Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 07:31 Ingrid Ingebrigtsen er næstyngsta barn Gjerts Ingebrigtsen. Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi. Réttarhöldin yfir Gjert hófust í Sandnes í Noregi á mánudaginn. Í fyrradag lýsti Jakob ofbeldinu sem faðir hans beitti hann og í gær var komið að Ingrid. Hún rifjaði meðal annars upp atvik fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar réðist á hana eftir að hún gleymdi púlsmæli sínum. „Ég sagði skýrt: Þegiðu, því þetta hætti ekki. Þegar ég sagði þetta fékk ég hönd í andlitið. Hann sló mig í andlitið. Það var hratt og fast. Ég meiddi mig,“ sagði Ingrid sem er átján ára í dag. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2018 eða 2019. Þetta var eitt af sjö atvikum þar sem Gjert átti að hafa beitt Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ingrid rifjaði líka upp atvik þegar faðir hennar öskraði svo kröftuglega á hana í bíl að hún brotnaði niður. Hana minnir að ástæðan hafi verið að hún gat ekki skipt um útvarpsstöð í bílnum. „Hann spurði mig hvort ég væri hrædd við hann. Ég held að það sé mjög erfitt að svara því. Ég man eftir því að hafa hugsað: Hvað gerist ef ég svara játandi? Hvað gerist ef ég svara neitandi? Svo ég svaraði ekki strax. Ég man svo eftir því að hann spurði og spurði þar til ég svaraði. Ég endaði á því að segja já,“ sagði Ingrid en þau feðgin fóru ekki heim fyrr en hún hafði lofað að segja ekki neinum frá því sem hafði gerst, allra síst móður sinni. Gjert er jafnframt sakaður um að hafa kallað dóttur sína hálfvita þegar hún var veik og hrint henni með báðum höndum eftir þau rifust. Synir Gjerts ráku hann sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann fyrir þremur árum eftir að þeir komust að því að hann hefði slegið Ingrid með blautu handklæði. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Ef Gjert verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi. Réttarhöldin yfir Gjert hófust í Sandnes í Noregi á mánudaginn. Í fyrradag lýsti Jakob ofbeldinu sem faðir hans beitti hann og í gær var komið að Ingrid. Hún rifjaði meðal annars upp atvik fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar réðist á hana eftir að hún gleymdi púlsmæli sínum. „Ég sagði skýrt: Þegiðu, því þetta hætti ekki. Þegar ég sagði þetta fékk ég hönd í andlitið. Hann sló mig í andlitið. Það var hratt og fast. Ég meiddi mig,“ sagði Ingrid sem er átján ára í dag. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2018 eða 2019. Þetta var eitt af sjö atvikum þar sem Gjert átti að hafa beitt Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ingrid rifjaði líka upp atvik þegar faðir hennar öskraði svo kröftuglega á hana í bíl að hún brotnaði niður. Hana minnir að ástæðan hafi verið að hún gat ekki skipt um útvarpsstöð í bílnum. „Hann spurði mig hvort ég væri hrædd við hann. Ég held að það sé mjög erfitt að svara því. Ég man eftir því að hafa hugsað: Hvað gerist ef ég svara játandi? Hvað gerist ef ég svara neitandi? Svo ég svaraði ekki strax. Ég man svo eftir því að hann spurði og spurði þar til ég svaraði. Ég endaði á því að segja já,“ sagði Ingrid en þau feðgin fóru ekki heim fyrr en hún hafði lofað að segja ekki neinum frá því sem hafði gerst, allra síst móður sinni. Gjert er jafnframt sakaður um að hafa kallað dóttur sína hálfvita þegar hún var veik og hrint henni með báðum höndum eftir þau rifust. Synir Gjerts ráku hann sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann fyrir þremur árum eftir að þeir komust að því að hann hefði slegið Ingrid með blautu handklæði. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Ef Gjert verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.
Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira