Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen og Gunnar Ásgrímsson skrifa 27. mars 2025 12:32 Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti. Grunnskólakennari, Íslenskufræðingur, Kynjafræðingur, Leikskólakennari, Mannfræðingur, uppeldis- og menntunarfræðingur, þjóðfræðingur, þroskaþjálfi, þýskufræðingur. Þetta er tæmandi listi yfir það sem landsbyggðinni stendur til að læra í fjarnámi í grunnnámi. Undirritaðir þora að fullyrða að það hafi reyndar ekki stakur eyjapeyji eða Skagfirðingur verið hafður með í ráðum hvað þetta framboð varðar. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í janúar var einróma samþykkt ályktun sem kallaði eftir því að HÍ myndi auka fjarnámskosti í grunnnámi til að koma til móts við íbúa um allt land. „SHÍ krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir því að stórbæta möguleika nemenda til fjarnáms við háskólann. Mikilvægt er að Háskóli Íslands sé aðgengilegur nemendum óháð búsetu. SHÍ telur að venjan ætti að vera sú að námskeið séu einnig í boði í fjarnámi, nema góður og gildur rökstuðningur sé fyrir hendi. Frekar en að möguleiki til fjarnáms sé undantekning. Horfa þarf sérstaklega til námsleiða í grunnnámi. Það er skylda skólans að vera háskóli alls Íslands.” Ungt fjölskyldufólk og íbúar á landsbyggðum eiga rétt á aðgengi að gæða háskólanámi jafnt og þau sem barnlaus eru í miðbæ Reykjavíkur. Teljum við að það sé hlutverk Háskóla Íslands að koma til móts við þann hóp sem hefur vilja til að mennta sig meira en getur það ekki vegna þess að það hefur ekki færi á að flytja á höfuðborgarsvæðið. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst sinna fjarnámi með sóma og viljugir stúdentar geta vissulega hafið nám þar. Námsframboð í Háskóla Íslands er þó margfalt það sem finnst í öðrum Háskólum á Íslandi, og margt nám sem einungis er í boði í HÍ. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og mikilvægt að háskólasvæðið sé blómlegt og vel sótt. Það er þó einnig dagsljóst að þetta framboð er verulega takmarkað, og það framboð sem er í boði er ekki mjög fjölbreytt. Háskólinn hefur sýnt það að hann getur boðið upp á gott fjarnám, enda var fjárfest fleiri tugum milljóna í fjarfundabúnaði fyrir fáeinum árum auk þess sem úrvalið á meistarastigi er miklu skárra. Líkt og kemur fram í ályktun SHÍ telja stúdentaráðsliðar að venjan ætti að vera sú að áfangar séu í boði í fjarnámi og að rökstyðja þyrfti að loka á það. Þar gætu verið rök eins og að áfangi sé verklegur að fullu eða hluta. Við í SHÍ hlökkum til að vinna með háskólanum að því hvernig hægt er að gera háskólann aðgengilegri fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skref í þeirri vinnu er að fá nokkra hluti á hreint. Hvaða ástæður eru fyrir því að einstaka bóknámsáfangar eru ekki í boði í fjarnámi? Hvaða vandamál þarf að leysa geta boðið upp á fleiri bóknámsáfanga í fjarnámi? Þ.e.a.s. hvaða tækjabúnað eða aðstöðu þarf til þess að gera fyrirlestra og tíma aðgengilega. Hvar telur HÍ að það sé hægt að byrja til að auka fjarnám í grunnnámi? Er raunverulegur vilji á meðal stjórnenda og kennara háskólans til þess að koma til móts við landsbyggðirnar? Vonumst við eftir góðu samstarfi í vinnu að þessu göfuga markmiði að gera Háskóla Íslands aðgengilegan fyrir allt Ísland. Arent Orri Claessen, Forseti SHÍGunnar Ásgrímsson, Sviðsráðsforseti MVS og stúdentaráðsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti. Grunnskólakennari, Íslenskufræðingur, Kynjafræðingur, Leikskólakennari, Mannfræðingur, uppeldis- og menntunarfræðingur, þjóðfræðingur, þroskaþjálfi, þýskufræðingur. Þetta er tæmandi listi yfir það sem landsbyggðinni stendur til að læra í fjarnámi í grunnnámi. Undirritaðir þora að fullyrða að það hafi reyndar ekki stakur eyjapeyji eða Skagfirðingur verið hafður með í ráðum hvað þetta framboð varðar. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í janúar var einróma samþykkt ályktun sem kallaði eftir því að HÍ myndi auka fjarnámskosti í grunnnámi til að koma til móts við íbúa um allt land. „SHÍ krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir því að stórbæta möguleika nemenda til fjarnáms við háskólann. Mikilvægt er að Háskóli Íslands sé aðgengilegur nemendum óháð búsetu. SHÍ telur að venjan ætti að vera sú að námskeið séu einnig í boði í fjarnámi, nema góður og gildur rökstuðningur sé fyrir hendi. Frekar en að möguleiki til fjarnáms sé undantekning. Horfa þarf sérstaklega til námsleiða í grunnnámi. Það er skylda skólans að vera háskóli alls Íslands.” Ungt fjölskyldufólk og íbúar á landsbyggðum eiga rétt á aðgengi að gæða háskólanámi jafnt og þau sem barnlaus eru í miðbæ Reykjavíkur. Teljum við að það sé hlutverk Háskóla Íslands að koma til móts við þann hóp sem hefur vilja til að mennta sig meira en getur það ekki vegna þess að það hefur ekki færi á að flytja á höfuðborgarsvæðið. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst sinna fjarnámi með sóma og viljugir stúdentar geta vissulega hafið nám þar. Námsframboð í Háskóla Íslands er þó margfalt það sem finnst í öðrum Háskólum á Íslandi, og margt nám sem einungis er í boði í HÍ. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og mikilvægt að háskólasvæðið sé blómlegt og vel sótt. Það er þó einnig dagsljóst að þetta framboð er verulega takmarkað, og það framboð sem er í boði er ekki mjög fjölbreytt. Háskólinn hefur sýnt það að hann getur boðið upp á gott fjarnám, enda var fjárfest fleiri tugum milljóna í fjarfundabúnaði fyrir fáeinum árum auk þess sem úrvalið á meistarastigi er miklu skárra. Líkt og kemur fram í ályktun SHÍ telja stúdentaráðsliðar að venjan ætti að vera sú að áfangar séu í boði í fjarnámi og að rökstyðja þyrfti að loka á það. Þar gætu verið rök eins og að áfangi sé verklegur að fullu eða hluta. Við í SHÍ hlökkum til að vinna með háskólanum að því hvernig hægt er að gera háskólann aðgengilegri fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skref í þeirri vinnu er að fá nokkra hluti á hreint. Hvaða ástæður eru fyrir því að einstaka bóknámsáfangar eru ekki í boði í fjarnámi? Hvaða vandamál þarf að leysa geta boðið upp á fleiri bóknámsáfanga í fjarnámi? Þ.e.a.s. hvaða tækjabúnað eða aðstöðu þarf til þess að gera fyrirlestra og tíma aðgengilega. Hvar telur HÍ að það sé hægt að byrja til að auka fjarnám í grunnnámi? Er raunverulegur vilji á meðal stjórnenda og kennara háskólans til þess að koma til móts við landsbyggðirnar? Vonumst við eftir góðu samstarfi í vinnu að þessu göfuga markmiði að gera Háskóla Íslands aðgengilegan fyrir allt Ísland. Arent Orri Claessen, Forseti SHÍGunnar Ásgrímsson, Sviðsráðsforseti MVS og stúdentaráðsliði
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar