Skoðun

Að­eins um undir­skriftir

G. Jökull Gíslason skrifar

Einu sinni gerði dómari athugasemd við lögregluskýrslu sem að ég skrifaði, af því hann gat ekki lesið undirskriftina mína. Hann virðist hafa misst af því að nafnið mitt var prentað undir skýrsluna. Saksóknari sagði að undirskrift væri kennimark og það þurfti ekki að skrifa hana í prentstöfum. Verjandi tók undir það og þar með var því lokið.

Sennilega er Guðrún Kvaran sama sinnis og dómarinn. Ég hefði reyndar lúmskt gaman af því að kona sem ekki ber kenninafn og er því ekki dóttir, skuli gagnrýna aðra fyrir að nota nota ekki -dóttir í undirskrift.

Eftir stendur að undirskrift er frjálst form og kennimark. Undirskrift Napóleon Bónaparte breyttist í gegn um tíðina og um tíma lét hann nægja að undirrita N. Dagur B. benti á að Davíð Oddsson var ritaði með flýti hendi og það lítur út eins og Gmmtnnnnm.

Halla Tómasdóttir má undirrita hvernig sem hún vill. Sem og allir aðrir.

Undirskriftir - Halla Tómasdóttir - Davíð Oddsson - Napóleon Bónaparte - Jökull.

Höfundur er rithöfundur.




Skoðun

Sjá meira


×