Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar 25. mars 2025 12:32 Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Hún hefur sýnt í verki að hún hlustar á nemendur og starfsfólk og leggur sig fram við að skilja og bregðast við áskorunum þeirra. Í þessari kosningabaráttu var hún eini frambjóðandinn sem bað sérstaklega um fund með doktorsnemum á félagsvísindasviði og tók sér tíma til að hlusta á okkur. Við náðum að segja henni hvað okkur finnst ábótavant og hvaða hugmyndir við erum með til að bæta háskólasamfélagið. Það sem kom mér mest á óvart var að hún nefndi margt sem þarf að laga innan akademíunnar þegar kemur að doktorsnemum áður en við doktorsnemarnir sjálfir náðum að nefna það, t.d. hvernig doktorsnemar hafa ekki veikindarétt og hversu mikill skortur er á styrkjum fyrir doktorsnema innan HÍ. Þetta undirstrikaði enn frekar hversu vel hún fylgist með og veit hvar úrbóta er þörf. Við nemendur innan HÍ langar mig að segja þetta: Þið kannski áttið ykkur ekki á því en ykkar atkvæði skiptir máli! Silja Bára er þekkt fyrir að vera frábær kennari sem veitir nemendum sínum athygli og tíma. Hún leggur sérstaka áherslu á að þróa nútímalegar kennsluaðferðir en það er gríðarlega mikilvægt bæði í kennsluháttum og námsmati. Þó tilkoma gervigreindar sé aðkallandi áskorun fyrir menntakerfið liggja einnig tækifæri þar. Nemendur eiga skilið rektor sem lætur sér annt um þeirra framtíð og metur mikilvægi þess að kennslan þróist í takt við nýjar áskoranir. Samkeppnishæfur háskóli er grundvöllur þess að við getum byggt upp öflugt þekkingarsamfélag. Næsti rektor mun standa frammi fyrir öðruvísi áskorunum en aðrir rektorar hafa áður þurft að takast á við. Engum treysti ég betur en Silju Báru fyrir því. Til hamingju háskólasamfélagið ef Silja verður rektor — munum að kjósa inn á Uglunni 26.-27. mars! Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði, stundakennari og forseti Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Hún hefur sýnt í verki að hún hlustar á nemendur og starfsfólk og leggur sig fram við að skilja og bregðast við áskorunum þeirra. Í þessari kosningabaráttu var hún eini frambjóðandinn sem bað sérstaklega um fund með doktorsnemum á félagsvísindasviði og tók sér tíma til að hlusta á okkur. Við náðum að segja henni hvað okkur finnst ábótavant og hvaða hugmyndir við erum með til að bæta háskólasamfélagið. Það sem kom mér mest á óvart var að hún nefndi margt sem þarf að laga innan akademíunnar þegar kemur að doktorsnemum áður en við doktorsnemarnir sjálfir náðum að nefna það, t.d. hvernig doktorsnemar hafa ekki veikindarétt og hversu mikill skortur er á styrkjum fyrir doktorsnema innan HÍ. Þetta undirstrikaði enn frekar hversu vel hún fylgist með og veit hvar úrbóta er þörf. Við nemendur innan HÍ langar mig að segja þetta: Þið kannski áttið ykkur ekki á því en ykkar atkvæði skiptir máli! Silja Bára er þekkt fyrir að vera frábær kennari sem veitir nemendum sínum athygli og tíma. Hún leggur sérstaka áherslu á að þróa nútímalegar kennsluaðferðir en það er gríðarlega mikilvægt bæði í kennsluháttum og námsmati. Þó tilkoma gervigreindar sé aðkallandi áskorun fyrir menntakerfið liggja einnig tækifæri þar. Nemendur eiga skilið rektor sem lætur sér annt um þeirra framtíð og metur mikilvægi þess að kennslan þróist í takt við nýjar áskoranir. Samkeppnishæfur háskóli er grundvöllur þess að við getum byggt upp öflugt þekkingarsamfélag. Næsti rektor mun standa frammi fyrir öðruvísi áskorunum en aðrir rektorar hafa áður þurft að takast á við. Engum treysti ég betur en Silju Báru fyrir því. Til hamingju háskólasamfélagið ef Silja verður rektor — munum að kjósa inn á Uglunni 26.-27. mars! Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði, stundakennari og forseti Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar