Skoðun

Þegar tæki­færi glatast: Mikil­vægi táknmálstúlka fyrir sam­félagið

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar

Lífið sem döff einstaklingur felur oft í sér áskoranir, en aðgengi að táknmálstúlka getur snúið við þessari mynd. Þegar við fáum ekki túlkaþjónustu verður veruleiki okkar einangraður. Með auknu aðgengi að táknmálstúlkum, svo sem myndsímatúlkun og fjartúlkun, opnast nýjar dyr – ekki aðeins fyrir okkur, heldur fyrir samfélagið í heild. Þetta sparar tíma og kostnað og tryggir að við getum tekið þátt og nýtt okkar hæfileika.

Þegar táknmálstúlkun er takmörkuð missum við og þið úr upplýsingum, við öll getum ekki tekið þátt í samtölum eða samfélagslegum viðburðum. Þetta fer ekki aðeins í bága við rétt okkar til að taka þátt, heldur einnig við möguleika okkar á að leggja af mörkum til samfélagsins. Ef við tryggjum aðgengi að táknmálstúlkun, nýtum myndsímatúlkun og auknum tæknimöguleikum, getum við byggt samfélag sem er réttlátara og samþættara.

Það snýst ekki bara um að veita túlkaþjónustu þegar þess er þörf – það snýst um að tryggja að við öll höfum tækifæri til að vera hluti af samfélaginu og nýta okkar hæfileika. Með því að bæta aðgengi að táknmálstúlkum tryggjum við að allar raddir fái að heyrast og að allir geti tekið þátt á jafningjagrundvelli.

Tryggjum að ekki glatist gullið tækifæri fyrir alla að leggja sitt af mörkum til samfélagsins, leggjum hönd á plóginn og látum ekki deigan síga.

Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra.




Skoðun

Sjá meira


×