Körfubolti

Haukar kláruðu deildar­keppnina með stæl

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lore Devos var frábær í kvöld.
Lore Devos var frábær í kvöld. Vísir / Hulda Margrét

Haukar eru deildarmeistarar Bónus deildar kvenna í körfubolta eftir að pakka silfurliði Njarðvíkur saman í lokaumferð deildarkeppninnar. Nú tekur við úrslitakeppni sem og umspil um sæti í deildinni.

Haukar tóku á móti Njarðvík í uppgjöri tveggja bestu liða deildarinnar fram til þessa. Eftir spennandi fyrsta leikhluta var deginum ljósara hvort liðið væri sterkara að þessu sinni. Haukar unnu á endanum stórsigur í Ólafssal, lokatölur 94-68.

Lore Devos var mögnuð í liði Hauka. Hún skoraði 27 stig og tók 17 fráköst. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 17 stig og þá gaf Þóra Kristín Jónsdóttir 10 stoðsendingar ásamt því að skora 8 stig. Brittany Dinkins var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Hún tók einnig 10 fráköst.

Þóra Kristín mataði liðsfélaga sína af stoðsendingum.vísir/Diego

Önnur úrslit

  • Grindavík 91-90 Hamar/Þór
  • Tindastóll 78-67 Stjarnan
  • Þór Ak. 88-90 Keflavík

Í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna þetta árið fara Haukar, Njarðvík, Keflavík, Þór Ak., Valur, Tindastóll, Stjarnan og Grindavík eftir sigur kvöldsins. Hamar/Þór fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan Aþena er fallin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×