Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2025 07:29 Jakob Ingebrigtsen í dómsal í Sandnes í gær. epa/Lise Aserud Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. Réttarhöld yfir Gjert hófust í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, ofbeldi. Gjert var þjálfari sona sinna áður en þeir ráku hann og slitu á öll samskipti við hann. Jakob mætti fyrir rétt í gær og í fjóra klukkutíma lýsti hann ofbeldinu sem faðir hans beitti hann yfir langt tímabil. Hann lamdi hann ítrekað og hótaði að drepa hann. Jakob rifjaði meðal annars upp þegar faðir hans kýldi hann margoft í höfuðið eftir að aðili frá skóla hans hafði samband og vildi ræða við móður hans. Jakob var þá aðeins sjö eða átta ára. „Ég stend í eldhúsinu og horfi niður. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar að ég sé lygari og ég sé að ljúga í lengri tíma áður en hann byrjar að slá mig í höfuðið. Ég reyni að verjast ofbeldinu áður en hann tekur hendur mínar og setur þær til hliðar áður en hann heldur áfram að lemja mig í höfuðið,“ sagði Jakob fyrir rétti í gær. „Ég veit ekki hversu oft ég var laminn en mér leið eins og þetta væri langur tími. Einhvers staðar milli tíu og tuttugu sinnum þegar ég reyni bara að verja mig.“ Jakob Ingebrigtsen ásamt lögmanni sínum, Mette Yvonne Larsen.epa/Lise Aserud Faðir Jakobs henti honum einnig af vespu og sparkaði í maga hans þegar hann lá í götunni. Jakob var þá átta eða níu ára. Jakob lýsti því einnig hvernig faðir hans reyndi að stöðva samband hans og núverandi eiginkonu hans, Elisabeth. Þau kynntust þegar þau voru sextán ára. Þegar Jakob vildi flytja að heiman átján ára brjálaðist faðir hans og kallaði hann hryðjuverkamann. Faðir Jakobs hótaði líka að berja hann til dauða þegar hann var unglingur og þeir voru í bíl með nokkrum fjölskyldumeðlimum. Jakob er einn sigursælasti hlaupari seinni tíma. Hann hefur meðal annars unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum.epa/JESSICA LEE Jakob sagði að ofbeldið sem faðir hans beitti hann hafi valdið honum miklum skaða. Hann eigi erfitt með að sýna tilfinningar og treysta fólki. Auk þess að vera sakaður um að hafa beitt Jakob ofbeldi er Gjert ákærður fyrir illa meðferð á Ingrid. Eftir að Ingebrigtsen-bræðurnir komust að því að faðir þeirra hefði lamið Ingrid í bringuna með blautu handklæði ákváðu þeir að stíga fram og segja opinberlega frá ofbeldinu sem þeir voru beittir. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Gjert gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Réttarhöld yfir Gjert hófust í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, ofbeldi. Gjert var þjálfari sona sinna áður en þeir ráku hann og slitu á öll samskipti við hann. Jakob mætti fyrir rétt í gær og í fjóra klukkutíma lýsti hann ofbeldinu sem faðir hans beitti hann yfir langt tímabil. Hann lamdi hann ítrekað og hótaði að drepa hann. Jakob rifjaði meðal annars upp þegar faðir hans kýldi hann margoft í höfuðið eftir að aðili frá skóla hans hafði samband og vildi ræða við móður hans. Jakob var þá aðeins sjö eða átta ára. „Ég stend í eldhúsinu og horfi niður. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar að ég sé lygari og ég sé að ljúga í lengri tíma áður en hann byrjar að slá mig í höfuðið. Ég reyni að verjast ofbeldinu áður en hann tekur hendur mínar og setur þær til hliðar áður en hann heldur áfram að lemja mig í höfuðið,“ sagði Jakob fyrir rétti í gær. „Ég veit ekki hversu oft ég var laminn en mér leið eins og þetta væri langur tími. Einhvers staðar milli tíu og tuttugu sinnum þegar ég reyni bara að verja mig.“ Jakob Ingebrigtsen ásamt lögmanni sínum, Mette Yvonne Larsen.epa/Lise Aserud Faðir Jakobs henti honum einnig af vespu og sparkaði í maga hans þegar hann lá í götunni. Jakob var þá átta eða níu ára. Jakob lýsti því einnig hvernig faðir hans reyndi að stöðva samband hans og núverandi eiginkonu hans, Elisabeth. Þau kynntust þegar þau voru sextán ára. Þegar Jakob vildi flytja að heiman átján ára brjálaðist faðir hans og kallaði hann hryðjuverkamann. Faðir Jakobs hótaði líka að berja hann til dauða þegar hann var unglingur og þeir voru í bíl með nokkrum fjölskyldumeðlimum. Jakob er einn sigursælasti hlaupari seinni tíma. Hann hefur meðal annars unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum.epa/JESSICA LEE Jakob sagði að ofbeldið sem faðir hans beitti hann hafi valdið honum miklum skaða. Hann eigi erfitt með að sýna tilfinningar og treysta fólki. Auk þess að vera sakaður um að hafa beitt Jakob ofbeldi er Gjert ákærður fyrir illa meðferð á Ingrid. Eftir að Ingebrigtsen-bræðurnir komust að því að faðir þeirra hefði lamið Ingrid í bringuna með blautu handklæði ákváðu þeir að stíga fram og segja opinberlega frá ofbeldinu sem þeir voru beittir. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Gjert gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira