Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir og Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifa 21. mars 2025 07:31 Jöklar heimsins eru í frjálsu falli. Á hverju ári hopa þeir vegna hlýnandi loftslags með afleiðingum sem ná langt út fyrir sjálfa bráðnunina, en hop jökla hefur í senn áhrif á umhverfið, efnahaginn og vistkerfið. Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli, sem er nú haldið hátíðlegt í fyrsta sinn árið 2025, og sömuleiðis fyrsti Alþjóðadagur jökla í dag, föstudaginn 21. Mars, eru bæði tækifæri til að vekja athygli á þessum breytingum ásamt því að hvetja til raunverulegra aðgerða. Af hverju skipta jöklar máli? Mikilvægi fræðslu Jöklar gegna lykilhlutverki í vistkerfi jarðar. Þeir geyma um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins og eru mikilvægir fyrir vatnsbúskap milljóna manna. Þegar jöklarnir bráðna eykst hætta á hækkun sjávarmáls, náttúruhamförum og truflunum á veðurkerfum sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Þetta sjáum við hvað best í þeim tíðu náttúruhamförum sem verða um allan heim og þar má sem dæmi taka hamfaraflóðin í Valenciu-héraði á Spáni í október síðastliðinn og aukna tíðni þurrka í Afríku sunnan Sahara Einn stærsti þröskuldurinn í baráttunni gegn bráðnun jökla er skortur á þekkingu og meðvitund um áhrif loftslagsbreytinga. Það er rakið að byrja þessa fræðslu sem allra fyrst, í grunn- og jafnvel leikskólum. Alþjóðaár jökla gefur einstakt tækifæri til að efla fræðslu á öllum stigum samfélagsins, frá grunnskólum upp í háskóla og almenningsumræðu. Þess þá heldur er mikilvægt að rannsóknir og vísindi séu aðgengileg og gagnsæ svo fólk skilji hvernig þeirra eigin hegðun, lífsstíll og neyslumynstur hafa áhrif, hvort sem þau eru góð eða slæm. Framtíðarsýn og aðgerðir Markmið Alþjóðaárs jökla er að auka áhuga og þekkingu fólks á jöklum og knýja fram raunverulegar aðgerðir svo jöklarnir tilheyri ekki aðeins sögunni. Þannig vilja Sameinuðu þjóðirnar móta framtíð þar sem stjórnvöld, vísindasamfélagið og almenningur taka höndum saman í aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda viðkvæm vistkerfi. Framtíð með jöklum, almannavitund, fjármögnun rannsókna og alþjóðlegt samstarf eru grundvallaratriði í baráttunni og betur má ef duga skal. Alþjóðaár jökla er tækifæri til að skapa varanlega vitundarvakningu. Jöklar eiga ekki tíma fyrir orðin tóm og enga framkvæmd, heldur þarf raunveruleg viðbrögð sem verða að eiga sér stað bæði á pólitískum vettvangi og í daglegu lífi okkar allra. Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja að komandi kynslóðir þekki heim þar sem yfirborð sjávar ógnar ekki lífum og vistkerfum, og þar sem jöklar eru ekki bara fjarlæg minning í huga fólks. Í tilefni fyrsta Alþjóðaárs- og Alþjóðadags jökla verður haldinn viðburður í Veröld, Húsi Vigdísar í dag, föstudaginn 21. mars frá 14:00-15:30,. Þá verða úrslit úr samkeppni ungmenna í tilefni alþjóðaársins kynnt. Glæsileg opnun jöklasýningar í Loftskeytastöðinni opnar um 15:30 og verða veitingar í boði. Áhugasöm eru hvött til að mæta, en ókeypis er á viðburðinn. Vala Karen Viðarsdóttir, Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Pétur Hjörvar Þorkelsson, Verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jöklar á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jöklar heimsins eru í frjálsu falli. Á hverju ári hopa þeir vegna hlýnandi loftslags með afleiðingum sem ná langt út fyrir sjálfa bráðnunina, en hop jökla hefur í senn áhrif á umhverfið, efnahaginn og vistkerfið. Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli, sem er nú haldið hátíðlegt í fyrsta sinn árið 2025, og sömuleiðis fyrsti Alþjóðadagur jökla í dag, föstudaginn 21. Mars, eru bæði tækifæri til að vekja athygli á þessum breytingum ásamt því að hvetja til raunverulegra aðgerða. Af hverju skipta jöklar máli? Mikilvægi fræðslu Jöklar gegna lykilhlutverki í vistkerfi jarðar. Þeir geyma um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins og eru mikilvægir fyrir vatnsbúskap milljóna manna. Þegar jöklarnir bráðna eykst hætta á hækkun sjávarmáls, náttúruhamförum og truflunum á veðurkerfum sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Þetta sjáum við hvað best í þeim tíðu náttúruhamförum sem verða um allan heim og þar má sem dæmi taka hamfaraflóðin í Valenciu-héraði á Spáni í október síðastliðinn og aukna tíðni þurrka í Afríku sunnan Sahara Einn stærsti þröskuldurinn í baráttunni gegn bráðnun jökla er skortur á þekkingu og meðvitund um áhrif loftslagsbreytinga. Það er rakið að byrja þessa fræðslu sem allra fyrst, í grunn- og jafnvel leikskólum. Alþjóðaár jökla gefur einstakt tækifæri til að efla fræðslu á öllum stigum samfélagsins, frá grunnskólum upp í háskóla og almenningsumræðu. Þess þá heldur er mikilvægt að rannsóknir og vísindi séu aðgengileg og gagnsæ svo fólk skilji hvernig þeirra eigin hegðun, lífsstíll og neyslumynstur hafa áhrif, hvort sem þau eru góð eða slæm. Framtíðarsýn og aðgerðir Markmið Alþjóðaárs jökla er að auka áhuga og þekkingu fólks á jöklum og knýja fram raunverulegar aðgerðir svo jöklarnir tilheyri ekki aðeins sögunni. Þannig vilja Sameinuðu þjóðirnar móta framtíð þar sem stjórnvöld, vísindasamfélagið og almenningur taka höndum saman í aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda viðkvæm vistkerfi. Framtíð með jöklum, almannavitund, fjármögnun rannsókna og alþjóðlegt samstarf eru grundvallaratriði í baráttunni og betur má ef duga skal. Alþjóðaár jökla er tækifæri til að skapa varanlega vitundarvakningu. Jöklar eiga ekki tíma fyrir orðin tóm og enga framkvæmd, heldur þarf raunveruleg viðbrögð sem verða að eiga sér stað bæði á pólitískum vettvangi og í daglegu lífi okkar allra. Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja að komandi kynslóðir þekki heim þar sem yfirborð sjávar ógnar ekki lífum og vistkerfum, og þar sem jöklar eru ekki bara fjarlæg minning í huga fólks. Í tilefni fyrsta Alþjóðaárs- og Alþjóðadags jökla verður haldinn viðburður í Veröld, Húsi Vigdísar í dag, föstudaginn 21. mars frá 14:00-15:30,. Þá verða úrslit úr samkeppni ungmenna í tilefni alþjóðaársins kynnt. Glæsileg opnun jöklasýningar í Loftskeytastöðinni opnar um 15:30 og verða veitingar í boði. Áhugasöm eru hvött til að mæta, en ókeypis er á viðburðinn. Vala Karen Viðarsdóttir, Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Pétur Hjörvar Þorkelsson, Verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun