Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt um það að Berjaya Food International hefði tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi.
Í tilkynningunni sagðist fyrirtækið ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það tryggði sér einnig réttinn á að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi.
„Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ var haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni.