Handbolti

Íslendingalið mætast í úr­slita­keppninni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tryggvi Þórisson gaf eina stoðsendingu í lokaumferðinni. Hans lið mun svo mæta öðru Íslendingaliði í úrslitakeppninni. 
Tryggvi Þórisson gaf eina stoðsendingu í lokaumferðinni. Hans lið mun svo mæta öðru Íslendingaliði í úrslitakeppninni.  Partille Tidning

Lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fór fram í kvöld. Íslendingar voru í eldlínunni í nokkrum leikjum og munu mætast í úrslitakeppninni. 

Savehof vann eins marks sigur, 28-27, gegn Hammarby. Línumaðurinn Tryggvi Þórisson er leikmaður Savehof og gaf eina stoðsendingu, ásamt því að líta gult spjald, í leiknum.

Savehof endaði í fimmta sæti deildarinnar og mun mæta Karlskrona í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Ólafur Andrés Guðmundsson og Dagur Sverrir Kristjánsson eru leikmenn Karlskrona, sem vann 33-25 útisigur gegn Amo í kvöld. Ólafur skoraði tvö mörk og Dagur eitt.

Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði fimm mörk fyrir Ano, sem er á leið í umspil upp á að halda sæti sínu í deildinni.

Öll úrslit úr lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar og sæti liðanna í deildinni:

Amo (12.) – Karlskrona (4.) 25-33

Savehof (5.) – Hammarby (7.) 28-27

AHK (9.) – Helsingborg (6.) 34-29

Guif (13.) – Kristianstad (2.) 29-35

Skövde (10.) – Hallby (8.) 21-17

Önnered (11.) – Skanela (14.) 32-29

Ystad (1.) – Malmö (3.) 41-26




Fleiri fréttir

Sjá meira


×