Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 19:21 Páll Magnússon er meðal annars fyrrverndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. Í færslu á samfélagsmiðlum segir Páll að fordæmingarnar og formælingarnar hafi keyrt úr öllu hófu áður en Ásthildur sagði sína hlið á málinu. „Ég hvet fólk til að lesa að því er virðist einlæga og opinskáa greinargerð Ásthildar Lóu áður en það fellir dóma í málinu. Að ég tali nú ekki um áður en það dregur fram heykvíslarnar og grjótið,“ segir Páll. Ásthildur Lóa gaf frá sér langa yfirlýsingu í morgun þar sem hún hafnaði því meðal annars að hafa verið leiðbeinandi drengsins á sínum tíma. Hún sagði að drengurinn hefði sótt mjög í hana og hún heðfi upplifað eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling. Þá hafnaði hún jafnframt öllum ásökunum um tálmun. Sambandið óheilbrigt en ekki glæpsamlegt Páll segir að í yfirlýsingu Ásthildar hafi komið fram að hún hefði ekki verið umsjónar- eða tilsjónarmaður piltsins, heldur í svipaðri stöðu og hann í trúarsöfnuðinum Trú og líf. „Úr varð, að því er virðist, frekar óheilbrigt ástarsamband en fráleitt glæpsamlegt. Og meðal annarra orða: hefðu fordæmingarnar núna orðið jafn harðvítugar ef um hefði verið að ræða 22ja ára gamlan strák og 16 ára stelpu?“ „Höfum líka í huga það sem fjölmiðlar hafa haft eftir „drengnum’“: hann leit aldrei á sig sem fórnarlamb í þessu samhengi - og þessi umfjöllun núna er ekki að hans ráði eða frumkvæði.“ Í morgun hafði Vísir eftir Eiríki Ásmundssyni, barnsföður Ásthildar, að málið væri komið upp í hans óþökk. Erindi fyrrverandi tengdamóður hans til forsætisráðuneytisins hefði verið án hans vitneskju. Í öðru viðtali við RÚV skömmu seinna áréttaði Eiríkur hins vegar að hann væri ekki mótfallinn þessari umræðu, og hann væri þakklátur fyrrverandi tengdamóður sinni að hafa komið málinu af stað. Hann sagði að ummælin á Vísi gæfu ekki rétta mynd af því hvað honum fyndist um málið. Undir lok pistils Páls Magnússonar segir hann að það verði pólitískum andstæðingum hennar ekki til framdráttar að skemmta sér með meinfýsnum orðaleikumm um börn, barnanir og barnamálaráðherra. „Af öllum óhróðrinum sem sumir hafa gusað út úr sér í þessu máli er hann einna andstyggilegastur frá þeim sem halda sig geta grætt eitthvað pólitískt á þessari 35 ára gömlu sögu ungmennanna, sem þá voru. Þeirra sem skemmta sér núna með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum um börn, barnanir og barnamálaráðherra.“ „Við þau vil ég segja: gangið hægt um þessar Þórðargleðinnar dyr, finnið ykkur önnur mál; þetta verður ykkur ekki til framdráttar. Kannski er það líka svo að sumir þeirra sem gengu fyrst og harðast fram í fordæmingunni standa ekki á þeim siðferðislega fjallstindi sjálfir að þeim fari vel að kasta fyrsta steininum. Frelsarinn kenndi okkur hver ætti gera það: Sá yðar sem syndlaus er.“ Færsla Páls. Skjáskot Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segir Páll að fordæmingarnar og formælingarnar hafi keyrt úr öllu hófu áður en Ásthildur sagði sína hlið á málinu. „Ég hvet fólk til að lesa að því er virðist einlæga og opinskáa greinargerð Ásthildar Lóu áður en það fellir dóma í málinu. Að ég tali nú ekki um áður en það dregur fram heykvíslarnar og grjótið,“ segir Páll. Ásthildur Lóa gaf frá sér langa yfirlýsingu í morgun þar sem hún hafnaði því meðal annars að hafa verið leiðbeinandi drengsins á sínum tíma. Hún sagði að drengurinn hefði sótt mjög í hana og hún heðfi upplifað eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling. Þá hafnaði hún jafnframt öllum ásökunum um tálmun. Sambandið óheilbrigt en ekki glæpsamlegt Páll segir að í yfirlýsingu Ásthildar hafi komið fram að hún hefði ekki verið umsjónar- eða tilsjónarmaður piltsins, heldur í svipaðri stöðu og hann í trúarsöfnuðinum Trú og líf. „Úr varð, að því er virðist, frekar óheilbrigt ástarsamband en fráleitt glæpsamlegt. Og meðal annarra orða: hefðu fordæmingarnar núna orðið jafn harðvítugar ef um hefði verið að ræða 22ja ára gamlan strák og 16 ára stelpu?“ „Höfum líka í huga það sem fjölmiðlar hafa haft eftir „drengnum’“: hann leit aldrei á sig sem fórnarlamb í þessu samhengi - og þessi umfjöllun núna er ekki að hans ráði eða frumkvæði.“ Í morgun hafði Vísir eftir Eiríki Ásmundssyni, barnsföður Ásthildar, að málið væri komið upp í hans óþökk. Erindi fyrrverandi tengdamóður hans til forsætisráðuneytisins hefði verið án hans vitneskju. Í öðru viðtali við RÚV skömmu seinna áréttaði Eiríkur hins vegar að hann væri ekki mótfallinn þessari umræðu, og hann væri þakklátur fyrrverandi tengdamóður sinni að hafa komið málinu af stað. Hann sagði að ummælin á Vísi gæfu ekki rétta mynd af því hvað honum fyndist um málið. Undir lok pistils Páls Magnússonar segir hann að það verði pólitískum andstæðingum hennar ekki til framdráttar að skemmta sér með meinfýsnum orðaleikumm um börn, barnanir og barnamálaráðherra. „Af öllum óhróðrinum sem sumir hafa gusað út úr sér í þessu máli er hann einna andstyggilegastur frá þeim sem halda sig geta grætt eitthvað pólitískt á þessari 35 ára gömlu sögu ungmennanna, sem þá voru. Þeirra sem skemmta sér núna með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum um börn, barnanir og barnamálaráðherra.“ „Við þau vil ég segja: gangið hægt um þessar Þórðargleðinnar dyr, finnið ykkur önnur mál; þetta verður ykkur ekki til framdráttar. Kannski er það líka svo að sumir þeirra sem gengu fyrst og harðast fram í fordæmingunni standa ekki á þeim siðferðislega fjallstindi sjálfir að þeim fari vel að kasta fyrsta steininum. Frelsarinn kenndi okkur hver ætti gera það: Sá yðar sem syndlaus er.“ Færsla Páls. Skjáskot
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira