Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu tvö til sjö stig að deginum. Svalara að næturlagi og sums staðar dálítil él.
„Yfirleit hægari og úrkomuminna á morgun, laugardag, en dálítil él við norðurströndina. Útlit fyrir að vindur verði suðlægari á sunnudag með bæði heldur mildara veðri og meiri úrkomu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Hæg breytileg átt og dálítil él við norður ströndina með hita kringum frostmark, annars skýjað með köflum, stöku skúrir eða slydduél og hiti 1 til 5 stig.
Á sunnudag: Suðlæg átt 3-8 og dáítil rigning S-til og hiti 2 til 6 stig, en snjókoma af og til fyrir norðan með hita um frostmark.
Á mánudag: Suðvestanátt með rigningu á köflum og hita 1 til 5 stig, en norðaustlægari og él fyrir norðan og hiti kringum frostmark.
Á þriðjudag: Breytileg átt og sums staðar dálítil úrkoma. Heldur hlýrra.
Á miðvikudag: Austanátt og þykknar upp með rigningu, fyrst sunnantil. Hiti 2 til 7 stig.
Á fimmtudag: Útlit fyrir hæga austlæga átt með úrkomalitlu veðri víðast hvar. Hiti breytist lítið.