Einnig heyrum við í Samgöngustofu en Reykjavíkurborg telur sig hafa fellt nægilega mörg tré í Öskjuhlíðinni til þess að hægt verði að opna flugbrautina sem lokað var af öryggisástæðum á dögunum.
Að auki heyrum við í borgarfulltrúa sem tók þátt í mótmælum fyrir utan Teslu-umboðið en skemmdarverkum gegn slíkum bílum fer nú fjölgandi.
Í sportinu verður það svo frammistaða íslenska landsliðsins gegn Kosovo sem verður helst til umfjöllunar.