslandi og hvetja ÖBÍ ríki og sveitarfélög að vinna vel saman ÖBÍ réttindasamstörf fagna lögfestingu SRFF og eru reiðubúin til samstarfs um að tryggja að Ísland uppfylli ákvæði samningsins. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag. Lögfesting samningsins verður gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk hér á landi og sannkallaður stóráfangi í réttindabaráttunni. ÖBÍ hefur barist fyrir lögfestingunni í 27 ár og er mikið gleðiefni að nú sjái fyrir endann á þeirri baráttu. Hvað er þessi samningur? SRFF var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum í mars 2007. Samningurinn var svo fullgiltur hér á landi í september 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra og efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þess. Þetta er fyrst og fremst jafnréttissamningur og gengur út á að aðildarríki samningsins skuldbindi sig til að vinna að jöfnum rétti og tækifærum allra óháð fötlun. Lesa má íslenska þýðingu samningsins með því að smella á þennan hlekk. Lögfesting samningsins, sem nú er komin til meðferðar á Alþingi, snýst um að festa ákvæði SRFF í íslensk lög. Þannig verður tryggt að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti, til dæmis fyrir dómstólum. Undanfarin ár hefur ÖBÍ unnið markvisst með beinum og óbeinum hætti að tryggja öllu fötluðu fólki á Íslandi, óháð skerðingum, kynjum, aldri eða stöðu að öðru leiti, öll þau réttindi sem felast í samningnum. Það hefur verið gert með ýmsum hætti eins og með fræðslu, fundum og bréfaskriftum til ráðamanna, umsögnum, undirskriftasöfnunum, kynningum, markaðsherferðum, alþjóðlegu samstarfi og ritun svokallaðrar skuggaskýrslu. Og hvað svo? Þótt lögfesting SRFF sé mikið framfaraskref er ekki þar með sagt að með henni vinnist fullnaðarsigur í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Enn þarf að tryggja að ríki og sveitarfélög uppfylli ákvæði samningsins. Þingsályktun um landsáætlun um innleiðingu á SRFF var samþykkt á Alþingi í mars 2024 og innihélt hún 60 aðgerðir. Þetta var í fyrsta sinn sem samþykkt var heildstæð stefna í málefnum fatlaðs fólks. Staða fatlaðs fólks í íslensku samfélagi er almennt verri en annarra, skýrar niðurstöður um það hafa birst í rannsóknum sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök og þá endurspeglar skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks alvarlega stöðu þess í samfélaginu. Nýlegar skýrslur Ríkisendurskoðunar og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála varpa sömuleiðis alvarlegu ljósi á stöðu lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga til handa fötluðu fólki, eða öllu heldur skorti á þjónustu. Því er mikilvægt að halda áfram vinnu að því að tryggja lögbundna þjónustu, raunverulegt jafnrétti og réttlæti fyrir fatlað fólk á Íslandi og hvetja ÖBÍ ríki og sveitarfélög að vinna vel saman ÖBÍ réttindasamstörf fagna lögfestingu SRFF og eru reiðubúin til samstarfs um að tryggja að Ísland uppfylli ákvæði samningsins. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar