Sport

Hætti í löggunni og gerðist heims­meistari

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hin 36 ára gamla Tiara Brown er heimsmeistari í fjaðurvigt.
Hin 36 ára gamla Tiara Brown er heimsmeistari í fjaðurvigt.

Fyrrum lögreglukonan Tiara Brown varð WBC heimsmeistari í fjaðurvigt eftir sigur gegn Skye Nicolson í titilbardaga. Ákvörðun hennar að hætta lögreglustörfum árið 2021 hefur heldur betur borgað sig.

Báðar konur voru ósigraðar fyrir bardagann í gær en Tiara stóð uppi sem sigurvegari eftir ákvörðun dómara og fagnaði þar með sínum nítjánda sigri á ferlinum, ásamt heimsmeistaratitlinum auðvitað.

Þetta var fyrsta tapið á ferli Skye Nicolson, hún hafði unnið tólf bardaga fyrir þennan og varið heimsmeistaratitilinn tvisvar.

Bardaginn fór alla leið í dómaraákvörðun.

Tiara er 36 ára og hefur keppt í hnefaleikum í tæplega tvo áratugi, en steig ekki skrefið í fulla atvinnumennsku fyrr en árið 2021.

Áður hafði hún starfað sem lögreglukona í Washington D.C. og Flórída í Bandaríkjunum.

Eftir að hafa fengið heimsmeistarabeltið þakkaði hún Guði almáttugum fyrir sín störf og sagðist hafa eytt „meira en tuttugu árum í að bíða eftir þessu augnabliki.“

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×